Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-19 | Haukar í lykilstöðu Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 10. maí 2014 00:01 Haukar eru komnir í lykilstöðu í einviginu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, en þeir unnu þriðja leik liðanna í dag, 26-18. Með sigrinum komust Haukarnir í 2-1 í einvíginu. Agnar Smári Jónsson skoraði fyrst mark leiksins fyrir ÍBV eftir tveggja mínútna leik. Liðin skiptust á að skora, en Haukarnir komust svo 4-2 yfir. Giedrius Morkunas byrjaði vel í marki heimamanna og varði hvert skotið á fætur öðru. Tjörvi Þorgeirsson kom svo Haukum í 5-2, en gestirnir bitu þá aðeins frá sér og jöfnuðu í 6-6 og svo aftur í 7-7. Þá kom svakalegur kafli frá heimamönnum og þeir skoruðu næstu fimm mörk úr öllum regnbogans litum. Aftur bitu svo gestirnir aðeins frá sér og Theodór Sigurbjörnsson minnkaði muninn í þrjú mörk úr vítakasti, þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Í hálfleik höfðu svo heimamenn fjögurra marka forystu, 14-10, og það var ljóst að á ramman reipan var að draga fyrir Eyjamenn í síðari hálfleik. Markverðir Eyjamanna höfðu einungis varið þrjú skot í fyrri hálfleik á meðan Giedrius Morkunas í marki Hauka hafði varið þrettán skot. Þar liggur mikill munur, en mörg hver færin sem Giedrius var að verja voru úr algjörum dauðafærum. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri og leikurinn virtist ætla vera jafn og skemmtilegur. Gestirnir skoruðu á 34. mínútu en síðan kom næsti mark ekki fyrr en níu mínútum síðar og þá höfðu Haukar breytt stöðunni úr 15-12 í 21-12. Þá var leik lokið. ÍBV náði aldrei að brúa bilið eftir það þrátt fyrir hetjulega baráttu. Stuðningsmenn beggja liða voru í fantaformi og mikill hiti var í húsinu. Lokatölur urðu svo sjö marka sigur Hauka, 26-19. Í heildina var leikur Hauka frábær í alla staði. Giedrius fór á kostum í markinu og varði hvert dauðafærið á fætur öðru, en hann endaði með tæplega 60% markvörslu. Sóknarleikurinn var einnig góður og þar voru margir sem stigu upp og áttu góðan leik Gestirnir voru oft á tíðum að fara illa með algjör dauðafæri. Á þessum markaþurrða kafla í upphafi síðari hálfleiks hefðu gestirnir getað komið sér inn í leikinn, en skutu annað hvort í Giedrius eða í markstangirnar. Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudag í Vestmannaeyjum og þá getur Haukaliðið tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV: Fannst það strangur dómur ,,Spilamennska okkar á löngum tímum í fyrri hálfleik og upphafi síðari hálfleiks gerðu út um þetta. Við vorum að spila okkur í færi, en við vorum að láta verja frá okkur," sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, við Vísi í leikslok. ,,Staðan var 14-10 í hálfleik. Við fáum vítakast og tvö dauðafæri til að minnka muninn, en hann varði bara allt saman. Mér fannst við dálítið brotna við það." Giedrius var að fara illa með ÍBV í þessum leik: ,,Hann var að gera það, klárlega. Hann varði mjög vel. Hann fór illa með okkur, en spilamennska okkar annars var ekki eins góð og við getum. Við getum viðurkennt það." ,,Við vorum að spila okkur í ágætis færi lengi vel og hefðum getað verið lengur inni í leiknum, en menn brotnuðu aðeins." Andri Heimir Friðriksson fékk beint rautt spjald undir lok leiksins og Arnar var ekki sammála þeirri ákvörðun: ,,Mér fannst það ekki sanngjarnt, ég skal vera alveg hreinskilinn. Ég ætla að horfa á það aftur og dæma það þá. Mér fannst það ekki verið í samræmi við það sem er búið að vera dæma í þessu einvígi og fannst það strangur dómur," sagði Arnar við Vísi í leikslok. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka: Fórum vel yfir andlega þáttinn ,,Við byrjuðum vel og leiðum allan leikinn. Við vorum þéttir og tilbúnir í það sem þurfti. Þeir eru með hörkulið eins og þeir hafa sýnt í allan vetur," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. ,,Við vorum flottir í dag. Sóknarleikurinn gekk vel upp og við skoruðum 26 mörk. Menn gáfu allt í þetta, liðsheildin var flott og hjartað og viljinn var til staðar." ,,Ég var virkilega ánægður með þennan leik hjá strákunum, eins fyrri hálfleikinn í Eyjum. Í seinni hálfleik þar misstu menn hausinn og við fórum vel yfir það fyrir þennan leik. ,,Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað breyttist á milli leikja. Við fórum vel yfir andlega þáttinn og við þurftum að vera klárir. Eyjamenn eru fastir fyrir og við erum það líka. Við máttum ekki gefa svona mikið eftir, eins og við gerðum í leik númer tvö þar sem við fleygjum góðri forystu frá okkur. Núna héldum við alltaf áfram." Eyjamenn voru oft á tíðum ósáttir með dómarana og aðspurður um það svaraði Patrekur: ,,Þú verður að spurja Eyjamenn að því. Ég sé um Hauka og þeir sjá um sitt," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Haukar eru komnir í lykilstöðu í einviginu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, en þeir unnu þriðja leik liðanna í dag, 26-18. Með sigrinum komust Haukarnir í 2-1 í einvíginu. Agnar Smári Jónsson skoraði fyrst mark leiksins fyrir ÍBV eftir tveggja mínútna leik. Liðin skiptust á að skora, en Haukarnir komust svo 4-2 yfir. Giedrius Morkunas byrjaði vel í marki heimamanna og varði hvert skotið á fætur öðru. Tjörvi Þorgeirsson kom svo Haukum í 5-2, en gestirnir bitu þá aðeins frá sér og jöfnuðu í 6-6 og svo aftur í 7-7. Þá kom svakalegur kafli frá heimamönnum og þeir skoruðu næstu fimm mörk úr öllum regnbogans litum. Aftur bitu svo gestirnir aðeins frá sér og Theodór Sigurbjörnsson minnkaði muninn í þrjú mörk úr vítakasti, þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Í hálfleik höfðu svo heimamenn fjögurra marka forystu, 14-10, og það var ljóst að á ramman reipan var að draga fyrir Eyjamenn í síðari hálfleik. Markverðir Eyjamanna höfðu einungis varið þrjú skot í fyrri hálfleik á meðan Giedrius Morkunas í marki Hauka hafði varið þrettán skot. Þar liggur mikill munur, en mörg hver færin sem Giedrius var að verja voru úr algjörum dauðafærum. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri og leikurinn virtist ætla vera jafn og skemmtilegur. Gestirnir skoruðu á 34. mínútu en síðan kom næsti mark ekki fyrr en níu mínútum síðar og þá höfðu Haukar breytt stöðunni úr 15-12 í 21-12. Þá var leik lokið. ÍBV náði aldrei að brúa bilið eftir það þrátt fyrir hetjulega baráttu. Stuðningsmenn beggja liða voru í fantaformi og mikill hiti var í húsinu. Lokatölur urðu svo sjö marka sigur Hauka, 26-19. Í heildina var leikur Hauka frábær í alla staði. Giedrius fór á kostum í markinu og varði hvert dauðafærið á fætur öðru, en hann endaði með tæplega 60% markvörslu. Sóknarleikurinn var einnig góður og þar voru margir sem stigu upp og áttu góðan leik Gestirnir voru oft á tíðum að fara illa með algjör dauðafæri. Á þessum markaþurrða kafla í upphafi síðari hálfleiks hefðu gestirnir getað komið sér inn í leikinn, en skutu annað hvort í Giedrius eða í markstangirnar. Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudag í Vestmannaeyjum og þá getur Haukaliðið tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV: Fannst það strangur dómur ,,Spilamennska okkar á löngum tímum í fyrri hálfleik og upphafi síðari hálfleiks gerðu út um þetta. Við vorum að spila okkur í færi, en við vorum að láta verja frá okkur," sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, við Vísi í leikslok. ,,Staðan var 14-10 í hálfleik. Við fáum vítakast og tvö dauðafæri til að minnka muninn, en hann varði bara allt saman. Mér fannst við dálítið brotna við það." Giedrius var að fara illa með ÍBV í þessum leik: ,,Hann var að gera það, klárlega. Hann varði mjög vel. Hann fór illa með okkur, en spilamennska okkar annars var ekki eins góð og við getum. Við getum viðurkennt það." ,,Við vorum að spila okkur í ágætis færi lengi vel og hefðum getað verið lengur inni í leiknum, en menn brotnuðu aðeins." Andri Heimir Friðriksson fékk beint rautt spjald undir lok leiksins og Arnar var ekki sammála þeirri ákvörðun: ,,Mér fannst það ekki sanngjarnt, ég skal vera alveg hreinskilinn. Ég ætla að horfa á það aftur og dæma það þá. Mér fannst það ekki verið í samræmi við það sem er búið að vera dæma í þessu einvígi og fannst það strangur dómur," sagði Arnar við Vísi í leikslok. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka: Fórum vel yfir andlega þáttinn ,,Við byrjuðum vel og leiðum allan leikinn. Við vorum þéttir og tilbúnir í það sem þurfti. Þeir eru með hörkulið eins og þeir hafa sýnt í allan vetur," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. ,,Við vorum flottir í dag. Sóknarleikurinn gekk vel upp og við skoruðum 26 mörk. Menn gáfu allt í þetta, liðsheildin var flott og hjartað og viljinn var til staðar." ,,Ég var virkilega ánægður með þennan leik hjá strákunum, eins fyrri hálfleikinn í Eyjum. Í seinni hálfleik þar misstu menn hausinn og við fórum vel yfir það fyrir þennan leik. ,,Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað breyttist á milli leikja. Við fórum vel yfir andlega þáttinn og við þurftum að vera klárir. Eyjamenn eru fastir fyrir og við erum það líka. Við máttum ekki gefa svona mikið eftir, eins og við gerðum í leik númer tvö þar sem við fleygjum góðri forystu frá okkur. Núna héldum við alltaf áfram." Eyjamenn voru oft á tíðum ósáttir með dómarana og aðspurður um það svaraði Patrekur: ,,Þú verður að spurja Eyjamenn að því. Ég sé um Hauka og þeir sjá um sitt," sagði Patrekur við Vísi í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira