Heilsa

Kynlífsfréttaskot

Sigga Dögg kynfræðingur skrifar
Alltaf nóg að frétta úr heimi kynfræðinnar.
Mynd/Getty
Í rápi mínu um netheima rekst ég gjarnan á skemmtilegar fréttir sem tengjast kynlífi á einn eða annan hátt.

Stundum getur maður lent í því að festa hluti uppi í rassinum. Þessi lenti í því að nota vitlausa tegund af titrara og hann sogaðist upp í þarma og festist þar. Það er nefnilega einkennandi lögun á þeim sem er best að nota í endaþarmsörvun og er það þá einna helst breiður botn eða haldfang svo ekki sogist hann upp í garnir.

Ég hef heyrt hinar ýmsu sögur frá læknum (og fólki) sem hefur fest ýmislegt uppi í rassinum á sér eins og kerti, pulsur, penna, epli og lykla. Áður en þú ferð að örva endaþarminn þá þarftu að vita hvernig hann virkar og hvernig best sé að bera sig að.

Þá er alltaf gaman af smá stjörnuslúðri en það eru ýmsar stórstjörnur sem hafa „lent í“ því að kynlífsmyndband af þeim hafi lekið í fjölmiðla en þar má nefna leikara eins og Colin Farrell, Rob Lowe, Britney Spears og Jennifer Lopez. Sumar þessara stjarna vilja meina að þetta hafi gert góða hluti fyrir feril þeirra og er kannski skemmst frá því að minnast að Paris Hilton hafi orðið ansi þekkt eftir eitt slíkt myndband.



Ég las einnig frétt um að stúlka hefði sett sæði í bollaköku til að hefna sín á dreng sem lagði hana í einelti. Ég læt vera áreiðanleika þessarar fréttar í ljósi þess að ekki var vitað hvað var nákvæmlega í kökunni og þeir segja grunsemdir hafa vaknað í kjölfar dularfulls bragðs. Ég leyfi mér að efast um að það sé bragð af sæði eftir bakstur.

Í Bretlandi velta menn því fyrir sér hvort konur eigi að fá sérstaka greidda veikindadaga þegar þær eru á blæðingum. Slíkt tíðkast víst í Austur-Asíu, og er segir í fréttinni, þá eigi t.d. konur í Tævan rétt á þriggja daga veikindaleyfi, á ári, til viðbótar við árlegan þrjátíu daga veikindarétt (reyndar á hálfum launum). Ég læt þetta nú vera, kannski sér í lagi þar sem flestir eiga rétt á tveimur launuðum veikinda dögum í mánuði hér á Íslandi og ég sé ekki ástæðu til að sérmerkja það blæðingum en sitt sýnist hverjum. Þetta er svona næstum eins og að spóla aftur í fortíðina þegar blæðingar voru sveipaðar þvílíkri dulúð að það hálfa væri nóg.

Annars er saga blæðinga mjög áhugaverð, ef þig langar að vita meira.

Það er sko aldrei lognmolla í kynfræðinni!








×