Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Frosti Logason skrifar 24. apríl 2014 19:28 „Allir lesendur Morgunblaðsins sem lásu þetta og hafa ekki fengið leiðréttingu eru bara vitlausari eftir lesturinn.“ Þetta sagði Matthías Ásgeirsson, fyrrverandi forrmaður Vantrúar, í viðtali við Harmageddon í vikunni þegar rætt var um kristileg áhrif í fjölmiðlum um páskana. Þar barst í tal ótrúlegt Rekjavíkurbréf ritstjórans, Davíðs Oddssonar, en þar kemur glögglega í ljós að Davíð virðist ekki skilja hvernig þróunarkenning Charles Darwins, sem sett var fram árið 1859 í bókinni Uppruni tegundanna, virkar í raun og veru. Davíð fellur í kunnuglega gryfju trúmanna þegar hann ritar: „það dregur ekki neitt úr áliti á honum þó að á það sé bent að eftir hinn langa tíma séu kenningar Darwins ennþá aðeins kenningar...“ Á Vísindavef Háskóla Íslands er þessari algengu fullyrðingu svarað í greininni Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?Þar er réttilega bent á að vísindalegar kenningar hafa ekki alveg sömu merkingu eða stöðu og almennar kenningar fólks í daglegu máli. Þar segir meðal annars: „Þróunarkenningin er einhver farsælasta vísindakenning sem fram hefur komið og hefur sem slík staðið af sér fleiri óveður en aðrar vísindakenningar.... ...Þegar vísindamenn takast á við eitthvert vandmál setja þeir fram tilgátu, sem gjarnan kallast H0-tilgáta, og framkvæma síðan tilraunir eða athuganir sem annað hvort staðfesta eða hrekja tilgátuna. Því fleiri próf sem H0-tilgátan stenst þeim mun sterkari verður hún og á endanum nær tilgátan þeirri stöðu innan vísindasamfélagsins að hún verður að kenningu... ...þetta gerðist með útkomu Uppruna tegundanna eftir Charles Darwin árið 1859, en með þessari bók sannfærðust flestir samtímamenn Darwins um að lífið á jörðinni hafi í raun þróast á löngum tíma. Þróunartilgátan varð því að þróunarkenningu á árunum eftir útkomu bókar Darwins.“ Hvort Davíð Oddsson sé virkilega ekki betur að sér um eðli vísindalegra kenninga en þetta skal ósagt látið. Nokkuð ljóst þykir þó, að með þessum tón hittir ritstjórinn beint í mark hjá hinum ört minnkandi hópi fólks sem les Morgunblaðið annars vegar og fer í kirkju á sunnudögum hins vegar. Þá er kannski tilgangnum náð? Hver veit? Hægt er að hlusta á spjall Harmageddon við Matthías Ásgeirsson hér. Harmageddon Mest lesið Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Harmageddon og Sannleikurinn.com sameinast Harmageddon Þetta er ekki úr vísindaskáldsögu Harmageddon
„Allir lesendur Morgunblaðsins sem lásu þetta og hafa ekki fengið leiðréttingu eru bara vitlausari eftir lesturinn.“ Þetta sagði Matthías Ásgeirsson, fyrrverandi forrmaður Vantrúar, í viðtali við Harmageddon í vikunni þegar rætt var um kristileg áhrif í fjölmiðlum um páskana. Þar barst í tal ótrúlegt Rekjavíkurbréf ritstjórans, Davíðs Oddssonar, en þar kemur glögglega í ljós að Davíð virðist ekki skilja hvernig þróunarkenning Charles Darwins, sem sett var fram árið 1859 í bókinni Uppruni tegundanna, virkar í raun og veru. Davíð fellur í kunnuglega gryfju trúmanna þegar hann ritar: „það dregur ekki neitt úr áliti á honum þó að á það sé bent að eftir hinn langa tíma séu kenningar Darwins ennþá aðeins kenningar...“ Á Vísindavef Háskóla Íslands er þessari algengu fullyrðingu svarað í greininni Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?Þar er réttilega bent á að vísindalegar kenningar hafa ekki alveg sömu merkingu eða stöðu og almennar kenningar fólks í daglegu máli. Þar segir meðal annars: „Þróunarkenningin er einhver farsælasta vísindakenning sem fram hefur komið og hefur sem slík staðið af sér fleiri óveður en aðrar vísindakenningar.... ...Þegar vísindamenn takast á við eitthvert vandmál setja þeir fram tilgátu, sem gjarnan kallast H0-tilgáta, og framkvæma síðan tilraunir eða athuganir sem annað hvort staðfesta eða hrekja tilgátuna. Því fleiri próf sem H0-tilgátan stenst þeim mun sterkari verður hún og á endanum nær tilgátan þeirri stöðu innan vísindasamfélagsins að hún verður að kenningu... ...þetta gerðist með útkomu Uppruna tegundanna eftir Charles Darwin árið 1859, en með þessari bók sannfærðust flestir samtímamenn Darwins um að lífið á jörðinni hafi í raun þróast á löngum tíma. Þróunartilgátan varð því að þróunarkenningu á árunum eftir útkomu bókar Darwins.“ Hvort Davíð Oddsson sé virkilega ekki betur að sér um eðli vísindalegra kenninga en þetta skal ósagt látið. Nokkuð ljóst þykir þó, að með þessum tón hittir ritstjórinn beint í mark hjá hinum ört minnkandi hópi fólks sem les Morgunblaðið annars vegar og fer í kirkju á sunnudögum hins vegar. Þá er kannski tilgangnum náð? Hver veit? Hægt er að hlusta á spjall Harmageddon við Matthías Ásgeirsson hér.
Harmageddon Mest lesið Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Harmageddon og Sannleikurinn.com sameinast Harmageddon Þetta er ekki úr vísindaskáldsögu Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon