Viðskipti innlent

„Þetta er mál sem ekki er hægt að láta dragast“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
„Þetta er mál sem ekki er hægt að láta dragast,“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í þætti Páls Magnússonar, Návígi, á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gær um yfirlýsingu ríkisskattstjóra um frestun umsóknaferlis skuldaniðurfærsla.

Ríkisskattstjóri sagði í gær að endurskoða þurfi tímasetningu á gildistöku laga um verðtryggingu verðtryggðra húsnæðislána. Gert var ráð fyrir því að landsmenn, sem frumvarpið nær til, myndu geta sótt um niðurfellingu þann 15. maí. Ríkisskattstjóri segir þá dagsetningu ekki raunhæfa.

Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, sagði í gær að umsóknarferlið myndi líklega tefjast um nokkra daga.  Ferlinu hafi seinkað þar sem aðgerðin hafi verið tæknilega flóknari en gert var ráð fyrir í upphafi. Nú sé von á því að það opni fyrir umsóknir síðustu vikuna í maí.

„Ég sé ekki annað en að hann geti verið tilbúinn með þetta 15. maí og hann verður eiginlega að gera það. Jafnvel þó það þýði yfirvinnu, þó fólk þurfi að vinna fram yfir miðnætti og um helgar,“ segir Sigmundur og bætir við að ef þurfi geti ríkisskattstjóri fjölgað starfsfólki tímabundið. Því verði allra leiða leitað svo hægt verði að opna fyrir umsóknir á tíma.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×