„Við berum öll ábyrgð“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2014 10:00 Hugmyndir um samábyrgð þjóðarinnar á efnahagshruninu hafa ekki fallið í frjóan jarðveg. Hið eiginlega uppgjör þjóðarinnar sjálfrar á hruninu hefur í raun ekki farið fram. „Margir Íslendingar vilja heyra að þeir séu fórnarlömb sem beri enga ábyrgð,“ segir Ingi Freyr Vilhjálmsson í nýrri bók sinni Hamskiptunum (bls. 253). Í bókinni er farið ofan í saumana á ábyrgð þjóðarinnar sjálfrar á því samfélagshruni sem hér varð haustið 2008. Þá er í bókinni greining á hugarfari þjóðarinnar í aðdraganda hrunsins og eru ályktanir höfundar rökstuddar með dæmum. Björgólfur Guðmundsson, stærsti hluthafi Landsbankans, bar óþægilegan spegil upp að þjóðinni í viðtali við Morgunblaðið í miðju bankahruni þegar hann lýsti því hvernig þjóðin sjálf hefði hegðað sér með óábyrgum hætti í aðdraganda hrunsins. Með gegndarlausri neyslu á dýrri munaðarvöru og raftækjum, mikilli skuldsetningu og gengistryggðum lánum þegar tekjur voru í krónum, tók stór hluti þjóðarinnar óábyrgar ákvarðanir í aðdraganda hrunsins og átti þannig hlutdeild í því. Þessi kenning hefur stundum verið nefnd „flatskjárkenningin.“ Og fólk vill ekki heyra á hana minnst. Því það er svo auðvelt að kenna einhverjum öðrum um. Sú staðreynd að þjóðin vildi ekki fara í uppgjör á sinni eigin ábyrgð á því samfélagshruni sem hér varð er vitnisburður um að hún telji sig ekki bera neina ábyrgð. Skýrasta birtingarmynd á ábyrgðarleysinu, núna næstum sex ár frá hruni, er sú staðreynd að það þykir næstum almennt viðurkennt í samfélaginu að menn eigi ekki að bera ábyrgð á skuldum sínum. Annar stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, keypti fylgi í kosningum með því að segja fólki að það fengi peninga gefins. Enginn mótmælir þessari þvælu nema þá helst einstakir fjölmiðlar, téður Ingi Freyr, blaðamenn Kjarnans og Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Þessi boðskapur, að eðlilegt sé að fella niður skuldir sem grundvallast á samningum sem fullorðið fólk skrifaði undir sjálfviljugt, er hættulegur framtíðarkynslóðum. Það er ekki sjálfsagt og eðlilegt að kenna ungu fólki, börnum, að það beri ekki persónulega ábyrgð á skuldum sínum. Það merkilega við árangur Framsóknarflokksins í síðustu kosningum er að þetta var í annað sinn á einum áratug sem flokkurinn keypti sér atkvæði í kosningum en það gerði flokkurinn líka 2003 með því að boða 90% lánin svokölluðu sem reyndust efnahagslegt stórslys. Hagsmunagæsla og kíkirinn settur á blinda augað Sumar þeirra bóka sem komið hafa út um efnahagshrunið eða aðdraganda þess á síðustu árum eru því marki brenndar að litast af ákveðinni hagsmunagæslu eða söguskoðun í þágu einhverra hagsmuna, hugsjóna eða viðhorfa. Ólafur Arnarson vildi kenna Seðlabankanum og Davíð Oddssyni um hrunið, frekar en útrásarvíkingunum, vinnuveitendum sínum, í riti sínu Sofandi að feigðarósi. Styrmir Gunnarsson setti fram ævintýralega kenningu um umsátur um íslenska hagsmuni í vel skrifaðri og fróðlegri bók sinni Umsátrinu. Vandamálið við kenningu Styrmis er að hún var haldlaus og byggð á hans viðhorfi á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna í aðdraganda hrunsins en Styrmir er pólitískur einangrunarsinni þótt hann viðurkenni það ekki sjálfur. Dæmi um af hverju kenning Styrmis var röng er að íslenska ríkið fékk miklar fjárhæðir lánaðar frá grannþjóðum og AGS á örlagastundu í lífi þjóðar. Og samstarfið við AGS var þjóðinni til happs en ekki öfugt. Það var ekki „koss dauðans“ eins og Timothy Geithner á að hafa sagt við Davíð Oddsson, ef marka má bókina. Ég ber hins vegar virðingu fyrir skoðunum Styrmis þótt ég sé ekki sammála honum og tel hann vera