Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 29-28 | Haukar mörðu háspennuleik Guðmundur Marinó Ingvarsson í Schenkerhöllinni skrifar 5. maí 2014 15:01 Haukar lögðu ÍBV 29-28 í háspennuleik á heimavelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 15-15 en úrslitin réðust í síðustu sókn leiksins. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Oft vill hægjast á leikjum þegar líður á úrslitakeppnir því höfuð áhersla er lögð á varnarleik og stutt er á milli leikja. Það gerðist ekki í kvöld. Gríðarlegur hraði var í leiknum og keyrðu bæði lið hraðaupphlaup og hraða miðju við nánast hvert tækifæri, sérstaklega framan af. Fyrir vikið töpuðu liðin boltanum oft og var mikið skorað. Haukar léku góða vörn framan af fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu. Vörn ÍBV sem hefur verið mjög öflug var hvergi sjáanleg fyrr en leið á fyrri hálfleikinn og þegar hún fór að ganga betur náði ÍBV að vinna upp forskotið og jafna metin fyrir hálfleik, 15-15. Jafnt var á nánast öllum tölum í seinni hálfleik og skiptust liðin á að sækja. Aðeins dró úr hraðanum sem liðin keyrðu þó upp á köflum. Bæði lið geta leikið betri varnarleik en sóknarleikur Hauka hikstaði þó sérstaklega seinni hluta leiksins en vendipunkturinn var þegar Guðni Ingvarsson fékk einu brottvísun ÍBV í leiknum þremur mínútum fyrir leikslok og ÍBV einu marki yfir 28-27. Haukar nýttu liðsmuninn vel og skoruðu tvö síðustu mörk leiksins en ÍBV fékk sannkölluð dauðafæri til að koma leiknum að minnsta kosti í framlengingu. Hraðinn og spennan í leiknum lofar góðu fyrir framhaldið auk þess sem stemningin í húsinu var gríðarleg. Sérstaklega skal hrós stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu og hoppuðu allan leikinn og bjuggu til mikil læti þó þeir væru töluvert færri en stuðningsmenn heimaliðsins. Haukar eru 1-0 yfir í einvíginu en annar leikurinn liðanna verður leikinn í Vestamannaeyjum á fimmtudaginn klukkan 19:45. Patrekur: Þurfum að spila betur„Þetta var eins og þetta á að vera þó maður óski sér sem þjálfari að þetta sé öruggara,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem var létt í leikslok eftir erfiðan leik. „Við vorum ekki að gera hlutina eins og við ætluðum okkur oft á tíðum í leiknum en menn gáfust aldrei upp og héldu áfram. „Við höfðum trú á þessu allan tímann sem er númer eitt, tvö og þrjú. Haukum hefur ekki gengið vel í þessum fyrstu leikjum síðustu ár. Við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH en nú komumst við yfir þann hjalla og við ætlum að byggja á því. „Við komumst í 11-7 en þá fannst mér við aðeins slaka á. Það má ekki slaka á á móti ÍBV. Við vorum að spila þá sundur og saman hérna framan af en síðan um leið og við förum að spila inn á þeirra styrk í vörninni þá lendum við í vandræðum. „Við þurfum að spila betur. ÍBV er gott lið og þetta eru tvö bestu liðin á landinu og það mátti alveg búast við því að þeir myndu gera góða hluti líka. „Þetta var erfitt en það er 1-0 og það er það sem telur,“ sagði Patrekur sem vildi ekkert tjá sig dómgæsluna í dag þó hann hafi virst ósáttur á löngum köflum á meðan leiknum stóð við störf Hafsteins og Gísla sem voru nokkuð langt frá sínum besta degi. „Það þýðir lítið að tala um dómgæsluna. Þetta er eitt okkar besta par. Auðvitað er hægt að kíkja á það en ég þarf að kíkja á það, kannski hafa þeir bara rétt fyrir sér, þessir ágætu menn.“ Arnar: Ekki síðri en Haukarnir„Það var í raun og veru okkar klúður sem urðu til þess að við fengum ekki meira út úr þessum leik. Það er dýrt að klikka á þessum dauðafærum í lokin,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara ÍBV eftir leikinn. „Við fengum færið sem við vildum en það fór yfir. Við fengum líka færi í sókninni á undan. Það er ekki bara síðasta færið sem fór með þetta. Við fengum fleiri færi í sóknunum á undan. „Það er bullandi kraftur í liðinu. Við höfum verið að lenda undir en komum alltaf til baka. Mér fannst undirliggjandi stress í mínum mönnum í fyrri hálfleik. Það voru aukakíló á mönnum í upphafi og það er eðlilegt en um leið og við náum okkar takti og okkar leik þá erum við ekki síðri en Haukarnir. „Við spiluðum þetta upp í hendurnar á okkur. Við vorum góðir og lékum þetta upp í hendurnar á okkur sjálfum. Við áttum að klára þetta,“ sagði Arnar svekktur með úrslit leiksins. Elías: Myndi vilja hafa einhverja bera að ofan hinum megin líka„Við vorum ekkert að gera okkur þetta auðvelt fannst mér. Við vorum fastir fyrir í vörninni í byrjun og komumst í 11-7 og þá förum við að skjóta ótímabærum skotum og vorum kærulausir í vörninni. Við náum ekki takti eftir það og þetta hrekkur fyrir okkur í restina,“ sagði Elías Már Halldórsson hægri hornamaður Hauka sem átti góðan leik. „Það er mikið undir og menn ætla sér mikið. ÍBV er stemningslið og það er erfitt að spila á móti þeim.“ Eyjamenn nærðust á öflugum stuðningsmönnum sínum sem hoppuðu í stúkunni allan leikinn. „Maður vill hafa þetta svona og maður myndi vilja hafa einhvera bera að ofan hinum megin líka, það væri ennþá skemmtilegra. „Við vorum búnir að ræða þetta og að þetta yrði erfitt. Við þurfum að vera betri en í kvöld og mér finnst við eiga töluvert inni. Sérstaklega varnarlega, við vorum ekki að leysa vörnina vel. „Við erum á hælunum og lendum aftan í þeim. Við erum of seinir út og það kosta tvær mínútur. Eyjamenn eru klókir, þeir eru allir jafn fastir og þá er erfiðara að reka þá útaf. „Við kvörtum ekki yfir að stela þessu. Við þurfum að spila betur. Við getum það,“ sagði Elías Már. ÍBV missti einu sinni mann útaf í leiknum, það var þegar þrjár mínútur voru eftir og þá yfirtölu nýttu Haukar frábærlega og í raun tryggði það liðinu sigurinn þegar uppi er staðið. „Við vorum búnir að fara vel yfir hvernig við ætluðum að leysa það. Sóknarlega erum við að koma okkur í færi lengi vel framan af en þegar við byrjum að vera passívir í vörninni, hættum að fá hraðaupphlaupin og þurfum að stilla upp í hverri einustu sókn, þá verður þetta erfitt. Það segir sig sjálft. Við þurfum að herða vörnina, fá fleiri bolta varða og keyra fleiri hraðaupphlaup,“ sagði Elías Már að lokum.Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmark Hauka í kvöld. Vísir/Vilhelm Olís-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Haukar lögðu ÍBV 29-28 í háspennuleik á heimavelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 15-15 en úrslitin réðust í síðustu sókn leiksins. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Oft vill hægjast á leikjum þegar líður á úrslitakeppnir því höfuð áhersla er lögð á varnarleik og stutt er á milli leikja. Það gerðist ekki í kvöld. Gríðarlegur hraði var í leiknum og keyrðu bæði lið hraðaupphlaup og hraða miðju við nánast hvert tækifæri, sérstaklega framan af. Fyrir vikið töpuðu liðin boltanum oft og var mikið skorað. Haukar léku góða vörn framan af fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu. Vörn ÍBV sem hefur verið mjög öflug var hvergi sjáanleg fyrr en leið á fyrri hálfleikinn og þegar hún fór að ganga betur náði ÍBV að vinna upp forskotið og jafna metin fyrir hálfleik, 15-15. Jafnt var á nánast öllum tölum í seinni hálfleik og skiptust liðin á að sækja. Aðeins dró úr hraðanum sem liðin keyrðu þó upp á köflum. Bæði lið geta leikið betri varnarleik en sóknarleikur Hauka hikstaði þó sérstaklega seinni hluta leiksins en vendipunkturinn var þegar Guðni Ingvarsson fékk einu brottvísun ÍBV í leiknum þremur mínútum fyrir leikslok og ÍBV einu marki yfir 28-27. Haukar nýttu liðsmuninn vel og skoruðu tvö síðustu mörk leiksins en ÍBV fékk sannkölluð dauðafæri til að koma leiknum að minnsta kosti í framlengingu. Hraðinn og spennan í leiknum lofar góðu fyrir framhaldið auk þess sem stemningin í húsinu var gríðarleg. Sérstaklega skal hrós stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu og hoppuðu allan leikinn og bjuggu til mikil læti þó þeir væru töluvert færri en stuðningsmenn heimaliðsins. Haukar eru 1-0 yfir í einvíginu en annar leikurinn liðanna verður leikinn í Vestamannaeyjum á fimmtudaginn klukkan 19:45. Patrekur: Þurfum að spila betur„Þetta var eins og þetta á að vera þó maður óski sér sem þjálfari að þetta sé öruggara,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem var létt í leikslok eftir erfiðan leik. „Við vorum ekki að gera hlutina eins og við ætluðum okkur oft á tíðum í leiknum en menn gáfust aldrei upp og héldu áfram. „Við höfðum trú á þessu allan tímann sem er númer eitt, tvö og þrjú. Haukum hefur ekki gengið vel í þessum fyrstu leikjum síðustu ár. Við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH en nú komumst við yfir þann hjalla og við ætlum að byggja á því. „Við komumst í 11-7 en þá fannst mér við aðeins slaka á. Það má ekki slaka á á móti ÍBV. Við vorum að spila þá sundur og saman hérna framan af en síðan um leið og við förum að spila inn á þeirra styrk í vörninni þá lendum við í vandræðum. „Við þurfum að spila betur. ÍBV er gott lið og þetta eru tvö bestu liðin á landinu og það mátti alveg búast við því að þeir myndu gera góða hluti líka. „Þetta var erfitt en það er 1-0 og það er það sem telur,“ sagði Patrekur sem vildi ekkert tjá sig dómgæsluna í dag þó hann hafi virst ósáttur á löngum köflum á meðan leiknum stóð við störf Hafsteins og Gísla sem voru nokkuð langt frá sínum besta degi. „Það þýðir lítið að tala um dómgæsluna. Þetta er eitt okkar besta par. Auðvitað er hægt að kíkja á það en ég þarf að kíkja á það, kannski hafa þeir bara rétt fyrir sér, þessir ágætu menn.“ Arnar: Ekki síðri en Haukarnir„Það var í raun og veru okkar klúður sem urðu til þess að við fengum ekki meira út úr þessum leik. Það er dýrt að klikka á þessum dauðafærum í lokin,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara ÍBV eftir leikinn. „Við fengum færið sem við vildum en það fór yfir. Við fengum líka færi í sókninni á undan. Það er ekki bara síðasta færið sem fór með þetta. Við fengum fleiri færi í sóknunum á undan. „Það er bullandi kraftur í liðinu. Við höfum verið að lenda undir en komum alltaf til baka. Mér fannst undirliggjandi stress í mínum mönnum í fyrri hálfleik. Það voru aukakíló á mönnum í upphafi og það er eðlilegt en um leið og við náum okkar takti og okkar leik þá erum við ekki síðri en Haukarnir. „Við spiluðum þetta upp í hendurnar á okkur. Við vorum góðir og lékum þetta upp í hendurnar á okkur sjálfum. Við áttum að klára þetta,“ sagði Arnar svekktur með úrslit leiksins. Elías: Myndi vilja hafa einhverja bera að ofan hinum megin líka„Við vorum ekkert að gera okkur þetta auðvelt fannst mér. Við vorum fastir fyrir í vörninni í byrjun og komumst í 11-7 og þá förum við að skjóta ótímabærum skotum og vorum kærulausir í vörninni. Við náum ekki takti eftir það og þetta hrekkur fyrir okkur í restina,“ sagði Elías Már Halldórsson hægri hornamaður Hauka sem átti góðan leik. „Það er mikið undir og menn ætla sér mikið. ÍBV er stemningslið og það er erfitt að spila á móti þeim.“ Eyjamenn nærðust á öflugum stuðningsmönnum sínum sem hoppuðu í stúkunni allan leikinn. „Maður vill hafa þetta svona og maður myndi vilja hafa einhvera bera að ofan hinum megin líka, það væri ennþá skemmtilegra. „Við vorum búnir að ræða þetta og að þetta yrði erfitt. Við þurfum að vera betri en í kvöld og mér finnst við eiga töluvert inni. Sérstaklega varnarlega, við vorum ekki að leysa vörnina vel. „Við erum á hælunum og lendum aftan í þeim. Við erum of seinir út og það kosta tvær mínútur. Eyjamenn eru klókir, þeir eru allir jafn fastir og þá er erfiðara að reka þá útaf. „Við kvörtum ekki yfir að stela þessu. Við þurfum að spila betur. Við getum það,“ sagði Elías Már. ÍBV missti einu sinni mann útaf í leiknum, það var þegar þrjár mínútur voru eftir og þá yfirtölu nýttu Haukar frábærlega og í raun tryggði það liðinu sigurinn þegar uppi er staðið. „Við vorum búnir að fara vel yfir hvernig við ætluðum að leysa það. Sóknarlega erum við að koma okkur í færi lengi vel framan af en þegar við byrjum að vera passívir í vörninni, hættum að fá hraðaupphlaupin og þurfum að stilla upp í hverri einustu sókn, þá verður þetta erfitt. Það segir sig sjálft. Við þurfum að herða vörnina, fá fleiri bolta varða og keyra fleiri hraðaupphlaup,“ sagði Elías Már að lokum.Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmark Hauka í kvöld. Vísir/Vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira