Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 3-0 | Miklir yfirburðir hjá FH Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 8. maí 2014 09:48 Vísir/Valli FH skellti Fylki 3-0 á heimavelli sínum Kaplakrika í kvöld í annarri umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Yfirburðir FH voru miklir í leiknum og hefði liðið getað unnið enn stærri sigur. Fylkir fékk fyrsta færi leiksins strax á fyrstu mínútunni en eftir það sá liðið varla til sólar í leiknum. FH hafði miklar yfirburði alls staðar á vellinum. Miðjan hjá FH stjórnaði leiknum, vörnin lenti aldrei í vandræðum og í sókninni fékk liðið mikinn fjölda færa og hefðu á góðum degi með grasið í betra standi auðveldlega skorað fleiri mörk. Hvergi var veikan blett að finna í liði FH en veikleikar víða í liði Fylkis. Erlendir leikmenn liðsins virka bæði lélegir og latir og bíður Ásmundar Arnarssonar þjálfara liðsins mikið verk að fá liðið til að leika betur og sem lið. Ekkert lið hefur fallið í annarri umferð og því skal ekki afskrifa Fylki strax en ákaflega mikið vantar í liðið, sérstaklega fram á við, til að líklegt geti talist að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Taka þarf inn í myndina að Fylkir var að leika gegn mjög öflugu FH-liði og við erfiðar aðstæður. Völlurinn var blautur og laus í sér en það bitnaði ekki síður á FH sem reynir ávallt að spila boltanum á jörðinni. Kristján Gauti: Hefðum getað sett fleiriKristján Gauti Emilsson var besti leikmaður FH í kvöld, í mjög jöfnu og sterku liði en hann er með báða fætur kyrfilega fasta á jörðinni þrátt fyrir auðveldan sigur í kvöld. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við byrjuðum hrikalega vel í fyrri hálfleik og settum á þá gott mark. Síðan misstum við aðeins dampinn en tókst að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Kristján Gauti býsna hógvær. „Við reyndum að spila góðan fótbolta og tókst það í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleik. Við fengum mörg færi og hefðum getað sett fleiri mörk. „Við vorum þéttir fyrir aftan og börðumst vel. Við hleyptum þeim ekki í nein færi. „Ég er þokkalega sáttur við sjálfan mig og markið en ég veit að ég get gert betur,“ sagði framherjinn ungi um sína frammistöðu að lokum. Tómas Joð: Hræddur við að koma með afsakanir„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég er mjög hræddur við að koma með afsakanir því það var farið svo illa með Baldur Sig vin minn,“ sagði Tómas Joð Þorsteinsson eftir frammistöðu Fylkis í kvöld. „Ég get sagt að við erum með mikið betra lið heldur en þetta. Við erum nægjanlega ábyrgðarfullir til að axla ábyrgð á þessu. Þetta er okkar tap. „Við leikmennirnir sem vorum þarna inni á og liðið ætlar að sýna í næstu leikjum að við erum miklu betri en þetta,“ sagði Tómas. Fylkir fékk fá færi gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og liðinu gekk enn verr fram á við í kvöld. Fylkismenn hljóta að hafa áhyggjur af sóknarleiknum. „Það er vissulega áhyggjuefni. Við fengum einhver hálffæri gegn Stjörnunni en þetta er þáttur sem við þurfum að vinna í,“ sagði Tómas Joð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
FH skellti Fylki 3-0 á heimavelli sínum Kaplakrika í kvöld í annarri umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Yfirburðir FH voru miklir í leiknum og hefði liðið getað unnið enn stærri sigur. Fylkir fékk fyrsta færi leiksins strax á fyrstu mínútunni en eftir það sá liðið varla til sólar í leiknum. FH hafði miklar yfirburði alls staðar á vellinum. Miðjan hjá FH stjórnaði leiknum, vörnin lenti aldrei í vandræðum og í sókninni fékk liðið mikinn fjölda færa og hefðu á góðum degi með grasið í betra standi auðveldlega skorað fleiri mörk. Hvergi var veikan blett að finna í liði FH en veikleikar víða í liði Fylkis. Erlendir leikmenn liðsins virka bæði lélegir og latir og bíður Ásmundar Arnarssonar þjálfara liðsins mikið verk að fá liðið til að leika betur og sem lið. Ekkert lið hefur fallið í annarri umferð og því skal ekki afskrifa Fylki strax en ákaflega mikið vantar í liðið, sérstaklega fram á við, til að líklegt geti talist að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Taka þarf inn í myndina að Fylkir var að leika gegn mjög öflugu FH-liði og við erfiðar aðstæður. Völlurinn var blautur og laus í sér en það bitnaði ekki síður á FH sem reynir ávallt að spila boltanum á jörðinni. Kristján Gauti: Hefðum getað sett fleiriKristján Gauti Emilsson var besti leikmaður FH í kvöld, í mjög jöfnu og sterku liði en hann er með báða fætur kyrfilega fasta á jörðinni þrátt fyrir auðveldan sigur í kvöld. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við byrjuðum hrikalega vel í fyrri hálfleik og settum á þá gott mark. Síðan misstum við aðeins dampinn en tókst að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Kristján Gauti býsna hógvær. „Við reyndum að spila góðan fótbolta og tókst það í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleik. Við fengum mörg færi og hefðum getað sett fleiri mörk. „Við vorum þéttir fyrir aftan og börðumst vel. Við hleyptum þeim ekki í nein færi. „Ég er þokkalega sáttur við sjálfan mig og markið en ég veit að ég get gert betur,“ sagði framherjinn ungi um sína frammistöðu að lokum. Tómas Joð: Hræddur við að koma með afsakanir„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég er mjög hræddur við að koma með afsakanir því það var farið svo illa með Baldur Sig vin minn,“ sagði Tómas Joð Þorsteinsson eftir frammistöðu Fylkis í kvöld. „Ég get sagt að við erum með mikið betra lið heldur en þetta. Við erum nægjanlega ábyrgðarfullir til að axla ábyrgð á þessu. Þetta er okkar tap. „Við leikmennirnir sem vorum þarna inni á og liðið ætlar að sýna í næstu leikjum að við erum miklu betri en þetta,“ sagði Tómas. Fylkir fékk fá færi gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og liðinu gekk enn verr fram á við í kvöld. Fylkismenn hljóta að hafa áhyggjur af sóknarleiknum. „Það er vissulega áhyggjuefni. Við fengum einhver hálffæri gegn Stjörnunni en þetta er þáttur sem við þurfum að vinna í,“ sagði Tómas Joð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti