Körfubolti

Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin fær verðlaun fyrir að hafa verið valinn besti leikmaður úrslitanna.
Martin fær verðlaun fyrir að hafa verið valinn besti leikmaður úrslitanna. vísir/andri marinó
"Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna.

Martin skoraði 26 stig í sigrinum í kvöld og skoraði hverja frábæru körfuna á fætur annarri þar sem hann sprengdi upp Grindavíkurvörnina með flottum gegnumbrotum. Hann var líka sáttur með verðlaunin.

"Það er smá egóbúst, ég neita því ekki. Þetta eru samt bara liðsverðlaun og það hefði hver sem er í okkar liði getað fengið þetta. Pavel er búinn að vera frábær eins og Helgi og Darri," sagði Martin.

Martin og KR-liðið voru vissulega í nokkrum sérflokki í vetur og þeir stóðustu pressuna og lönduðu titlinum á móti samheldnu liði Grindvíkinga sem vissu hvað þarf til að vinna. "Þetta er búinn að vera frábær vetur. Við töpuðum bara einum deildarleik á öllum tímabilinu og jöfnuðum met. Maður kann eiginlega ekki að tapa lengur ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Martin.

Martin tók einnig þátt í Íslandsmeistaratitlinum en þá var hann bara sextán ára og í mjög litlu hlutverki. Martin viðurkennir að þessi titill sé allt öðruvísi en sá voruð 2011.

"Þetta er ekki það sama því nú á maður smá part í þessu. Ég átti rassafar á bekknum í síðasta Íslandsmeistaratitli en á kannski aðeins stærri hlut í þessum," sagði Martin.


Tengdar fréttir

Finnur trylltist af fögnuði | Myndband

"Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti.

Bikarinn á loft hjá KR | Myndband

Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×