Handboltahetjan hlaut ekki brautargengi í Ísland Got Talent Kristjana Arnarsdóttir skrifar 16. maí 2014 16:58 „Þetta var algjörlega magnað og stemningin ótrúleg. Við vorum að í alla nótt svo heilsan er rétt að vera góð núna,“ segir handboltakappinn Agnar Smári Jónsson sem tryggði ÍBV sigur á Haukamönnum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld. Hæfileikar Agnars Smára leynast víða en kappinn reyndi fyrir sér í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í vetur. Hann hlaut þó ekki brautargengi hjá dómurunum. „Þetta var nú bara smá djók hjá mér. Ég var hvattur til þess að taka þátt í þessu og þegar ég fékk símtal um að ég hefði komist áfram úr forprufunum varð ég bara að mæta. Ég hefði verið afhausaður ef ég hefði skorast undan,“ segir Agnar, sem bauð upp á óperusöng í atriði sínu.Agnar Smári Jónsson fagnar með Theodóri Sigurbjörnssyni og bikarinn í baksýn.vísir/Stefán„Ég söng óperu í forprufunum en hugsaði með mér að fólk myndi halda að ég væri að reyna þvílíkt ef ég myndi ekki breyta atriðinu aðeins. Svo ég mixaði eitthvað tveimur dögum fyrir keppnina og þetta var útkoman.“ Allir dómararnir smelltu þó á rauða hnappinn – þó svo að Bubbi hefði tekið fram fyrir hendur Þórunnar sem virtist skemmta sér konunglega. „Þórunn hefði klárlega leyft mér að klára atriðið,“ segir Agnar, og bætir við að þeir Auðunn Blöndal og Jón Ragnar, sem sat í dómarasætinu, hefðu rifjað upp atriðið yfir handboltaleiknum í gær. „Jón sér eitthvað eftir því að hafa hent mér út,“ segir Agnar og hlær. En á að reyna aftur fyrir næstu þáttaröð Ísland Got Talent? „Það er aldrei að vita. Við sjáum til hvað gerist.“ Hann tekur þó vel í uppástungu blaðamanns um að henda liðsfélögunum í prufur. „Jú verð ég ekki að gera það? Nú er ég búinn að setja markið svo hátt.“#TeamAgnarSmari 13 mörk og húmor... Þvílík blanda...— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 @jonjonssonmusic Afhverju buzzaðiru hann þà í Got talent???— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 15, 2014 @Auddib Stærstu mistök lífs míns #eftirsjá— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 Ísland Got Talent Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Þetta var algjörlega magnað og stemningin ótrúleg. Við vorum að í alla nótt svo heilsan er rétt að vera góð núna,“ segir handboltakappinn Agnar Smári Jónsson sem tryggði ÍBV sigur á Haukamönnum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld. Hæfileikar Agnars Smára leynast víða en kappinn reyndi fyrir sér í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í vetur. Hann hlaut þó ekki brautargengi hjá dómurunum. „Þetta var nú bara smá djók hjá mér. Ég var hvattur til þess að taka þátt í þessu og þegar ég fékk símtal um að ég hefði komist áfram úr forprufunum varð ég bara að mæta. Ég hefði verið afhausaður ef ég hefði skorast undan,“ segir Agnar, sem bauð upp á óperusöng í atriði sínu.Agnar Smári Jónsson fagnar með Theodóri Sigurbjörnssyni og bikarinn í baksýn.vísir/Stefán„Ég söng óperu í forprufunum en hugsaði með mér að fólk myndi halda að ég væri að reyna þvílíkt ef ég myndi ekki breyta atriðinu aðeins. Svo ég mixaði eitthvað tveimur dögum fyrir keppnina og þetta var útkoman.“ Allir dómararnir smelltu þó á rauða hnappinn – þó svo að Bubbi hefði tekið fram fyrir hendur Þórunnar sem virtist skemmta sér konunglega. „Þórunn hefði klárlega leyft mér að klára atriðið,“ segir Agnar, og bætir við að þeir Auðunn Blöndal og Jón Ragnar, sem sat í dómarasætinu, hefðu rifjað upp atriðið yfir handboltaleiknum í gær. „Jón sér eitthvað eftir því að hafa hent mér út,“ segir Agnar og hlær. En á að reyna aftur fyrir næstu þáttaröð Ísland Got Talent? „Það er aldrei að vita. Við sjáum til hvað gerist.“ Hann tekur þó vel í uppástungu blaðamanns um að henda liðsfélögunum í prufur. „Jú verð ég ekki að gera það? Nú er ég búinn að setja markið svo hátt.“#TeamAgnarSmari 13 mörk og húmor... Þvílík blanda...— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 @jonjonssonmusic Afhverju buzzaðiru hann þà í Got talent???— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 15, 2014 @Auddib Stærstu mistök lífs míns #eftirsjá— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014
Ísland Got Talent Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“