"Ég veit ekki hvað ég er með mörg húðflúr“ Ellý Ármanns skrifar 22. apríl 2014 11:15 Ólafía Kristjánsdóttir, 28 ára, vakti verðskuldaða athygli á Íslandsmóti IFBB í fitness sem fram fór í Háskólabíó um helgina en líkami hennar er húðflúraður að miklu leyti eins og sjá má á myndunum. Ólafía komst ekki áfram í úrslitin en er sátt engu að síður.Hvað gerir þú? „Ég starfa sem húðflúrari á Reykjavík Ink á Frakkastíg 7 í Reykjavík,„ svarar Ólafía þegar samtal okkar hefst.Mynd/ArnoldHvað ertu með mörg húðflúr á líkamanum? „Ég veit ekki hvað ég er með mörg húðflúr. Það er orðið ansi erfitt að telja og ég hef ekki tölu á skiptunum sem ég hef sest í stólinn. Þau hafa sum þýðingu fyrir mér og tákna ákveðna hluti fyrir mér sem hafa átt þátt í að móta mig eins og ég er í dag. Önnur eru bara þarna vegna þess að þau eru flott og mig langaði í þau,“ segir hún greinilega vön spurningu sem þessari.Myndir/ArnoldHvenær fékkstu þér fyrsta húðflúrið og ætlar þú að fá þér fleiri í framtíðinni? „Ég beið til tvítugs með að fá mér fyrsta húðflúrið. Mér finnst það hafa verið rétt ákvörðun. Að mínu mati hefur maður ekki náð almennilegum þroska fyrr en þá til að vita hvað maður vill. Mitt fyrsta flúr var ljóð á ristina sem ég samdi fyrir litla bróður minn.“ „Ég er rétt byrjuð og á eftir að fá mér mörg mörg mörg húðflúr í safnið. Vel gerð húðflúr eru falleg listaverk og mér finnst ég mjög fallega skreytt. Það eru ekki allir sammála því en það er allt í lagi. Lífið væri leiðinlegt ef allir væru eins.“Meðfylgjandi myndir voru teknar af Ólafíu á pósunámskeiði hjá Ifitness á dögunum.Myndir/Bent MarínóssonÞegar talið berst að íþróttum segir Ólafía: „Ég hef alltaf verið eitthvað í íþróttum. Ég æfði sund í nokkur ár, prófaði að æfa körfubolta einn vetur og fótbolta í smá tíma líka. Eftir að ég hætti í sundinu fór ég fljótlega að mæta í ræktina, það er þegar ég áttaði mig á því að halda áfram að borða eins og ég æfði níu sinnum í viku var ekki að koma vel út ef maður gerði ekkert nema sitja og læra.Ólafía komst ekki áfram í úrslitin um helgina.Myndir/Bent MarínóssonSigrar? „Ég á einhverjar medalíur úr sundinu annars hef ég svo sem enga titla undir belti. Ég var að klára mitt annað módelfitness mót núna en ég keppti í fyrsta skipti fyrir ári síðan. Þá komst ég ekki áfram í úrslit en vonaðist eftir því núna. Ég náði góðum bætingum frá síðasta móti og var ánægð með mitt form. Því miður þá tókst það ekki,“ segir hún.Myndir/Bent MarínóssonHver er lykill að góðu formi? „Það er að æfa rétt og borða rétt. Borða hollt og borða í samræmi við æfingar. Styrktarþjálfun og holl fæða mótar fallegan líkama,“ segir Ólafía.Myndir/Bent MarínóssonAð lokum. Hvert er þitt lífsmottó? „Gerðu það sem gerir þig hamingjusama er mitt mottó. Lífið er of stutt fyrir leiðindi. Þannig að ég ætla að halda áfram að fá mér tattú og gera tattú, mæta í ræktina, borða hnetusmjör og kyssa kærastann minn. Það eru hlutir sem veita mér hamingju.“ Tengdar fréttir Sjáðu kroppana æfa pósurnar Meðfylgjandi myndir voru teknar á pósunámskeiði fyrir Íslandsmótið IFBB sem fram fer á morgun og föstudaginn langa í Háskólabíó. 