Lífið

Stórskemmtilegt tónlistarmyndband FM Belfast

Baldvin Þormóðsson skrifar
Aðalhugmyndin er að fanga stemninguna í hljómsveitinni og gleðina í laginu, Magga tókst það mjög vel, segir Árni Vilhjálmsson, söngvari hljómsveitarinnar FM Belfast en sveitin sendi frá sér nýtt tónlistarmynband við lagið Brighter Days og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði því.

Þetta var svona þriggja mánaða ferli þar sem við skutumst svona af og til þegar við gátum,“ segir Árni um upptökuferlið en hljómsveitarmeðlimirnir söfnuðu upptökum hægt og hægt. Við erum dugleg að gera myndbönd og það var sérstaklega skemmtilegt að gera þetta myndband.

Hljómsveitin er stödd í tónleikaferðalagi í Evrópu og munu koma fram á ótal tónlistarhátíðum í sumar. Við erum að fylgja nýju plötunni eftir en í dag ætlum við að svamla í vatni við St. Gallen, segir Árni.

Myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×