einn af risunum í íslenskri blaðamennsku á 20. öld. Aldrei fyrr hefur að mínu mati verið farið í jafn ítarlega skoðun á samábyrgðinni, hinni sameiginlegu ábyrgð þjóðarinnar, eða því sem nefnist „collective responsibility“ á ensku en í Hamskiptum Inga Freys. Ágætis hugleiðing um samábyrgðina kemur fram í skýrslu RNA um fall bankanna, en þar segir í 8. bindi: „Hvað er þá átt við þegar sagt er að „við berum öll ábyrgð á því sem gerðist“? Ein leið til að átta sig á þessari hugsun er að skoða þriðju hugmyndina um ábyrgð, félagslega samábyrgð. Hér er horft til þess hvernig einstaklingar og hópar hafa stuðlað að því að viðhalda hugsunarhætti, hegðunarmynstri og verðmætamati sem býr í haginn fyrir tiltekna starfsemi.“ Séu Hamskiptin virt heildstætt þá er kaflaskipting þannig upp byggð að höfundur rekur kafla eftir kafla hvernig nær allir kimar samfélagsins voru ofurseldir fjármagninu og markaðslögmálunum á Íslandi í aðdraganda hruns. Stjórnmálamenn, fræðimenn, fjölmiðlar, listamenn, háskólasamfélagið, allar þessar mikilvægu stofnanir samfélagsins voru á einhvern hátt ofurseldar auðmagninu. Auðmagnið, peningar sem fengnir voru að láni frá útlendingum, fór í að kaupa allt í samfélaginu. Allt varð í raun falt. Froðugóðæri á kostnað Þjóðverja Það voru útlendingar sem fjármögnuðu góðærið hér sem var að miklu leyti byggt á sandi, falsi og froðu. Stærstu útrásarfyrirtæki landsins voru nær alfarið fjármögnuð með lánum en ekki eigin fé. Þýskir bankar töpuðu mest á Íslendingum, samtals 21 milljarði dollara, 2700 milljörðum króna, sem þeir urðu að afskrifa eftir hrunið. Það gerir 8,5 milljónir króna á hvern Íslending, sem er ágætis innborgun á stóra íbúð. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að þjóðin hafi í raun kosið yfir sig hrunið með því að veita ítrekað þeim flokkum brautargengi í kosningum sem mörkuðu stefnuna sem leiddi til lánasöfnunar erlendis, vaxtar og loks hruns. „Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kusu þessa flokka þrívegis yfir Ísland og benda vitnisburðir til þess að formennirnir, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hafi verið því sem næst einráðir innan þeirra.“ (bls. 230-231). Ingi Freyr segir að þjóðin hafi kosið án fyrirséðra afleiðinga. Þannig hafi þetta í raun verið óheppni hjá þjóðinni. Þjóðin hafi kosið Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn í góðri trú, en í reynd valdið sér tjóni. Hann útskýrir þetta með dæmi um fjallgöngumann sem kastar steini fram af tindi Þverfellshorns á Esjunni. Ef steinninn lendir í hlíðinni var athöfnin skaðlaus. Lendi hnullungurinn í höfði annars göngumanns með þeim afleiðingum að hann deyr hefur sá sem kastaði steininum gerst sekur um gróft siðferðisbrot og refsiverða háttsemi. Þannig eru þetta tvær kvíslir atburðarásar sem rekja má til sama atviks, ef svo má að orði komast. Aðeins önnur þeirra er refsiverð og siðlaus. „Sama má segja um kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins því val þeirra í kosningunum á árunum 1995-2007 fól í sér áhættu og það hafði á endanum hörmulegar afleiðingar fyrir Íslendinga,“ segir höfundur (bls. 235). Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde. Ingi Freyr Vilhjálmsson telur að íslenska þjóðin beri mikla ábyrgð á eigin örlögum með því að veita Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum ítrekað brautargengi í kosningum á árunum 1995-2007. Þjóðin þekkti ekki örlög sín Það er hægt að færa ákveðin rök fyrir því að þjóðin hafi sjálf kosið hrunið yfir sig og höfundur gerir ákveðna tilraun til að rökstyðja þá niðurstöðu í Hamskiptunum, en niðurstaðan er í raun óheppni. Þjóðin hafi ekki vitað betur. Hún gat ekki þekkt örlög sín þegar hún kaus með einkavæðingu, skuldasöfnun og nýfrjálshyggju. Það sem helst vantar í niðurstöðu höfundar að mínu mati er sú staðreynd að hugmyndafræði kapítalismans var í raun misnotuð. Þjóðin sýndi ekki þá ábyrgð sem gera mátti kröfu til hennar um. Samfélagið allt var gegnsýrt af peningum en það var líka gegnsýrt af ábyrgðarleysi. Umræða um stjórnmálahugmyndir eftir hrun, t.d í hinu hægrisinnaða vikuriti The Economist, gengur einmitt út að draga lærdóma af hömlulausri frjálshyggju. Hún gangi í raun ekki upp því hún festi stéttir í neðri þrepum samfélagsins og dragi úr félagslegum hreyfanleika (e. social mobility) þ.e. möguleikum lágstéttarfólks til að brjótast til mennta og áhrifa í samfélaginu. Hömlulaus frjálshyggja styrki stéttaskiptingu og gangi þannig í berhögg við sjálfa sig því valfrelsið og vöxturinn sé óþekktur hjá þeim lægst settu, aðeins helsi fátæktarinnar. Vaxandi ójöfnuður sé í eðli sínu slæmur því hann ýti undir meinsemdir samfélagsins, komi í veg fyrir vöxt þess og gæði heildarinnar. Í raun eru þessi viðhorf ekki svo fjarri nytjahyggjukenningum John Stuart Mill og Jeremy Bentham um „hagsmuni heildarinnar“ en kjarni nytjahyggjunnar (e. utilitarianism) felst í því að það markmið sem stefnt sé að felist í því að auka heildarhamingju heimsins til lengri tíma litið. Rætt hefur verið um að í raun felist lausnin í einhvers konar miðjusækinni framfarahyggju, því sem kallað hefur verið „true progressivism.“ Alþjóðavæðing og tækninýjungar hafa auðveldað okkur að skriðtækla ójöfnuð, en hann er samt afar áberandi í vestrænum samfélögum. Sú staðreynd er ávöxtur hömlulausrar frjálshyggju, auðsöfnunar á hendur fárra og skattalækkunum á þessa sömu hópa. Að mínu mati er rökleiðslan um samábyrgðina góð en hún er ófullkomin því í enda hennar vantar svar við spurningunni hvað eigi að koma í staðinn. Hún er í raun ályktun án niðurstöðu. Lýsing á sannleika og greining á vandamáli, en án lausna. Það er auðvelt að benda á vandamál en erfiðara að koma með lausnirnar. Ef þjóðin var í góðri trú þegar hún kaus yfir sig hrun, látum við þar við sitja? Eða, felst þá lærdómurinn í því að kjósa ekki aftur yfir sig hrun og til þess að geta aftrað því þá þurfi þjóðin sjálf að fara í naflaskoðun á mistökum sínum? Það leiðir hins vegar af reynslu síðasta árs, og liggur í augum uppi, að þjóðin fór ekki í þessa naflaskoðun. Má af þessu draga þá ályktun að í raun snúist allt um hagsmuni einstaklinganna, en ekki heildarinnar, og því geti stjórnmálaflokkar keypt kosningar og eiginhagsmunahyggja sé alltaf ráðandi þegar fólk taki ákvarðanir um líf sitt? Er þá ekki hægt að greina ákveðna niðurstöðu varðandi þjóðfélagsvitundina sjálfa úr slíku? Að íslenska þjóðin, eða hluti hennar að minnsta kosti, sé gráðug og tímasprengja græðginnar hafi verið virkjuð með einkavæðingu bankanna. Eða, ef þjóðin fari í hið nauðsynlega uppgjör þá dragi hún lærdóm? Í Hamskiptunum vitnar Ingi Freyr til orða þýska geðlæknisins og heimspekingsins Karls Jaspers sem skrifaði, tveimur árum eftir síðari heimsstyrjöldina: „Ef ég læt undir höfuð leggjast að gera það sem ég get til að koma í veg fyrir bölið er ég líka sekur.“ Hann var þar að vitna til samábyrgðar þýsku þjóðarinnar að veita Nasistaflokknum tvívegis brautargengi í kosningum á fjórða áratug síðustu aldar. Ekki gallalaus bók Svo ég víki aftur að gæðum bókarinnar, Hamskiptunum, þá er hún langt frá því að vera gallalaus. Höfundur skautar léttilega framhjá því að Geir Haarde hafi verið sýknaður af öllum mikilvægustu ákæruliðunum í Landsdómsmálinu, eins og segir orðrétt í forsendum dómsins, en nefnir frekar að Geir hafi verið sakfelldur fyrir „persónulega ábyrgð (sína) sem forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins“ og er þar að vísa til þess að Geir hélt ekki stjórnarfundi um málefni bankanna. Þegar hið rétta er að Geir var sakfelldur fyrir athafnaleysisbrot og lærdómur sögunnar er að ákæran á hendur honum hafi í reynd verið pólitískt og mannlegt stórslys þótt því sé slegið föstu í forsendum meirihluta Landsdóms að hann hafi gerst sekur um að hafa með „stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar.“ Ábyrgð Geirs var neikvæð. Hann var sakfelldur í þessum lið fyrir athafnaleysisbrot, að láta eitthvað ógert. Sú staðreynd að Ingi Freyr skautar framhjá því að Geir hafi verið sýknaður af öllum alvarlegustu ákæruliðunum í málinu skýrist ef til vill af sterkum skoðunum hans á Sjálfstæðisflokknum og forystumönnum þess flokks. Þannig setur Ingi Freyr kíkinn á blinda augað hvað þetta varðar í bókinni, hvað sem líður skrifum hans um málið á öðrum vettvangi. Þjóðin hefur ekki lært neitt Ýmislegt bendir til þess að íslensk þjóð hafi ekki dregið lærdóm af því samfélagshruni sem hér varð. Hið eiginlega uppgjör hafi verið léttvægt. Það sem styður þessa ályktun mína eru ótryggar lánveitingar í bankakerfinu til að blása út verðbólu á hlutabréfamarkaði í skjóli hafta og ræður á nýlegum ársfundi Samtaka atvinnulífsins sem hefðu sæmt sér vel á prúðbúinni glanssamkomu puntmenna á hápunkti góðærisins árið 2007. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, orðaði þetta best þegar ég hitti hann á förnum vegi árið 2011 og við tókum spjall saman. Ég var nýbúinn á vakt á Stöð 2 og Sigurjón sagði: „Peningar stjórna öllu á Íslandi, þeir hafa alltaf gert það, þeir gera það ennþá og ekkert hefur breyst.“ Þetta var Sigurjón að lýsa samfélaginu Íslandi á árinu 2011 og í orðum hans greindi ég ákveðna uppgjöf gagnvart þessari staðreynd. Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson Merkin eru alls staðar í samfélaginu. Núverandi ríkisstjórn vill afregluvæða viðskiptalífið og stjórnarþingmenn vilja smætta Fjármálaeftirlitið, eina af mikilvægustu stofnunum þjóðfélagsins. Það gerir mig bæði sorgmæddan og reiðan því mér líður eins og mér og kollegum mínum á íslenskum fjölmiðlum hafi mistekist að miðla upplýsingum til almennings. Að þetta hafi allt verið til einskis. Að það sé ennþá forsvaranlegt að halda uppi forkastanlegum málflutningi af þessu tagi. Hin pólitíska orðræða sumra þingmanna meirihlutans snýst ekki um hversu gjörspillt bankakerfið eða sparisjóðakerfið var fyrir hrun heldur hversu illa síðasta ríkisstjórn stóð sig í að taka á vandamálunum. Eins og tjón skattgreiðenda vegna falls sparisjóðakerfisins sé ekki vegna glórulausrar áhættusækni þessara sparisjóða heldur af því að FME, Seðlabankinn og önnur stjórnvöld eftir hrun stóðu sig svo illa! Í slíkri orðræðu er léttilega skautað framhjá þeirri staðreynd að ríkissjóður skuldbatt sig til að standa vörð um innistæður í þessum sparisjóðum. Það er almennt viðurkennt sem gild rökræða að hengja bakara fyrir smið á Íslandi. Sem er í eðli sínu fáránlegt. Það vantar alla auðmýkt og samfélagið er aftur orðið gegnsýrt af peningum. Hin eiginlega markaðsvæðing hugarfarsins hvarf aldrei úr þjóðfélagsvitundinni. Og það er alvarlegt áhyggjuefni fyrir okkur öll. Þetta eru mínar vangaveltur en það er niðurstaða Inga Freys að hið eiginlega uppgjör á samábyrgðinni verði að fara fram, en hann segir á bls. 256: „Ef þjóðin sér ekki ábyrgð sína og gengst við henni mun hún ekki læra neitt af þessari ömurlegu reynslu sem hrunið var. Þar til það gerist er ekkert því til fyrirstöðu að annað manngert kerfishrun eigi sér stað á Íslandi því að hugmyndirnar sem ollu fyrra hruninu eru lífseigar á Íslandi.“ Höfundur er lögfræðingur og fréttamaður á Stöð 2 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason Skoðun
Hugmyndir um samábyrgð þjóðarinnar á efnahagshruninu hafa ekki fallið í frjóan jarðveg. Hið eiginlega uppgjör þjóðarinnar sjálfrar á hruninu hefur í raun ekki farið fram. „Margir Íslendingar vilja heyra að þeir séu fórnarlömb sem beri enga ábyrgð,“ segir Ingi Freyr Vilhjálmsson í nýrri bók sinni Hamskiptunum (bls. 253). Í bókinni er farið ofan í saumana á ábyrgð þjóðarinnar sjálfrar á því samfélagshruni sem hér varð haustið 2008. Þá er í bókinni greining á hugarfari þjóðarinnar í aðdraganda hrunsins og eru ályktanir höfundar rökstuddar með dæmum. Björgólfur Guðmundsson, stærsti hluthafi Landsbankans, bar óþægilegan spegil upp að þjóðinni í viðtali við Morgunblaðið í miðju bankahruni þegar hann lýsti því hvernig þjóðin sjálf hefði hegðað sér með óábyrgum hætti í aðdraganda hrunsins. Með gegndarlausri neyslu á dýrri munaðarvöru og raftækjum, mikilli skuldsetningu og gengistryggðum lánum þegar tekjur voru í krónum, tók stór hluti þjóðarinnar óábyrgar ákvarðanir í aðdraganda hrunsins og átti þannig hlutdeild í því. Þessi kenning hefur stundum verið nefnd „flatskjárkenningin.“ Og fólk vill ekki heyra á hana minnst. Því það er svo auðvelt að kenna einhverjum öðrum um. Sú staðreynd að þjóðin vildi ekki fara í uppgjör á sinni eigin ábyrgð á því samfélagshruni sem hér varð er vitnisburður um að hún telji sig ekki bera neina ábyrgð. Skýrasta birtingarmynd á ábyrgðarleysinu, núna næstum sex ár frá hruni, er sú staðreynd að það þykir næstum almennt viðurkennt í samfélaginu að menn eigi ekki að bera ábyrgð á skuldum sínum. Annar stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, keypti fylgi í kosningum með því að segja fólki að það fengi peninga gefins. Enginn mótmælir þessari þvælu nema þá helst einstakir fjölmiðlar, téður Ingi Freyr, blaðamenn Kjarnans og Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Þessi boðskapur, að eðlilegt sé að fella niður skuldir sem grundvallast á samningum sem fullorðið fólk skrifaði undir sjálfviljugt, er hættulegur framtíðarkynslóðum. Það er ekki sjálfsagt og eðlilegt að kenna ungu fólki, börnum, að það beri ekki persónulega ábyrgð á skuldum sínum. Það merkilega við árangur Framsóknarflokksins í síðustu kosningum er að þetta var í annað sinn á einum áratug sem flokkurinn keypti sér atkvæði í kosningum en það gerði flokkurinn líka 2003 með því að boða 90% lánin svokölluðu sem reyndust efnahagslegt stórslys. Hagsmunagæsla og kíkirinn settur á blinda augað Sumar þeirra bóka sem komið hafa út um efnahagshrunið eða aðdraganda þess á síðustu árum eru því marki brenndar að litast af ákveðinni hagsmunagæslu eða söguskoðun í þágu einhverra hagsmuna, hugsjóna eða viðhorfa. Ólafur Arnarson vildi kenna Seðlabankanum og Davíð Oddssyni um hrunið, frekar en útrásarvíkingunum, vinnuveitendum sínum, í riti sínu Sofandi að feigðarósi. Styrmir Gunnarsson setti fram ævintýralega kenningu um umsátur um íslenska hagsmuni í vel skrifaðri og fróðlegri bók sinni Umsátrinu. Vandamálið við kenningu Styrmis er að hún var haldlaus og byggð á hans viðhorfi á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna í aðdraganda hrunsins en Styrmir er pólitískur einangrunarsinni þótt hann viðurkenni það ekki sjálfur. Dæmi um af hverju kenning Styrmis var röng er að íslenska ríkið fékk miklar fjárhæðir lánaðar frá grannþjóðum og AGS á örlagastundu í lífi þjóðar. Og samstarfið við AGS var þjóðinni til happs en ekki öfugt. Það var ekki „koss dauðans“ eins og Timothy Geithner á að hafa sagt við Davíð Oddsson, ef marka má bókina. Ég ber hins vegar virðingu fyrir skoðunum Styrmis þótt ég sé ekki sammála honum og tel hann vera einn af risunum í íslenskri blaðamennsku á 20. öld. Aldrei fyrr hefur að mínu mati verið farið í jafn ítarlega skoðun á samábyrgðinni, hinni sameiginlegu ábyrgð þjóðarinnar, eða því sem nefnist „collective responsibility“ á ensku en í Hamskiptum Inga Freys. Ágætis hugleiðing um samábyrgðina kemur fram í skýrslu RNA um fall bankanna, en þar segir í 8. bindi: „Hvað er þá átt við þegar sagt er að „við berum öll ábyrgð á því sem gerðist“? Ein leið til að átta sig á þessari hugsun er að skoða þriðju hugmyndina um ábyrgð, félagslega samábyrgð. Hér er horft til þess hvernig einstaklingar og hópar hafa stuðlað að því að viðhalda hugsunarhætti, hegðunarmynstri og verðmætamati sem býr í haginn fyrir tiltekna starfsemi.“ Séu Hamskiptin virt heildstætt þá er kaflaskipting þannig upp byggð að höfundur rekur kafla eftir kafla hvernig nær allir kimar samfélagsins voru ofurseldir fjármagninu og markaðslögmálunum á Íslandi í aðdraganda hruns. Stjórnmálamenn, fræðimenn, fjölmiðlar, listamenn, háskólasamfélagið, allar þessar mikilvægu stofnanir samfélagsins voru á einhvern hátt ofurseldar auðmagninu. Auðmagnið, peningar sem fengnir voru að láni frá útlendingum, fór í að kaupa allt í samfélaginu. Allt varð í raun falt. Froðugóðæri á kostnað Þjóðverja Það voru útlendingar sem fjármögnuðu góðærið hér sem var að miklu leyti byggt á sandi, falsi og froðu. Stærstu útrásarfyrirtæki landsins voru nær alfarið fjármögnuð með lánum en ekki eigin fé. Þýskir bankar töpuðu mest á Íslendingum, samtals 21 milljarði dollara, 2700 milljörðum króna, sem þeir urðu að afskrifa eftir hrunið. Það gerir 8,5 milljónir króna á hvern Íslending, sem er ágætis innborgun á stóra íbúð. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að þjóðin hafi í raun kosið yfir sig hrunið með því að veita ítrekað þeim flokkum brautargengi í kosningum sem mörkuðu stefnuna sem leiddi til lánasöfnunar erlendis, vaxtar og loks hruns. „Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kusu þessa flokka þrívegis yfir Ísland og benda vitnisburðir til þess að formennirnir, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hafi verið því sem næst einráðir innan þeirra.“ (bls. 230-231). Ingi Freyr segir að þjóðin hafi kosið án fyrirséðra afleiðinga. Þannig hafi þetta í raun verið óheppni hjá þjóðinni. Þjóðin hafi kosið Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn í góðri trú, en í reynd valdið sér tjóni. Hann útskýrir þetta með dæmi um fjallgöngumann sem kastar steini fram af tindi Þverfellshorns á Esjunni. Ef steinninn lendir í hlíðinni var athöfnin skaðlaus. Lendi hnullungurinn í höfði annars göngumanns með þeim afleiðingum að hann deyr hefur sá sem kastaði steininum gerst sekur um gróft siðferðisbrot og refsiverða háttsemi. Þannig eru þetta tvær kvíslir atburðarásar sem rekja má til sama atviks, ef svo má að orði komast. Aðeins önnur þeirra er refsiverð og siðlaus. „Sama má segja um kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins því val þeirra í kosningunum á árunum 1995-2007 fól í sér áhættu og það hafði á endanum hörmulegar afleiðingar fyrir Íslendinga,“ segir höfundur (bls. 235). Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde. Ingi Freyr Vilhjálmsson telur að íslenska þjóðin beri mikla ábyrgð á eigin örlögum með því að veita Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum ítrekað brautargengi í kosningum á árunum 1995-2007. Þjóðin þekkti ekki örlög sín Það er hægt að færa ákveðin rök fyrir því að þjóðin hafi sjálf kosið hrunið yfir sig og höfundur gerir ákveðna tilraun til að rökstyðja þá niðurstöðu í Hamskiptunum, en niðurstaðan er í raun óheppni. Þjóðin hafi ekki vitað betur. Hún gat ekki þekkt örlög sín þegar hún kaus með einkavæðingu, skuldasöfnun og nýfrjálshyggju. Það sem helst vantar í niðurstöðu höfundar að mínu mati er sú staðreynd að hugmyndafræði kapítalismans var í raun misnotuð. Þjóðin sýndi ekki þá ábyrgð sem gera mátti kröfu til hennar um. Samfélagið allt var gegnsýrt af peningum en það var líka gegnsýrt af ábyrgðarleysi. Umræða um stjórnmálahugmyndir eftir hrun, t.d í hinu hægrisinnaða vikuriti The Economist, gengur einmitt út að draga lærdóma af hömlulausri frjálshyggju. Hún gangi í raun ekki upp því hún festi stéttir í neðri þrepum samfélagsins og dragi úr félagslegum hreyfanleika (e. social mobility) þ.e. möguleikum lágstéttarfólks til að brjótast til mennta og áhrifa í samfélaginu. Hömlulaus frjálshyggja styrki stéttaskiptingu og gangi þannig í berhögg við sjálfa sig því valfrelsið og vöxturinn sé óþekktur hjá þeim lægst settu, aðeins helsi fátæktarinnar. Vaxandi ójöfnuður sé í eðli sínu slæmur því hann ýti undir meinsemdir samfélagsins, komi í veg fyrir vöxt þess og gæði heildarinnar. Í raun eru þessi viðhorf ekki svo fjarri nytjahyggjukenningum John Stuart Mill og Jeremy Bentham um „hagsmuni heildarinnar“ en kjarni nytjahyggjunnar (e. utilitarianism) felst í því að það markmið sem stefnt sé að felist í því að auka heildarhamingju heimsins til lengri tíma litið. Rætt hefur verið um að í raun felist lausnin í einhvers konar miðjusækinni framfarahyggju, því sem kallað hefur verið „true progressivism.“ Alþjóðavæðing og tækninýjungar hafa auðveldað okkur að skriðtækla ójöfnuð, en hann er samt afar áberandi í vestrænum samfélögum. Sú staðreynd er ávöxtur hömlulausrar frjálshyggju, auðsöfnunar á hendur fárra og skattalækkunum á þessa sömu hópa. Að mínu mati er rökleiðslan um samábyrgðina góð en hún er ófullkomin því í enda hennar vantar svar við spurningunni hvað eigi að koma í staðinn. Hún er í raun ályktun án niðurstöðu. Lýsing á sannleika og greining á vandamáli, en án lausna. Það er auðvelt að benda á vandamál en erfiðara að koma með lausnirnar. Ef þjóðin var í góðri trú þegar hún kaus yfir sig hrun, látum við þar við sitja? Eða, felst þá lærdómurinn í því að kjósa ekki aftur yfir sig hrun og til þess að geta aftrað því þá þurfi þjóðin sjálf að fara í naflaskoðun á mistökum sínum? Það leiðir hins vegar af reynslu síðasta árs, og liggur í augum uppi, að þjóðin fór ekki í þessa naflaskoðun. Má af þessu draga þá ályktun að í raun snúist allt um hagsmuni einstaklinganna, en ekki heildarinnar, og því geti stjórnmálaflokkar keypt kosningar og eiginhagsmunahyggja sé alltaf ráðandi þegar fólk taki ákvarðanir um líf sitt? Er þá ekki hægt að greina ákveðna niðurstöðu varðandi þjóðfélagsvitundina sjálfa úr slíku? Að íslenska þjóðin, eða hluti hennar að minnsta kosti, sé gráðug og tímasprengja græðginnar hafi verið virkjuð með einkavæðingu bankanna. Eða, ef þjóðin fari í hið nauðsynlega uppgjör þá dragi hún lærdóm? Í Hamskiptunum vitnar Ingi Freyr til orða þýska geðlæknisins og heimspekingsins Karls Jaspers sem skrifaði, tveimur árum eftir síðari heimsstyrjöldina: „Ef ég læt undir höfuð leggjast að gera það sem ég get til að koma í veg fyrir bölið er ég líka sekur.“ Hann var þar að vitna til samábyrgðar þýsku þjóðarinnar að veita Nasistaflokknum tvívegis brautargengi í kosningum á fjórða áratug síðustu aldar. Ekki gallalaus bók Svo ég víki aftur að gæðum bókarinnar, Hamskiptunum, þá er hún langt frá því að vera gallalaus. Höfundur skautar léttilega framhjá því að Geir Haarde hafi verið sýknaður af öllum mikilvægustu ákæruliðunum í Landsdómsmálinu, eins og segir orðrétt í forsendum dómsins, en nefnir frekar að Geir hafi verið sakfelldur fyrir „persónulega ábyrgð (sína) sem forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins“ og er þar að vísa til þess að Geir hélt ekki stjórnarfundi um málefni bankanna. Þegar hið rétta er að Geir var sakfelldur fyrir athafnaleysisbrot og lærdómur sögunnar er að ákæran á hendur honum hafi í reynd verið pólitískt og mannlegt stórslys þótt því sé slegið föstu í forsendum meirihluta Landsdóms að hann hafi gerst sekur um að hafa með „stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar.“ Ábyrgð Geirs var neikvæð. Hann var sakfelldur í þessum lið fyrir athafnaleysisbrot, að láta eitthvað ógert. Sú staðreynd að Ingi Freyr skautar framhjá því að Geir hafi verið sýknaður af öllum alvarlegustu ákæruliðunum í málinu skýrist ef til vill af sterkum skoðunum hans á Sjálfstæðisflokknum og forystumönnum þess flokks. Þannig setur Ingi Freyr kíkinn á blinda augað hvað þetta varðar í bókinni, hvað sem líður skrifum hans um málið á öðrum vettvangi. Þjóðin hefur ekki lært neitt Ýmislegt bendir til þess að íslensk þjóð hafi ekki dregið lærdóm af því samfélagshruni sem hér varð. Hið eiginlega uppgjör hafi verið léttvægt. Það sem styður þessa ályktun mína eru ótryggar lánveitingar í bankakerfinu til að blása út verðbólu á hlutabréfamarkaði í skjóli hafta og ræður á nýlegum ársfundi Samtaka atvinnulífsins sem hefðu sæmt sér vel á prúðbúinni glanssamkomu puntmenna á hápunkti góðærisins árið 2007. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, orðaði þetta best þegar ég hitti hann á förnum vegi árið 2011 og við tókum spjall saman. Ég var nýbúinn á vakt á Stöð 2 og Sigurjón sagði: „Peningar stjórna öllu á Íslandi, þeir hafa alltaf gert það, þeir gera það ennþá og ekkert hefur breyst.“ Þetta var Sigurjón að lýsa samfélaginu Íslandi á árinu 2011 og í orðum hans greindi ég ákveðna uppgjöf gagnvart þessari staðreynd. Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson Merkin eru alls staðar í samfélaginu. Núverandi ríkisstjórn vill afregluvæða viðskiptalífið og stjórnarþingmenn vilja smætta Fjármálaeftirlitið, eina af mikilvægustu stofnunum þjóðfélagsins. Það gerir mig bæði sorgmæddan og reiðan því mér líður eins og mér og kollegum mínum á íslenskum fjölmiðlum hafi mistekist að miðla upplýsingum til almennings. Að þetta hafi allt verið til einskis. Að það sé ennþá forsvaranlegt að halda uppi forkastanlegum málflutningi af þessu tagi. Hin pólitíska orðræða sumra þingmanna meirihlutans snýst ekki um hversu gjörspillt bankakerfið eða sparisjóðakerfið var fyrir hrun heldur hversu illa síðasta ríkisstjórn stóð sig í að taka á vandamálunum. Eins og tjón skattgreiðenda vegna falls sparisjóðakerfisins sé ekki vegna glórulausrar áhættusækni þessara sparisjóða heldur af því að FME, Seðlabankinn og önnur stjórnvöld eftir hrun stóðu sig svo illa! Í slíkri orðræðu er léttilega skautað framhjá þeirri staðreynd að ríkissjóður skuldbatt sig til að standa vörð um innistæður í þessum sparisjóðum. Það er almennt viðurkennt sem gild rökræða að hengja bakara fyrir smið á Íslandi. Sem er í eðli sínu fáránlegt. Það vantar alla auðmýkt og samfélagið er aftur orðið gegnsýrt af peningum. Hin eiginlega markaðsvæðing hugarfarsins hvarf aldrei úr þjóðfélagsvitundinni. Og það er alvarlegt áhyggjuefni fyrir okkur öll. Þetta eru mínar vangaveltur en það er niðurstaða Inga Freys að hið eiginlega uppgjör á samábyrgðinni verði að fara fram, en hann segir á bls. 256: „Ef þjóðin sér ekki ábyrgð sína og gengst við henni mun hún ekki læra neitt af þessari ömurlegu reynslu sem hrunið var. Þar til það gerist er ekkert því til fyrirstöðu að annað manngert kerfishrun eigi sér stað á Íslandi því að hugmyndirnar sem ollu fyrra hruninu eru lífseigar á Íslandi.“ Höfundur er lögfræðingur og fréttamaður á Stöð 2
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun