Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Valur 1-1 | Jafnt í kuldanum í Grafarvogi Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fjölnisvelli skrifar 11. maí 2014 00:01 Fjalar með frábæra markvörslu í kvöld. vísir/daníel Fjölnir og Valur skildu jöfn 1-1 í Grafarvogi í fyrsta leik þriðju umferðar Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin voru skoruð seint í seinni hálfleik. Það var kalt í Grafarvogi og afskaplega fátt um fína drætti framan af leik. Valur beitti löngum sendingum fram völlinn og í fyrri hálfleik fékk liðið aðeins færi eftir föst leikatriði. Ekki gekk mikið betur hjá Fjölni en heimamenn reyndu að halda boltanum á jörðinni. Aron Sigurðarson slapp þó inn fyrir vörn Vals seint í fyrri hálfleik og hefði átt að skora, Þórir Guðjónsson fylgdi eftir og fékk enn betra færi en setti boltann yfir markið. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og var marklaust í hálfleik. Meira fjör var strax í upphafi seinni hálfleiks. Valur hélt áfram að dæla boltanum fram en var mun beinskeyttara í sínum aðgerðum og fékk dauðafæri sem Þórður varði vel áður en Fjölnir vildi fá vítaspyrnu eftir um klukkutíma leik en brotið var fært út fyrir teig af öðru leyti góðum dómara leiksins. Leikurinn opnaðist er leið á seinni hálfleikinn og þá sérstaklega eftir að Kolbeinn Kárason kom Val yfir þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Fjölnir hafði tíma til að jafna og fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn og eftir afskaplega dapran leik framan af vildu allir sem á horfðu að leikurinn hefði haldið lengur áfram því leikmenn náðu að skemmta áhorfendum í seinni hálfleik. Magnús: Sköpum nóg af færum til að vinna leikinn„Það var gríðarlega svekkjandi að missa þetta niður. Við lögðum allan þennan dugnað og kraft í leikinn á móti golunni og það þurfti svolítið til að spila boltanum, skapa okkur þessi færi og komast yfir,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals. „Ég hélt við gætum haldið þessu með að halda sama leik en svo datt einn bolti fyrir þá og svona er fótboltinn. Við erum að berjast við það allan leikinn að það detti fyrir okkur bolti í teignum en svo þurftu þeir bara einn. „Við vorum að spila okkar fyrsta grasleik og mér fannst við ráða illa við að láta boltann ganga. Við vorum að reyna og fengum eitthvað smá af færum í fyrri hálfleik en það var ekki nóg. Heilt yfir fannst mér þessi leikur ágætlega spilaður af okkar hálfu, sérstaklega seinni hálfleikurinn. „Við sköpuðum nóg af færum til að vinna leikinn en enn og aftur tókst það ekki, við gerðum það líka á móti Keflavík, það tókst ekki heldur þar og er vissulega áhyggjuefni,“ sagði Magnús. Valur er með fjögur stig eftir þrjá fyrstu leikina og auðvitað hefði Magnús viljað vera með fleiri stig. „Það er alltaf þannig, við hefðum helst viljað vera með 9 stig en við spiluðum að mínu viti ágætlega og við verðum að halda því áfram og ekkert að hengja haus. Auðvitað eru þetta leiðinleg úrslit að vinna ekki þegar þú ert betri aðilinn og skapar þér fleiri færi. „Við berum auðvitað virðingu fyrir toppliðinu, við vorum að spila við topplið,“ sagði Magnús. Ágúst: Hefðum getað klárað þetta„Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða. Ég er mjög sáttur við stigið á móti þeim,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis. „Við fengum besta færið í fyrri hálfleik eftir jafnræði. Við komum agaðir líka í seinni hálfleik og sköpuðum okkur bestu færin. „Þeir komast yfir og þá gerðum við sóknarbreytingu og uppskárum fljótlega mark. Svo var þetta vítateiga á milli í lokin og hefðum alveg getað klárað þetta. „Þeir eru með mjög hraða leikmenn sem við vildum loka á og það tókst mjög vel. Leikurinn opnaðist í lokin og það var mikil spenna,“ sagði Ágúst sem er mjög ánægður með uppskeruna eftir þrjá fyrstu leikina, sjö stig af níu mögulegum. „Við erum mjög sáttir við sjö stig og að vera taplausir. Við höldum áfram og fáum kærkomið viku frí núna. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við sýndum að við erum með stóran og breiðan hóp.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Fjölnir og Valur skildu jöfn 1-1 í Grafarvogi í fyrsta leik þriðju umferðar Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin voru skoruð seint í seinni hálfleik. Það var kalt í Grafarvogi og afskaplega fátt um fína drætti framan af leik. Valur beitti löngum sendingum fram völlinn og í fyrri hálfleik fékk liðið aðeins færi eftir föst leikatriði. Ekki gekk mikið betur hjá Fjölni en heimamenn reyndu að halda boltanum á jörðinni. Aron Sigurðarson slapp þó inn fyrir vörn Vals seint í fyrri hálfleik og hefði átt að skora, Þórir Guðjónsson fylgdi eftir og fékk enn betra færi en setti boltann yfir markið. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og var marklaust í hálfleik. Meira fjör var strax í upphafi seinni hálfleiks. Valur hélt áfram að dæla boltanum fram en var mun beinskeyttara í sínum aðgerðum og fékk dauðafæri sem Þórður varði vel áður en Fjölnir vildi fá vítaspyrnu eftir um klukkutíma leik en brotið var fært út fyrir teig af öðru leyti góðum dómara leiksins. Leikurinn opnaðist er leið á seinni hálfleikinn og þá sérstaklega eftir að Kolbeinn Kárason kom Val yfir þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Fjölnir hafði tíma til að jafna og fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn og eftir afskaplega dapran leik framan af vildu allir sem á horfðu að leikurinn hefði haldið lengur áfram því leikmenn náðu að skemmta áhorfendum í seinni hálfleik. Magnús: Sköpum nóg af færum til að vinna leikinn„Það var gríðarlega svekkjandi að missa þetta niður. Við lögðum allan þennan dugnað og kraft í leikinn á móti golunni og það þurfti svolítið til að spila boltanum, skapa okkur þessi færi og komast yfir,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals. „Ég hélt við gætum haldið þessu með að halda sama leik en svo datt einn bolti fyrir þá og svona er fótboltinn. Við erum að berjast við það allan leikinn að það detti fyrir okkur bolti í teignum en svo þurftu þeir bara einn. „Við vorum að spila okkar fyrsta grasleik og mér fannst við ráða illa við að láta boltann ganga. Við vorum að reyna og fengum eitthvað smá af færum í fyrri hálfleik en það var ekki nóg. Heilt yfir fannst mér þessi leikur ágætlega spilaður af okkar hálfu, sérstaklega seinni hálfleikurinn. „Við sköpuðum nóg af færum til að vinna leikinn en enn og aftur tókst það ekki, við gerðum það líka á móti Keflavík, það tókst ekki heldur þar og er vissulega áhyggjuefni,“ sagði Magnús. Valur er með fjögur stig eftir þrjá fyrstu leikina og auðvitað hefði Magnús viljað vera með fleiri stig. „Það er alltaf þannig, við hefðum helst viljað vera með 9 stig en við spiluðum að mínu viti ágætlega og við verðum að halda því áfram og ekkert að hengja haus. Auðvitað eru þetta leiðinleg úrslit að vinna ekki þegar þú ert betri aðilinn og skapar þér fleiri færi. „Við berum auðvitað virðingu fyrir toppliðinu, við vorum að spila við topplið,“ sagði Magnús. Ágúst: Hefðum getað klárað þetta„Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða. Ég er mjög sáttur við stigið á móti þeim,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis. „Við fengum besta færið í fyrri hálfleik eftir jafnræði. Við komum agaðir líka í seinni hálfleik og sköpuðum okkur bestu færin. „Þeir komast yfir og þá gerðum við sóknarbreytingu og uppskárum fljótlega mark. Svo var þetta vítateiga á milli í lokin og hefðum alveg getað klárað þetta. „Þeir eru með mjög hraða leikmenn sem við vildum loka á og það tókst mjög vel. Leikurinn opnaðist í lokin og það var mikil spenna,“ sagði Ágúst sem er mjög ánægður með uppskeruna eftir þrjá fyrstu leikina, sjö stig af níu mögulegum. „Við erum mjög sáttir við sjö stig og að vera taplausir. Við höldum áfram og fáum kærkomið viku frí núna. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við sýndum að við erum með stóran og breiðan hóp.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti