ÍBV kastaði frá sér sigrinum Ásvöllum | Ekkert mark síðustu 7 mínúturnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2014 14:00 Kolbeinn Ingibjargarson varði vel á lokamínútunum en þurfti engu að síður að hirða boltann þrisvar úr netinu. Vísir/Vilhelm Haukar fögnuðu sigri á ÍBV, 29-28, í mögnuðum fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi og eru 1-0 yfir í einvíginu en leikur tvö fer fram í Vestmannaeyjum. „Það var í raun og veru okkar klúður sem urðu til þess að við fengum ekki meira út úr þessum leik. Það er dýrt að klikka á þessum dauðafærum í lokin,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi. Arnar lýgur engu því Eyjamenn geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið forystu í einvíginu á heimavelli deildar- og bikarmeistaranna. ÍBV komst tveimur mörkum yfir, 26-28, þegar sex mínútur og 50 sekúndur voru eftir af leiknum en köstuðu leiknum svo frá sér. Bókstaflega. Eyjamenn skoruðu ekki mark það sem eftir lifði leiks en fengu á sig þrjú og töpuðu leiknum.Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmarkið fyrir Hauka með óáreittu skoti fyrir utan punktalínu.Vísir/VilhelmHeppnin var í liði með Haukum því Árni Steinn Steinþórsson minnkaði muninn í 27-28 þegar enn voru rétt rúmar sex mínútur eftir af leiknum. Skot hans var varið af Kolbeini Ingibjargarsyni í markinu en hann fékk boltann aftur í sig og svo lak hann yfir línuna.Magnús Stefánsson gaf boltann í hendur Hauka í næstu sókn Eyjamanna, Kolbeinn varði svo í tvígang frá Haukunum eftir það en hinum megin varði Giedrius Morkunas sirkustilraun Eyjamanna. Tvær sóknir farnar forgörðum hjá gestunum. Áfram héldu Eyjamenn að gera sér óleik en Guðni Ingvarsson fékk fyrstu brottvísun gestanna eftir 56 mínútur og tíu sekúndur. Haukarnir nýttu sér liðsmuninn og Jón Þorbjörn Jóhannsson jafnaði metin, 28-28, með marki af línunni eftir fallega sendingu Árna Steins. Þarna voru tæpar fjórar mínútur eftir og ákvað Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, þá að taka Róbert Aron Hostert, leikstjórnanda ÍBV, úr umferð. Hann sá ekki eftir þeirri ákvörðun.Andri Heimir Friðriksson brenndi af dauðafæri þegar 30 sekúndur voru eftir.Vísir/VilhelmSóknarleikur ÍBV var ekki góður með Róbert úr spilinu í næstu tveimur sóknum og reyndi fyrst Agnar Smári Jónsson slakt skot úr erfiðu færi og svo Magnús Stefánsson. Bæði skotin greip Morkunas í markinu og fjórar sóknir farnar í súginn hjá ÍBV. Staðan áfram, 28-28. Þegar ein mínúta og 13 sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Sigurbergur Sveinsson sigurmarkið með skoti af níu metrum sem söng í netinu. Staðan 29-28 en áfram nægur tími fyrir ÍBV að jafna. Þjálfarar ÍBV tóku leikhlé og lögðu upp leikkerfi sem heppnaðist fullkomlega. Loksins tókst Eyjamönnum að brjóta frábæra vörn Hauka á bak aftur en Andri Heimir Friðriksson gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann skaut langt framhjá úr dauðafæri, einn á móti Morkunas. Þá voru aðeins 36 sekúndur eftir. Eyjamenn hálfpartinn hleyptu Elíasi Má Halldórssyni í gegn til að reyna að fá boltann aftur og það heppnaðist. Kolbeinn varði úr dauðafæri en honum gekk illa að koma boltanum í leik og hafnaði sending hans fram völlinn í höndum varamanna Hauka fyrir utan hliðarlínuna. Leik lokið.Að taka Róbert Aron úr umferð neyddi Eyjamenn í tvö erfið skot sem Morkunas varði.Vísir/VilhelmHaukar skelltu sem sagt í lás síðustu sjö mínúturnar og fengu ekki á sig mark en skoruðu þrjú mörk úr sex sóknum. Að auki fékk liðið þrjú dauðafæri til viðbótar sem Kolbeinn varði þannig sigurinn hefði ekki þurft að vera svona tæpur þegar uppi var staðið. Hinum megin skoraði ÍBV ekki mark í fimm sóknum á síðustu sjö mínútunum. Sendingarfeill, varin sirkusmarkstilraun, tvö slök skot fyrir utan og eitt dauðafæri sem fór forgörðum gerði út um sigurvonir liðsins. Það eru þessi litlu atriði sem Eyjamenn þurfa að fínpússa fyrir næsta leik. Upptöku af leiknum má sjá á vef RÚV en atburðarásin sem hér er farið yfir hefst á 95:00.Sóknarnýting ÍBV síðustu sjö mínúturnar: Sóknir: 5 (0 mörk) Óáreitt skot fyrir utan: Engin Skot úr erfiðri stöðu: 2 (0) Dauðafæri: 2 (0) Tæknifeilar: 1 (Misheppnuð sending)Sóknarnýting Hauka síðustu sjö mínúturnar: Sóknir: 6 (3 mörk) Óáreitt skot fyrir utan: 2 (2) Skot úr erfiðri stöðu: 1 (0) Dauðafæri: 3 (1) Tæknifeilar: Engir Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 29-28 | Haukar mörðu háspennuleik Haukar lögðu ÍBV 29-28 í háspennuleik á heimavelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 15-15 en úrslitin réðust í síðustu sókn leiksins. 