Sport

Helga María í miklu stuði á tveimur svigmótum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Helga María Vilhjálmsdóttir gerði það gott um helgina.
Helga María Vilhjálmsdóttir gerði það gott um helgina. Vísir/Getty
Helga María Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í alpagreinakonum sem keppti á Ólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar, hafnaði í 8. sæti á svigmóti í Hemsedal í Noregi í dag.

Fyrir árangurinn fékk Helga María 37,76 FIS-punkta sem er hennar þriðji besti árangur á ferlinum en hún gerði enn betur á öðru svigmóti í Ål í gær.

Þar hafnaði Helga María einnig í 8. sæti en hún fékk fyrir það 32,42 FIS-punkta sem er besti árangur hennar frá upphafi.

Þessi efnilega skíðakona á nú eftir að lækka nokkuð í punktum og verður fróðlegt að sjá hvar hún stendur á næsta heimslista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×