Körfubolti

Benedikt lofar Martin í hástert | Einstakir hæfileikar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli/Hag
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, hvetur alla íþróttaáhugamenn að fylgjast sérstaklega vel með KR-ingnum Martin Hermannssyni. Hann verður í eldlínunni með KR gegn Grindavík í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í kvöld.

Benedikt, sem er einn reyndasti þjálfari landsins, skrifaði mikinn lofpistil um Martin á Facebook-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.

„Í mörg ár hef ég ekki haldið vatni yfir hæfileikum þessa drengs. Við fáum ekki svona natural talenta oft,“ skrifaði Benedikt meðal annars. „Hann er bara það hæfileikaríkur að hann verði ekki stoppaður.“

Benedikt bendir á að Martin haldi utan í sumar og hefji nám í bandarískum háskóla. „Síðan mun líklega atvinnumennska taka við í vonandi mörg ár. Það gæti því verið langt þangað til að fólk sjái hann næst á parketi íþróttahúsanna að spila í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar.“

KR leiðir í úrslitarimmunni gegn Grindavík, 1-0, en liðin mætast í Röstinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður vitanlega gerð góð skil hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×