Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 3-0 | Miklir yfirburðir hjá FH Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 8. maí 2014 09:48 Vísir/Valli FH skellti Fylki 3-0 á heimavelli sínum Kaplakrika í kvöld í annarri umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Yfirburðir FH voru miklir í leiknum og hefði liðið getað unnið enn stærri sigur. Fylkir fékk fyrsta færi leiksins strax á fyrstu mínútunni en eftir það sá liðið varla til sólar í leiknum. FH hafði miklar yfirburði alls staðar á vellinum. Miðjan hjá FH stjórnaði leiknum, vörnin lenti aldrei í vandræðum og í sókninni fékk liðið mikinn fjölda færa og hefðu á góðum degi með grasið í betra standi auðveldlega skorað fleiri mörk. Hvergi var veikan blett að finna í liði FH en veikleikar víða í liði Fylkis. Erlendir leikmenn liðsins virka bæði lélegir og latir og bíður Ásmundar Arnarssonar þjálfara liðsins mikið verk að fá liðið til að leika betur og sem lið. Ekkert lið hefur fallið í annarri umferð og því skal ekki afskrifa Fylki strax en ákaflega mikið vantar í liðið, sérstaklega fram á við, til að líklegt geti talist að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Taka þarf inn í myndina að Fylkir var að leika gegn mjög öflugu FH-liði og við erfiðar aðstæður. Völlurinn var blautur og laus í sér en það bitnaði ekki síður á FH sem reynir ávallt að spila boltanum á jörðinni. Kristján Gauti: Hefðum getað sett fleiriKristján Gauti Emilsson var besti leikmaður FH í kvöld, í mjög jöfnu og sterku liði en hann er með báða fætur kyrfilega fasta á jörðinni þrátt fyrir auðveldan sigur í kvöld. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við byrjuðum hrikalega vel í fyrri hálfleik og settum á þá gott mark. Síðan misstum við aðeins dampinn en tókst að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Kristján Gauti býsna hógvær. „Við reyndum að spila góðan fótbolta og tókst það í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleik. Við fengum mörg færi og hefðum getað sett fleiri mörk. „Við vorum þéttir fyrir aftan og börðumst vel. Við hleyptum þeim ekki í nein færi. „Ég er þokkalega sáttur við sjálfan mig og markið en ég veit að ég get gert betur,“ sagði framherjinn ungi um sína frammistöðu að lokum. Tómas Joð: Hræddur við að koma með afsakanir„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég er mjög hræddur við að koma með afsakanir því það var farið svo illa með Baldur Sig vin minn,“ sagði Tómas Joð Þorsteinsson eftir frammistöðu Fylkis í kvöld. „Ég get sagt að við erum með mikið betra lið heldur en þetta. Við erum nægjanlega ábyrgðarfullir til að axla ábyrgð á þessu. Þetta er okkar tap. „Við leikmennirnir sem vorum þarna inni á og liðið ætlar að sýna í næstu leikjum að við erum miklu betri en þetta,“ sagði Tómas. Fylkir fékk fá færi gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og liðinu gekk enn verr fram á við í kvöld. Fylkismenn hljóta að hafa áhyggjur af sóknarleiknum. „Það er vissulega áhyggjuefni. Við fengum einhver hálffæri gegn Stjörnunni en þetta er þáttur sem við þurfum að vinna í,“ sagði Tómas Joð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjá meira
FH skellti Fylki 3-0 á heimavelli sínum Kaplakrika í kvöld í annarri umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Yfirburðir FH voru miklir í leiknum og hefði liðið getað unnið enn stærri sigur. Fylkir fékk fyrsta færi leiksins strax á fyrstu mínútunni en eftir það sá liðið varla til sólar í leiknum. FH hafði miklar yfirburði alls staðar á vellinum. Miðjan hjá FH stjórnaði leiknum, vörnin lenti aldrei í vandræðum og í sókninni fékk liðið mikinn fjölda færa og hefðu á góðum degi með grasið í betra standi auðveldlega skorað fleiri mörk. Hvergi var veikan blett að finna í liði FH en veikleikar víða í liði Fylkis. Erlendir leikmenn liðsins virka bæði lélegir og latir og bíður Ásmundar Arnarssonar þjálfara liðsins mikið verk að fá liðið til að leika betur og sem lið. Ekkert lið hefur fallið í annarri umferð og því skal ekki afskrifa Fylki strax en ákaflega mikið vantar í liðið, sérstaklega fram á við, til að líklegt geti talist að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Taka þarf inn í myndina að Fylkir var að leika gegn mjög öflugu FH-liði og við erfiðar aðstæður. Völlurinn var blautur og laus í sér en það bitnaði ekki síður á FH sem reynir ávallt að spila boltanum á jörðinni. Kristján Gauti: Hefðum getað sett fleiriKristján Gauti Emilsson var besti leikmaður FH í kvöld, í mjög jöfnu og sterku liði en hann er með báða fætur kyrfilega fasta á jörðinni þrátt fyrir auðveldan sigur í kvöld. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við byrjuðum hrikalega vel í fyrri hálfleik og settum á þá gott mark. Síðan misstum við aðeins dampinn en tókst að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Kristján Gauti býsna hógvær. „Við reyndum að spila góðan fótbolta og tókst það í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleik. Við fengum mörg færi og hefðum getað sett fleiri mörk. „Við vorum þéttir fyrir aftan og börðumst vel. Við hleyptum þeim ekki í nein færi. „Ég er þokkalega sáttur við sjálfan mig og markið en ég veit að ég get gert betur,“ sagði framherjinn ungi um sína frammistöðu að lokum. Tómas Joð: Hræddur við að koma með afsakanir„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég er mjög hræddur við að koma með afsakanir því það var farið svo illa með Baldur Sig vin minn,“ sagði Tómas Joð Þorsteinsson eftir frammistöðu Fylkis í kvöld. „Ég get sagt að við erum með mikið betra lið heldur en þetta. Við erum nægjanlega ábyrgðarfullir til að axla ábyrgð á þessu. Þetta er okkar tap. „Við leikmennirnir sem vorum þarna inni á og liðið ætlar að sýna í næstu leikjum að við erum miklu betri en þetta,“ sagði Tómas. Fylkir fékk fá færi gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og liðinu gekk enn verr fram á við í kvöld. Fylkismenn hljóta að hafa áhyggjur af sóknarleiknum. „Það er vissulega áhyggjuefni. Við fengum einhver hálffæri gegn Stjörnunni en þetta er þáttur sem við þurfum að vinna í,“ sagði Tómas Joð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjá meira