16. apríl 2014 15:45 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Ólafía Kristjánsdóttir, 28 ára, vakti verðskuldaða athygli á Íslandsmóti IFBB í fitness sem fram fór í Háskólabíó um helgina en líkami hennar er húðflúraður að miklu leyti eins og sjá má á myndunum. Ólafía komst ekki áfram í úrslitin en er sátt engu að síður.Hvað gerir þú? „Ég starfa sem húðflúrari á Reykjavík Ink á Frakkastíg 7 í Reykjavík,„ svarar Ólafía þegar samtal okkar hefst.Mynd/ArnoldHvað ertu með mörg húðflúr á líkamanum? „Ég veit ekki hvað ég er með mörg húðflúr. Það er orðið ansi erfitt að telja og ég hef ekki tölu á skiptunum sem ég hef sest í stólinn. Þau hafa sum þýðingu fyrir mér og tákna ákveðna hluti fyrir mér sem hafa átt þátt í að móta mig eins og ég er í dag. Önnur eru bara þarna vegna þess að þau eru flott og mig langaði í þau,“ segir hún greinilega vön spurningu sem þessari.Myndir/ArnoldHvenær fékkstu þér fyrsta húðflúrið og ætlar þú að fá þér fleiri í framtíðinni? „Ég beið til tvítugs með að fá mér fyrsta húðflúrið. Mér finnst það hafa verið rétt ákvörðun. Að mínu mati hefur maður ekki náð almennilegum þroska fyrr en þá til að vita hvað maður vill. Mitt fyrsta flúr var ljóð á ristina sem ég samdi fyrir litla bróður minn.“ „Ég er rétt byrjuð og á eftir að fá mér mörg mörg mörg húðflúr í safnið. Vel gerð húðflúr eru falleg listaverk og mér finnst ég mjög fallega skreytt. Það eru ekki allir sammála því en það er allt í lagi. Lífið væri leiðinlegt ef allir væru eins.“Meðfylgjandi myndir voru teknar af Ólafíu á pósunámskeiði hjá Ifitness á dögunum.Myndir/Bent MarínóssonÞegar talið berst að íþróttum segir Ólafía: „Ég hef alltaf verið eitthvað í íþróttum. Ég æfði sund í nokkur ár, prófaði að æfa körfubolta einn vetur og fótbolta í smá tíma líka. Eftir að ég hætti í sundinu fór ég fljótlega að mæta í ræktina, það er þegar ég áttaði mig á því að halda áfram að borða eins og ég æfði níu sinnum í viku var ekki að koma vel út ef maður gerði ekkert nema sitja og læra.Ólafía komst ekki áfram í úrslitin um helgina.Myndir/Bent MarínóssonSigrar? „Ég á einhverjar medalíur úr sundinu annars hef ég svo sem enga titla undir belti. Ég var að klára mitt annað módelfitness mót núna en ég keppti í fyrsta skipti fyrir ári síðan. Þá komst ég ekki áfram í úrslit en vonaðist eftir því núna. Ég náði góðum bætingum frá síðasta móti og var ánægð með mitt form. Því miður þá tókst það ekki,“ segir hún.Myndir/Bent MarínóssonHver er lykill að góðu formi? „Það er að æfa rétt og borða rétt. Borða hollt og borða í samræmi við æfingar. Styrktarþjálfun og holl fæða mótar fallegan líkama,“ segir Ólafía.Myndir/Bent MarínóssonAð lokum. Hvert er þitt lífsmottó? „Gerðu það sem gerir þig hamingjusama er mitt mottó. Lífið er of stutt fyrir leiðindi. Þannig að ég ætla að halda áfram að fá mér tattú og gera tattú, mæta í ræktina, borða hnetusmjör og kyssa kærastann minn. Það eru hlutir sem veita mér hamingju.“
Tengdar fréttir Sjáðu kroppana æfa pósurnar Meðfylgjandi myndir voru teknar á pósunámskeiði fyrir Íslandsmótið IFBB sem fram fer á morgun og föstudaginn langa í Háskólabíó. 16. apríl 2014 15:45 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Sjáðu kroppana æfa pósurnar Meðfylgjandi myndir voru teknar á pósunámskeiði fyrir Íslandsmótið IFBB sem fram fer á morgun og föstudaginn langa í Háskólabíó. 16. apríl 2014 15:45