Handbolti

Guðlaugur samdi til 2017

Guðlaugur eftir undirskriftina.
Guðlaugur eftir undirskriftina. mynd/fram
Húsvíkingurinn Guðlaugur Arnarsson skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild Fram.

Guðlaugur var að klára sitt fyrsta tímabil með meistaraflokk félagsins og náði frábærum árangri með ungt og óreynt lið. Liðið var í úrslitakeppnissæti lengstum en missti af lestinni í lokaumferðinni.

Fyrri samningur Guðlaugs við Fram rennur út sumarið 2015 en Framarar eru það ánægðir með störf Þingeyingsins að þeir sömdu við hann til ársins 2017.

"Ég er virkilega ánægður með það traust sem stjórn handknattleiksdeildar sýnir mér með því að framlengja samninginn okkar á milli strax. Það og sú staðreynd að okkar efnilegu strákar eru líka að framlengja sína samninga  undirstrikar þá metnaðarfullu vinnu sem við ætlum að leggja í á komandi árum. Ég hlakka mikið til að vinna áfram með þessum strákum og öllu því góða fólki sem er að vinna  kringum liðið," sagði Guðlaugur í tilkynningu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×