Logi ennþá stigahæsti táningurinn í úrslitaeinvígi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2014 10:45 Martin Hermannsson. Vísir/Andri Marinó Hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með KR-liðinu í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfubolta og var kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins fyrstur táninga. Martin leit ekki út fyrir að vera 19 ára gamall þegar KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grindavík í fyrrakvöld en hann skoraði 26 stig í lokaleiknum og var stigahæsti leikmaður úrslitaeinvígisins með 19 stig að meðaltali í leik. Martin náði þó ekki að vera stigahæsti táningurinn í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en það met á enn Logi Gunnarsson sem skoraði 22,8 stig að meðaltali þegar Njarðvíkingar tryggðu sér titilinn vorið 2001. Logi varð þá eins og Martin nú tvítugur seinna á árinu. Martin skoraði sex stigum meira en næststigahæsti maður úrslitaseríunnar í ár sem var Grindvíkingurinn Lewis Clinch Jr.Martin var einnig með 3,5 stoðsendingar, 3,3 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leikjunum fjórum í úrslitaeinvíginu. Martin nýtti 45 prósent skota sinna utan af velli og setti niður 88 prósent vítanna sem hann fékk. Martin var einnig aðeins annar íslenski leikmaðurinn frá og með árinu 1992 sem nær að verða stigahæsti leikmaður lokaúrslitinna en Hlynur Bæringsson náði því einnig þegar Snæfell tryggði sér titilinn í fyrsta og eina skiptið vorið 2010. Hér fyrir neðan má sjá hæsta meðalskor táningar í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.Flest stig táninga í leik í lokaúrslitum 1984-2014: 1. Logi Gunnarsson (Njarðvik 2001, 19 ára) 22,8 2. Martin Hermannsson (KR 2014, 19 ára) 19,0 3. Örlygur Aron Sturluson (Njarðvík 1998, 17 ára) 15,0 4. Tómas Holton (Valur 1984, 19 ára) 15,0 5. Helgi Jónas Guðfinnsson (Grindavík 1996, 19 ára) 14,7 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnst ég eiga fullt í þessa gaura KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þrettánda sinn eftir 87-79 sigur á Grindavík. Martin Hermannsson var frábær og var valinn bestur. 2. maí 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-87 | KR Íslandsmeistari KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld. 1. maí 2014 00:01 Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum "Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. 1. maí 2014 22:30 Svona fór KR að því að vinna titilinn | Myndband KR varð Íslandsmeistari í körfubolta í kvöld er liðið vann sætan sigur í Grindavík. 1. maí 2014 22:36 Finnur trylltist af fögnuði | Myndband "Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti. 1. maí 2014 21:40 Bikarinn á loft hjá KR | Myndband Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft. 1. maí 2014 22:23 KR-ingar borða frítt fyrir 250 þúsund krónur hjá Dominos Íslandsmeistarar KR ættu ekki að verða svangir á næstunni því Íslandsmeistaratitlinum fylgdi stór inneign hjá Dominos. 2. maí 2014 12:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með KR-liðinu í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfubolta og var kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins fyrstur táninga. Martin leit ekki út fyrir að vera 19 ára gamall þegar KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grindavík í fyrrakvöld en hann skoraði 26 stig í lokaleiknum og var stigahæsti leikmaður úrslitaeinvígisins með 19 stig að meðaltali í leik. Martin náði þó ekki að vera stigahæsti táningurinn í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en það met á enn Logi Gunnarsson sem skoraði 22,8 stig að meðaltali þegar Njarðvíkingar tryggðu sér titilinn vorið 2001. Logi varð þá eins og Martin nú tvítugur seinna á árinu. Martin skoraði sex stigum meira en næststigahæsti maður úrslitaseríunnar í ár sem var Grindvíkingurinn Lewis Clinch Jr.Martin var einnig með 3,5 stoðsendingar, 3,3 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leikjunum fjórum í úrslitaeinvíginu. Martin nýtti 45 prósent skota sinna utan af velli og setti niður 88 prósent vítanna sem hann fékk. Martin var einnig aðeins annar íslenski leikmaðurinn frá og með árinu 1992 sem nær að verða stigahæsti leikmaður lokaúrslitinna en Hlynur Bæringsson náði því einnig þegar Snæfell tryggði sér titilinn í fyrsta og eina skiptið vorið 2010. Hér fyrir neðan má sjá hæsta meðalskor táningar í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.Flest stig táninga í leik í lokaúrslitum 1984-2014: 1. Logi Gunnarsson (Njarðvik 2001, 19 ára) 22,8 2. Martin Hermannsson (KR 2014, 19 ára) 19,0 3. Örlygur Aron Sturluson (Njarðvík 1998, 17 ára) 15,0 4. Tómas Holton (Valur 1984, 19 ára) 15,0 5. Helgi Jónas Guðfinnsson (Grindavík 1996, 19 ára) 14,7
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnst ég eiga fullt í þessa gaura KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þrettánda sinn eftir 87-79 sigur á Grindavík. Martin Hermannsson var frábær og var valinn bestur. 2. maí 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-87 | KR Íslandsmeistari KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld. 1. maí 2014 00:01 Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum "Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. 1. maí 2014 22:30 Svona fór KR að því að vinna titilinn | Myndband KR varð Íslandsmeistari í körfubolta í kvöld er liðið vann sætan sigur í Grindavík. 1. maí 2014 22:36 Finnur trylltist af fögnuði | Myndband "Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti. 1. maí 2014 21:40 Bikarinn á loft hjá KR | Myndband Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft. 1. maí 2014 22:23 KR-ingar borða frítt fyrir 250 þúsund krónur hjá Dominos Íslandsmeistarar KR ættu ekki að verða svangir á næstunni því Íslandsmeistaratitlinum fylgdi stór inneign hjá Dominos. 2. maí 2014 12:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Finnst ég eiga fullt í þessa gaura KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þrettánda sinn eftir 87-79 sigur á Grindavík. Martin Hermannsson var frábær og var valinn bestur. 2. maí 2014 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-87 | KR Íslandsmeistari KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld. 1. maí 2014 00:01
Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum "Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. 1. maí 2014 22:30
Svona fór KR að því að vinna titilinn | Myndband KR varð Íslandsmeistari í körfubolta í kvöld er liðið vann sætan sigur í Grindavík. 1. maí 2014 22:36
Finnur trylltist af fögnuði | Myndband "Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti. 1. maí 2014 21:40
Bikarinn á loft hjá KR | Myndband Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft. 1. maí 2014 22:23
KR-ingar borða frítt fyrir 250 þúsund krónur hjá Dominos Íslandsmeistarar KR ættu ekki að verða svangir á næstunni því Íslandsmeistaratitlinum fylgdi stór inneign hjá Dominos. 2. maí 2014 12:15