Nýliðar Víkinga fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í gær þegar þeir unnu 2-1 sigur á Fram í Gervigrasvellinum í Laugardal.
Þetta var ekki aðeins fyrsti sigur Víkinga í sumar heldur fyrsti sigur liðsins á móti Reykjavíkurfélagi í efstu deild síðan um mitt sumar 2007.
Víkingar töpuðu 0-3 á móti Fjölni í fyrstu umferðinni og það var tólfti tapleikur liðsins í röð án móti Reykjavíkurfélagi í úrvalsdeild karla.
Síðasti sigur Víkinga á Reykjavíkurfélagi í úrvalsdeild fyrir sigurinn á Fram í gær var einmitt á móti Fram 25. júlí 2007 þar sem Sinisa Valdimar Kekic skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.
Síðustu leikir Víkinga á móti hinum Reykjavíkurfélögunum:
2014
8. maí - 2-1 sigur á Fram
4. maí - 0-3 tap fyrir Fjölni
2011
1. október - 1-2 tap fyrir Fram
18. september - 0-1 tap fyrir Val
11. september - 1-2 tap fyrir Fylki
7. ágúst - 2-3 tap fyrir KR
18. júlí - 0-1 tap fyrir Fram
26. júní - 1-2 tap fyrir Val
6. júní - 1-3 tap fyrir Fylki
11. maí - 0-2 tap fyrir KR
2007
2. september - 1-5 tap fyrir Val
16. ágúst - 0-1 tap fyrir KR
9. ágúst - 0-1 tap fyrir Fylki
25. júlí - 2-1 sigur á Fram
Loksins aftur sigur hjá Víkingi í Reykjavíkurslag

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Fram 2-1 | Fyrsti sigur Víkinga
Nýliðar Víkinga fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Fram í Reykjavíkurslag á Gervigrasinu í Laugardalnum.