Guðmundur tekur við Breiðabliki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2014 08:43 Vísir/Getty Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. Willum Þór Þórsson verður aðstoðarþjálfari Guðmundar. Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þetta var staðfest. Þar segir enn fremur að Ólafur muni taka við þjálfun danska úrvalsdeildarfélagsins Nordsjælland frá og með 1. júlí næstkomandi. Ólafur mun stýra Breiðabliki til 2. júní en þá tekur Guðmundur við. Ólafur verður því á hliðarlínunni í fyrstu sex leikjum Blika í Pepsi-deildinni. Guðmundur, sem þjálfaði áður lið Selfoss, varð aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Blikum árið 2011. Hann var áður aðstoðarmaður Willums Þórs hjá Val og KR og á þar að auki langan feril að baki sem leikmaður.Yfirlýsing Breiðabliks: „Guðmundur Benediktsson mun taka við þjálfun karlaliðs Breiðabliks í Pepsi-deildinni í byrjun júní en frá og með 1. júlí mun Ólafur Kristjánsson taka við þjálfun FC Nordsjælland í dönsku A-deildinni. Guðmundur hefur verið aðstoðarþjálfari Ólafs frá 2011. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ólafi fyrir frábært samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ólafur mun stýra Breiðabliksliðinu til 2. júní. Fram að því mætir Breiðablik liðum FH, KR, Keflavíkur, Fjölnis, Fram og Stjörnunnar í Pepsi-deildinni. Á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, mætir Breiðablik FH í úrslitaleik Lengjubikarsins. Guðmundur Benediktsson hóf þjálfun á Selfossi eftir farsælan knattspyrnuferil með nokkrum félögum á Íslandi og í útlöndum og með íslenska landsliðinu. Hann varð aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki 2011. Willum Þór Þórsson verður Guðmundi til aðstoðar. Willum er fyrrum leikmaður Breiðabliks og vann til tvennra Íslandsmeistaratitla sem þjálfari KR og bikar- og Íslandsmeistaratitils með Val. Ólafur tók við Breiðabliksliðinu um mitt sumar 2006. Undir hans stjórn hefur liðið unnið sína stærstu sigra; bikarameistaratitilinn árið 2009 og Íslandsmeistaratitilinn 2010. Liðið hefur verið á meðal nokkurra bestu liða landsins alla tíð síðan og er ríkjandi Lengjubikarmeistari. Knattspyrnudeild Breiðabliks horfir á eftir Ólafi með söknuði um leið og deildin fagnar með honum þessu frábæra tækifæri sem honum býðst. Hann hefur leitt karlaliðið til stærstu sigra þess og undir hans stjórn hafa sprottið úr grasi framúrskarandi knattspyrnumenn sem standa sig frábærlega með Breiðabliksliðinu en ekki síður haslað sér völl í útlöndum. Knattspyrnudeild Breiðabliks er stolt af því.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. Willum Þór Þórsson verður aðstoðarþjálfari Guðmundar. Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þetta var staðfest. Þar segir enn fremur að Ólafur muni taka við þjálfun danska úrvalsdeildarfélagsins Nordsjælland frá og með 1. júlí næstkomandi. Ólafur mun stýra Breiðabliki til 2. júní en þá tekur Guðmundur við. Ólafur verður því á hliðarlínunni í fyrstu sex leikjum Blika í Pepsi-deildinni. Guðmundur, sem þjálfaði áður lið Selfoss, varð aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Blikum árið 2011. Hann var áður aðstoðarmaður Willums Þórs hjá Val og KR og á þar að auki langan feril að baki sem leikmaður.Yfirlýsing Breiðabliks: „Guðmundur Benediktsson mun taka við þjálfun karlaliðs Breiðabliks í Pepsi-deildinni í byrjun júní en frá og með 1. júlí mun Ólafur Kristjánsson taka við þjálfun FC Nordsjælland í dönsku A-deildinni. Guðmundur hefur verið aðstoðarþjálfari Ólafs frá 2011. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ólafi fyrir frábært samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ólafur mun stýra Breiðabliksliðinu til 2. júní. Fram að því mætir Breiðablik liðum FH, KR, Keflavíkur, Fjölnis, Fram og Stjörnunnar í Pepsi-deildinni. Á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, mætir Breiðablik FH í úrslitaleik Lengjubikarsins. Guðmundur Benediktsson hóf þjálfun á Selfossi eftir farsælan knattspyrnuferil með nokkrum félögum á Íslandi og í útlöndum og með íslenska landsliðinu. Hann varð aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki 2011. Willum Þór Þórsson verður Guðmundi til aðstoðar. Willum er fyrrum leikmaður Breiðabliks og vann til tvennra Íslandsmeistaratitla sem þjálfari KR og bikar- og Íslandsmeistaratitils með Val. Ólafur tók við Breiðabliksliðinu um mitt sumar 2006. Undir hans stjórn hefur liðið unnið sína stærstu sigra; bikarameistaratitilinn árið 2009 og Íslandsmeistaratitilinn 2010. Liðið hefur verið á meðal nokkurra bestu liða landsins alla tíð síðan og er ríkjandi Lengjubikarmeistari. Knattspyrnudeild Breiðabliks horfir á eftir Ólafi með söknuði um leið og deildin fagnar með honum þessu frábæra tækifæri sem honum býðst. Hann hefur leitt karlaliðið til stærstu sigra þess og undir hans stjórn hafa sprottið úr grasi framúrskarandi knattspyrnumenn sem standa sig frábærlega með Breiðabliksliðinu en ekki síður haslað sér völl í útlöndum. Knattspyrnudeild Breiðabliks er stolt af því.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56
BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52