5. maí 2014 15:01 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Haukar fögnuðu sigri á ÍBV, 29-28, í mögnuðum fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi og eru 1-0 yfir í einvíginu en leikur tvö fer fram í Vestmannaeyjum. „Það var í raun og veru okkar klúður sem urðu til þess að við fengum ekki meira út úr þessum leik. Það er dýrt að klikka á þessum dauðafærum í lokin,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi. Arnar lýgur engu því Eyjamenn geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið forystu í einvíginu á heimavelli deildar- og bikarmeistaranna. ÍBV komst tveimur mörkum yfir, 26-28, þegar sex mínútur og 50 sekúndur voru eftir af leiknum en köstuðu leiknum svo frá sér. Bókstaflega. Eyjamenn skoruðu ekki mark það sem eftir lifði leiks en fengu á sig þrjú og töpuðu leiknum.Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmarkið fyrir Hauka með óáreittu skoti fyrir utan punktalínu.Vísir/VilhelmHeppnin var í liði með Haukum því Árni Steinn Steinþórsson minnkaði muninn í 27-28 þegar enn voru rétt rúmar sex mínútur eftir af leiknum. Skot hans var varið af Kolbeini Ingibjargarsyni í markinu en hann fékk boltann aftur í sig og svo lak hann yfir línuna.Magnús Stefánsson gaf boltann í hendur Hauka í næstu sókn Eyjamanna, Kolbeinn varði svo í tvígang frá Haukunum eftir það en hinum megin varði Giedrius Morkunas sirkustilraun Eyjamanna. Tvær sóknir farnar forgörðum hjá gestunum. Áfram héldu Eyjamenn að gera sér óleik en Guðni Ingvarsson fékk fyrstu brottvísun gestanna eftir 56 mínútur og tíu sekúndur. Haukarnir nýttu sér liðsmuninn og Jón Þorbjörn Jóhannsson jafnaði metin, 28-28, með marki af línunni eftir fallega sendingu Árna Steins. Þarna voru tæpar fjórar mínútur eftir og ákvað Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, þá að taka Róbert Aron Hostert, leikstjórnanda ÍBV, úr umferð. Hann sá ekki eftir þeirri ákvörðun.Andri Heimir Friðriksson brenndi af dauðafæri þegar 30 sekúndur voru eftir.Vísir/VilhelmSóknarleikur ÍBV var ekki góður með Róbert úr spilinu í næstu tveimur sóknum og reyndi fyrst Agnar Smári Jónsson slakt skot úr erfiðu færi og svo Magnús Stefánsson. Bæði skotin greip Morkunas í markinu og fjórar sóknir farnar í súginn hjá ÍBV. Staðan áfram, 28-28. Þegar ein mínúta og 13 sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Sigurbergur Sveinsson sigurmarkið með skoti af níu metrum sem söng í netinu. Staðan 29-28 en áfram nægur tími fyrir ÍBV að jafna. Þjálfarar ÍBV tóku leikhlé og lögðu upp leikkerfi sem heppnaðist fullkomlega. Loksins tókst Eyjamönnum að brjóta frábæra vörn Hauka á bak aftur en Andri Heimir Friðriksson gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann skaut langt framhjá úr dauðafæri, einn á móti Morkunas. Þá voru aðeins 36 sekúndur eftir. Eyjamenn hálfpartinn hleyptu Elíasi Má Halldórssyni í gegn til að reyna að fá boltann aftur og það heppnaðist. Kolbeinn varði úr dauðafæri en honum gekk illa að koma boltanum í leik og hafnaði sending hans fram völlinn í höndum varamanna Hauka fyrir utan hliðarlínuna. Leik lokið.Að taka Róbert Aron úr umferð neyddi Eyjamenn í tvö erfið skot sem Morkunas varði.Vísir/VilhelmHaukar skelltu sem sagt í lás síðustu sjö mínúturnar og fengu ekki á sig mark en skoruðu þrjú mörk úr sex sóknum. Að auki fékk liðið þrjú dauðafæri til viðbótar sem Kolbeinn varði þannig sigurinn hefði ekki þurft að vera svona tæpur þegar uppi var staðið. Hinum megin skoraði ÍBV ekki mark í fimm sóknum á síðustu sjö mínútunum. Sendingarfeill, varin sirkusmarkstilraun, tvö slök skot fyrir utan og eitt dauðafæri sem fór forgörðum gerði út um sigurvonir liðsins. Það eru þessi litlu atriði sem Eyjamenn þurfa að fínpússa fyrir næsta leik. Upptöku af leiknum má sjá á vef RÚV en atburðarásin sem hér er farið yfir hefst á 95:00.Sóknarnýting ÍBV síðustu sjö mínúturnar: Sóknir: 5 (0 mörk) Óáreitt skot fyrir utan: Engin Skot úr erfiðri stöðu: 2 (0) Dauðafæri: 2 (0) Tæknifeilar: 1 (Misheppnuð sending)Sóknarnýting Hauka síðustu sjö mínúturnar: Sóknir: 6 (3 mörk) Óáreitt skot fyrir utan: 2 (2) Skot úr erfiðri stöðu: 1 (0) Dauðafæri: 3 (1) Tæknifeilar: Engir
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 29-28 | Haukar mörðu háspennuleik Haukar lögðu ÍBV 29-28 í háspennuleik á heimavelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 15-15 en úrslitin réðust í síðustu sókn leiksins. 5. maí 2014 15:01 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 29-28 | Haukar mörðu háspennuleik Haukar lögðu ÍBV 29-28 í háspennuleik á heimavelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 15-15 en úrslitin réðust í síðustu sókn leiksins. 5. maí 2014 15:01