Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2014 21:11 Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. Mikil alvara er að baki undirbúningsvinnu vegna sæstrengs milli Bretlands og Íslands og er fjármögnun langt komin, en frá þessu var greint í Kjarnanum á dögunum. Verkefnið hefur verið kallað The Atlantic Supergrid, eða Atlantshafsdreifikerfið. Verkefnið miðar að því að fjármagna og leggja 1000 kílómetra langan sæstreng milli landanna með stöðugri afkastagetu upp á 1,2 gígavattstundir, eða 1200 megavött, af raforku. Einn af þeim sem leiðir verkefnið í Bretlandi er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu í maí 2012 um möguleikann álagningu sæstrengs.Landsvirkjun sér um orkuöflun en strengurinn fjármagnaður á markaði Fyrir réttum tveimur árum sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2 að fyrirtækið þyrfti tvö ár til að meta kosti og galla við lagningu strengsins og hvort það borgaði sig að ráðast í verkefnið. Frá upphafi var gert ráð fyrir að Landsvirkjun sæi um orkuöflun en kæmi ekki að fjármögnun strengsins sjálfs sem yrði í höndum fjárfesta. Verkefnið gæti falið í sér mikla tekjuöflun fyrir þjóðarbúið með sölu á raforku til Bretlands. Núna hefur Landsvirkjun haft tvö ár til að meta kosti og galla þessa verkefnis. Er það mat ykkar að þetta sé raunhæft og hagkvæmt? „Það eru ennþá mjög jákvæð teikn á lofti að þetta geti verið mjög hagkvæmt fyrir Ísland til þess að gera meiri verðmæti út úr orkukostum landsins, en við erum ennþá að skoða þetta verkefni,“ segir Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun í samtali við Stöð 2, en Björgvin Skúli hefur umsjón með verkefninu hjá fyrirtækinu.Ragnheiður Elín kortleggur næstu skref Nettó útflutningstekjur vegna strengsins gætu numið 7-76 milljörðum króna árlega samkvæmt skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðarráðherra. Atvinnuveganefnd Alþingis skilaði umsögn um málið í byrjun árs þar sem lagt var til að það yrði skoðað áfram. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði síðan í mars á þessu ári með Michael Fallon, núverandi orkumálaráðherra Bretlands. „Við áttum ágætis fund þar sem við fórum yfir stöðu þessa máls og það er greinilegur áhugi þeim megin, eins og fram hefur komið, en það er enginn þrýstingur eða tímapressa sem ég varð vör við. Við erum núna í ráðuneytinu að kortleggja næstu skref í málinu,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir að niðurstaða þeirrar vinnu ætti að liggja fyrir á næstu mánuðum. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. Mikil alvara er að baki undirbúningsvinnu vegna sæstrengs milli Bretlands og Íslands og er fjármögnun langt komin, en frá þessu var greint í Kjarnanum á dögunum. Verkefnið hefur verið kallað The Atlantic Supergrid, eða Atlantshafsdreifikerfið. Verkefnið miðar að því að fjármagna og leggja 1000 kílómetra langan sæstreng milli landanna með stöðugri afkastagetu upp á 1,2 gígavattstundir, eða 1200 megavött, af raforku. Einn af þeim sem leiðir verkefnið í Bretlandi er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu í maí 2012 um möguleikann álagningu sæstrengs.Landsvirkjun sér um orkuöflun en strengurinn fjármagnaður á markaði Fyrir réttum tveimur árum sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2 að fyrirtækið þyrfti tvö ár til að meta kosti og galla við lagningu strengsins og hvort það borgaði sig að ráðast í verkefnið. Frá upphafi var gert ráð fyrir að Landsvirkjun sæi um orkuöflun en kæmi ekki að fjármögnun strengsins sjálfs sem yrði í höndum fjárfesta. Verkefnið gæti falið í sér mikla tekjuöflun fyrir þjóðarbúið með sölu á raforku til Bretlands. Núna hefur Landsvirkjun haft tvö ár til að meta kosti og galla þessa verkefnis. Er það mat ykkar að þetta sé raunhæft og hagkvæmt? „Það eru ennþá mjög jákvæð teikn á lofti að þetta geti verið mjög hagkvæmt fyrir Ísland til þess að gera meiri verðmæti út úr orkukostum landsins, en við erum ennþá að skoða þetta verkefni,“ segir Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun í samtali við Stöð 2, en Björgvin Skúli hefur umsjón með verkefninu hjá fyrirtækinu.Ragnheiður Elín kortleggur næstu skref Nettó útflutningstekjur vegna strengsins gætu numið 7-76 milljörðum króna árlega samkvæmt skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðarráðherra. Atvinnuveganefnd Alþingis skilaði umsögn um málið í byrjun árs þar sem lagt var til að það yrði skoðað áfram. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði síðan í mars á þessu ári með Michael Fallon, núverandi orkumálaráðherra Bretlands. „Við áttum ágætis fund þar sem við fórum yfir stöðu þessa máls og það er greinilegur áhugi þeim megin, eins og fram hefur komið, en það er enginn þrýstingur eða tímapressa sem ég varð vör við. Við erum núna í ráðuneytinu að kortleggja næstu skref í málinu,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir að niðurstaða þeirrar vinnu ætti að liggja fyrir á næstu mánuðum.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira