Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 20-23 | Valur Íslandsmeistari í sextánda sinn Guðmundur Marinó Ingvarsson í Mýrinni skrifar 17. maí 2014 00:01 Valur er Íslandsmeistari í Olís deild kvenna árið 2014. Vísir/Daníel Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir 23-20 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik liðanna í Mýrinni í Garðabæ í dag. Valur var 11-8 yfir í hálfleik. Mýrin var troðfull og sást glögglega á Hrafnhildi Skúladóttur að hún vildi kveðja í svona leik fyrir framan mikinn fjölda áhorfanda enda skoraði hún fyrsta markið í leiknum. Leikurinn var eins og flestir í fimm leikja rimmu liðanna. Varnirnar voru öflugar og markverðirnir sterkir fyrir aftan. Þrátt fyrir það reyndu liðin að keyra upp hraðan þegar færi gafst enda styrkur beggja liða að verjast vel og sækja hratt. Bæði lið skiluðu sér vel til baka og því var ekki mikið um hraðaupphlaupsmörk fyrr en í lokin þegar Valur náði að keyra yfir Stjörnuna. Valur með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn en Stjarnan lék frábærlega fyrstu 19 mínútur seinni hálfleiks og náði þriggja marka forystu 16-13. Valur skoraði tvö mörk fyrstu 19 mínúturnar í seinni hálfleik en tíu mörk á síðustu ellefu mínútunum. Það var Hrafnhildur sjálf sem kveikti í sínu liði þú hún skoraði tvö mörk í röð á sömu mínútunni og minnkaði muninn í eitt mark. Við þetta fékk Valur trúna á ný hafi hún farið því liðið lék frábærlega í kjölfarið og vann í raun sannfærandi í lokin. Sextándi Íslandsmeistaratitill Vals staðreynd og sá fjórði á fimm árum undir stjórn Stefáns Arnarsonar. Hrafnhildur: Dreymdi mannaskít í nótt„Þetta var í draumunum. Ég er búin að hugsa um þetta augnablik svo lengi. Mig dreymdi mannaskít í nótt og þetta gat ekki farið öðruvísi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir sem lauk frábærum ferli sínum á viðeigandi hátt í dag. „Það vill til að þegar ég kem með smá geðveiki að þá smitar það aðeins. Þetta voru mikilvæg mörk og við rifum okkur í gang eftir það,“ sagði Hrafnhildur um mörkin tvö sem hún skoraði sem komu Val á ný inn í leikinn. „Það skiptir máli að vera klár á síðustu metrunum. Við vorum aldrei smeykar um að við værum að fara að tapa þessu. Við vissum alltaf að við myndum vinna þó við höfum lent þremur mörkum undir. Það er furðulegt í svona stöðu þegar það er lítið eftir en við hugsuðum bara að nú færum við í gang. „Þetta er alltaf jafn sætt. Það var ótrúlega sætt að vinna í fyrsta skiptið og svo vann ég í vítakeppni sem var biluð upplifun og svo í þriðja skiptið, þá slóum við áhorfendamet í Vodafone höllinni og svo núna í lokin. Það er ekki hægt að gera upp á milli titlanna,“ sagði Hrafnhildur sem gekk skælbrosandi inn í salinn í dag fyrir leik. „Ég var svo ákveðin í að njóta. Þetta var síðasti leikurinn og ég ætlaði að njóta þess í botn og ég gerði það. Troðfull stúka og það er ótrúlega gaman að spila við Stjörnuna. Það eru aldrei leiðindi á milli þessara liða. Það er bara virðing á milli. „Garðbæingar eru æðislegir. Ég vinn hérna og er að ala upp þessi börn. Áhorfendur voru frábærir, bæði Stjörnumenn og Valsarar sem fjölmenntu í dag,“ sagði Hrafnhildur að lokum. Stefán: Ekkert lið hleypur yfir okkur„Það er frábært að vinna í fjórða skiptið á fimm árum. Það er líka ótrúlegt að standa uppi sem sigurvegari bæði í bikar og Íslandsmóti eftir erfiðleika í vetur. Þetta er stórkostlegur árangur,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals sem vildi ekki gefa upp hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans með liðið eða ekki. „Við höfum haft trú á okkar leikskipulagi og það kemur maður í manns stað. Ef við klárum okkar hlutverk þá erum við gott lið. Svo er karakterinn hjá leikmönnum stórkostlegur. „Við vissum að þetta kæmi ef við næðum að standa vörn. Það var 16-13 þegar tíu mínútur voru eftir en það er nægur tími í handbolta, það tekur ekki nema mínútu að ná þremur mörkum. „Liðsheildin er stórkostleg og það skilar alltaf titlum. Svo er ég ánægður með formið. Við erum með langelsta liðið og það er ekkert lið sem hleypur yfir okkur. Síðan höfum við kallað eftir því að fá áhorfendur og þegar þeir koma þá er ekki hægt annað en að klára leiki,“ sagði Stefán sem hrósaði Hrafnhildi Skúladóttur fyrir hennar framlag til liðsins í gegnum tíðina. „Hrabba er bæði kóngur og drottning. Hún er stórkostleg manneskja og það er stórkostlegt fyrir hana að klára þetta með titli.“ Skúli: Erum bara á einni leið með þetta félag„Leiðin til sigurs er stundum hlykkjótt og auðvitað er ég hundfúll yfir að tapa þessu vegna þess að mér fannst við stýra þessum tapleikjum í þessu einvígi þangað til oft í restina,“ sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar. „Við hleyptum þeim inn í þetta og hættum að fylgja plani. Því fór sem fór en þetta lið er líka búið að taka stórkostlegum breytingum frá því í fyrra. Við erum með ungar stelpur að stýra okkar leik sem eiga mikla framtíð fyrir sér. Ég er sannfærður um að við verum enn betur búin undir að klára þetta á næsta ári þó við hefðum getað klárað þetta núna. Við höfum átt frábæran vetur og náð í tvo titla. Við ætlum ekkert að gráta þetta í margar vikur þó við hefðum viljað fá þennan titil víst við fengum ekki bikarmeistaratitilinn. Svona er ganga siguvegarans, það tekur tíma að komast á stallinn og því miður tókst það ekki í dag,“ sagði Skúli sem var ekki klár með greiningu á því hvað skildi á milli á lokasprettinum svo skömmu eftir leik. „Við erum ekki alveg að fylgja plani og gefum þeim ódýra bolta. Við hefðum mátt vera aðeins áræðnari. Við héldum ekki skotgæðunum og það kostaði að við hleyptum þeim inn í leikinn. „Þetta var frábær rimma, fimm leikir og mikil spenna. Ég er mjög stoltur Stjörnumaður. Umbyltingin á liðinu frá 2011, það er ótrúlega björt framtíð og risastór hóp af fólki sem er farið að starfa fyrir félagið. Við erum á bara einni leið þetta félag og það er áfram upp stigann. „Ég held að það sem skilji á milli liðanna sé að Valur er með aðeins meiri reynslu. Ég veit ekki hvort hún hjálpaði en þetta eru mjög jöfn lið,“ sagði Skúli. Anna Úrsúla: Þegar það er tími er möguleiki„Það er kannski einbeitingarleysi hjá okkur að lenda í þessari stöðu en ég er á því að það hafi verið reynsla og áræðni í lokin sem náði í þetta,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir markahæsti leikmaður Vals í dag. „Það gekk eiginlega allt upp í lokin hjá okkur og ekkert hjá þeim. Markvarslan og Silla (Sigurbjörg Rúnarsdóttir) tóku þetta í lokin,“ sagði Anna en Sigurbjörg átti frábæra innkomu hjá Val og undirstrikaði breiddina í liðinu. „Við höfum leitað eftir því í þessari rimmu að fá framlag frá mörgum leikmönnum því við erum svo mikil liðsheild. Það er mjög erfitt þegar tveir eða þrír leikmenn ætla að gera þetta sjálfir. „Það var mikil barátta, bæði í vörn og sókn hjá báðum liðum. Það var ekkert gefið eftir og þetta er örugglega einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað,“ sagð Anna Úrsúla sem hafði ekki hugmynd um að Valur hafði bara skorað tvö mörk á fyrstu nítján mínútum seinni hálfleiks. „Í alvöru? Ég pæli aldrei í þessu. Ég er þannig að það er bara næsta vörn og næsta sókn hjá mér. En maður þarf að halda ótrauður áfram því svo lengi sem það er tími eftir þá er möguleiki. „Hrafnhildur kveikir í öllum, þessi kraftur í henni, drottningin. Það er ekki hægt að biðja um annað en tvö klassa mörk frá henni á réttum tíma,“ sagði Anna Úrsúla um mikilvægu mörkin sem Hrafnhildur skoraði í seinni hálfleik. Kristín: Hjálpaði okkur að vera búnar að vera undir alla seríuna„Við höfum unnið áður í Mýrinni og vorum ekkert smeykar við að koma hingað. Það skiptir engu máli hvar þetta er,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir leikstjórnandi Vals. „Mér fannst æðislegt að fá þetta fólk hér í dag og vorum kannski pínu svekkt að það væri þetta hús því Valsheimilið býður betur upp á að fá fleira fólk en þetta var æðislegt og læti allan tímann. „Það voru allir Valsmenn rauðir og Stjörnufólkið blátt. Það var frábært," sagði Kristín um steminguna í fullu húsinu í dag en hún var aldrei hrædd þó staðan hafi verið svört á tímabili fyrir Val. „Það er eins og það sé einhver að ofan að stjórna þessu því eins og í síðasta leik þá vorum við farnar að hlægja við Hrabba (Hrafnhildur Skúladóttir) yfir öllum stangarskotunum. Það snýst ekkert um hver er í markinu. Það fóru allir þessir boltar í stöng og við horfum á hvora aðra fjórum mörkum undir og segjum að þetta geti ekki verið að gerast og að við eigum þá ekkert að vinna en við héldum alltaf áfram og unnum og svo var þetta eins í dag. „Það hjálpaði okkur í dag að við vorum búnar að vera undir alla seríuna. Svo þegar okkur hentar og við erum búnar að gíra okkur aðeins upp að þá tökum við þetta. „Það er ótrúlegur karakter innan þessa liðs og við erum svo samstilltar. Við höfum engar áhyggjur. Við horfum ekki einu sinni á klukkuna. Það skiptir ekki máli hver kemur inn, það standa sig allir. „Við erum meiri lið oft heldur en margir. Við erum ekki með skyttu sem skora 10 til 12 mörk í leik. Við erum með lið og skorum þrjú til fimm mörk allar og ég held að það sé mikilvægara en að vera með stórskyttu. Það hefur sýnt sig öll þessi ár, þetta hefur alltaf verið svona,“ sagði Krístin.Vísir/DaníelStefán Arnarson og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfarar Vals, með Íslandsmeistarabikarinn.Vísir/DaníelHrafnhildur Skúladóttir lyftir Íslandsmeistarabikarnum.Vísir/DaníelAnna Úrsúla Guðmundsdóttir spilaði frábærlega í úrslitakeppninni.Vísir/DaníelSkúli Gunnsteinsson og Rakel Dögg Bragadóttir ræðast við á bekknum hjá Stjörnunni.Vísir/DaníelKristín Guðmundsdóttir í leiknum í dag.Vísir/Daníel Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir 23-20 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik liðanna í Mýrinni í Garðabæ í dag. Valur var 11-8 yfir í hálfleik. Mýrin var troðfull og sást glögglega á Hrafnhildi Skúladóttur að hún vildi kveðja í svona leik fyrir framan mikinn fjölda áhorfanda enda skoraði hún fyrsta markið í leiknum. Leikurinn var eins og flestir í fimm leikja rimmu liðanna. Varnirnar voru öflugar og markverðirnir sterkir fyrir aftan. Þrátt fyrir það reyndu liðin að keyra upp hraðan þegar færi gafst enda styrkur beggja liða að verjast vel og sækja hratt. Bæði lið skiluðu sér vel til baka og því var ekki mikið um hraðaupphlaupsmörk fyrr en í lokin þegar Valur náði að keyra yfir Stjörnuna. Valur með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn en Stjarnan lék frábærlega fyrstu 19 mínútur seinni hálfleiks og náði þriggja marka forystu 16-13. Valur skoraði tvö mörk fyrstu 19 mínúturnar í seinni hálfleik en tíu mörk á síðustu ellefu mínútunum. Það var Hrafnhildur sjálf sem kveikti í sínu liði þú hún skoraði tvö mörk í röð á sömu mínútunni og minnkaði muninn í eitt mark. Við þetta fékk Valur trúna á ný hafi hún farið því liðið lék frábærlega í kjölfarið og vann í raun sannfærandi í lokin. Sextándi Íslandsmeistaratitill Vals staðreynd og sá fjórði á fimm árum undir stjórn Stefáns Arnarsonar. Hrafnhildur: Dreymdi mannaskít í nótt„Þetta var í draumunum. Ég er búin að hugsa um þetta augnablik svo lengi. Mig dreymdi mannaskít í nótt og þetta gat ekki farið öðruvísi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir sem lauk frábærum ferli sínum á viðeigandi hátt í dag. „Það vill til að þegar ég kem með smá geðveiki að þá smitar það aðeins. Þetta voru mikilvæg mörk og við rifum okkur í gang eftir það,“ sagði Hrafnhildur um mörkin tvö sem hún skoraði sem komu Val á ný inn í leikinn. „Það skiptir máli að vera klár á síðustu metrunum. Við vorum aldrei smeykar um að við værum að fara að tapa þessu. Við vissum alltaf að við myndum vinna þó við höfum lent þremur mörkum undir. Það er furðulegt í svona stöðu þegar það er lítið eftir en við hugsuðum bara að nú færum við í gang. „Þetta er alltaf jafn sætt. Það var ótrúlega sætt að vinna í fyrsta skiptið og svo vann ég í vítakeppni sem var biluð upplifun og svo í þriðja skiptið, þá slóum við áhorfendamet í Vodafone höllinni og svo núna í lokin. Það er ekki hægt að gera upp á milli titlanna,“ sagði Hrafnhildur sem gekk skælbrosandi inn í salinn í dag fyrir leik. „Ég var svo ákveðin í að njóta. Þetta var síðasti leikurinn og ég ætlaði að njóta þess í botn og ég gerði það. Troðfull stúka og það er ótrúlega gaman að spila við Stjörnuna. Það eru aldrei leiðindi á milli þessara liða. Það er bara virðing á milli. „Garðbæingar eru æðislegir. Ég vinn hérna og er að ala upp þessi börn. Áhorfendur voru frábærir, bæði Stjörnumenn og Valsarar sem fjölmenntu í dag,“ sagði Hrafnhildur að lokum. Stefán: Ekkert lið hleypur yfir okkur„Það er frábært að vinna í fjórða skiptið á fimm árum. Það er líka ótrúlegt að standa uppi sem sigurvegari bæði í bikar og Íslandsmóti eftir erfiðleika í vetur. Þetta er stórkostlegur árangur,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals sem vildi ekki gefa upp hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans með liðið eða ekki. „Við höfum haft trú á okkar leikskipulagi og það kemur maður í manns stað. Ef við klárum okkar hlutverk þá erum við gott lið. Svo er karakterinn hjá leikmönnum stórkostlegur. „Við vissum að þetta kæmi ef við næðum að standa vörn. Það var 16-13 þegar tíu mínútur voru eftir en það er nægur tími í handbolta, það tekur ekki nema mínútu að ná þremur mörkum. „Liðsheildin er stórkostleg og það skilar alltaf titlum. Svo er ég ánægður með formið. Við erum með langelsta liðið og það er ekkert lið sem hleypur yfir okkur. Síðan höfum við kallað eftir því að fá áhorfendur og þegar þeir koma þá er ekki hægt annað en að klára leiki,“ sagði Stefán sem hrósaði Hrafnhildi Skúladóttur fyrir hennar framlag til liðsins í gegnum tíðina. „Hrabba er bæði kóngur og drottning. Hún er stórkostleg manneskja og það er stórkostlegt fyrir hana að klára þetta með titli.“ Skúli: Erum bara á einni leið með þetta félag„Leiðin til sigurs er stundum hlykkjótt og auðvitað er ég hundfúll yfir að tapa þessu vegna þess að mér fannst við stýra þessum tapleikjum í þessu einvígi þangað til oft í restina,“ sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar. „Við hleyptum þeim inn í þetta og hættum að fylgja plani. Því fór sem fór en þetta lið er líka búið að taka stórkostlegum breytingum frá því í fyrra. Við erum með ungar stelpur að stýra okkar leik sem eiga mikla framtíð fyrir sér. Ég er sannfærður um að við verum enn betur búin undir að klára þetta á næsta ári þó við hefðum getað klárað þetta núna. Við höfum átt frábæran vetur og náð í tvo titla. Við ætlum ekkert að gráta þetta í margar vikur þó við hefðum viljað fá þennan titil víst við fengum ekki bikarmeistaratitilinn. Svona er ganga siguvegarans, það tekur tíma að komast á stallinn og því miður tókst það ekki í dag,“ sagði Skúli sem var ekki klár með greiningu á því hvað skildi á milli á lokasprettinum svo skömmu eftir leik. „Við erum ekki alveg að fylgja plani og gefum þeim ódýra bolta. Við hefðum mátt vera aðeins áræðnari. Við héldum ekki skotgæðunum og það kostaði að við hleyptum þeim inn í leikinn. „Þetta var frábær rimma, fimm leikir og mikil spenna. Ég er mjög stoltur Stjörnumaður. Umbyltingin á liðinu frá 2011, það er ótrúlega björt framtíð og risastór hóp af fólki sem er farið að starfa fyrir félagið. Við erum á bara einni leið þetta félag og það er áfram upp stigann. „Ég held að það sem skilji á milli liðanna sé að Valur er með aðeins meiri reynslu. Ég veit ekki hvort hún hjálpaði en þetta eru mjög jöfn lið,“ sagði Skúli. Anna Úrsúla: Þegar það er tími er möguleiki„Það er kannski einbeitingarleysi hjá okkur að lenda í þessari stöðu en ég er á því að það hafi verið reynsla og áræðni í lokin sem náði í þetta,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir markahæsti leikmaður Vals í dag. „Það gekk eiginlega allt upp í lokin hjá okkur og ekkert hjá þeim. Markvarslan og Silla (Sigurbjörg Rúnarsdóttir) tóku þetta í lokin,“ sagði Anna en Sigurbjörg átti frábæra innkomu hjá Val og undirstrikaði breiddina í liðinu. „Við höfum leitað eftir því í þessari rimmu að fá framlag frá mörgum leikmönnum því við erum svo mikil liðsheild. Það er mjög erfitt þegar tveir eða þrír leikmenn ætla að gera þetta sjálfir. „Það var mikil barátta, bæði í vörn og sókn hjá báðum liðum. Það var ekkert gefið eftir og þetta er örugglega einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað,“ sagð Anna Úrsúla sem hafði ekki hugmynd um að Valur hafði bara skorað tvö mörk á fyrstu nítján mínútum seinni hálfleiks. „Í alvöru? Ég pæli aldrei í þessu. Ég er þannig að það er bara næsta vörn og næsta sókn hjá mér. En maður þarf að halda ótrauður áfram því svo lengi sem það er tími eftir þá er möguleiki. „Hrafnhildur kveikir í öllum, þessi kraftur í henni, drottningin. Það er ekki hægt að biðja um annað en tvö klassa mörk frá henni á réttum tíma,“ sagði Anna Úrsúla um mikilvægu mörkin sem Hrafnhildur skoraði í seinni hálfleik. Kristín: Hjálpaði okkur að vera búnar að vera undir alla seríuna„Við höfum unnið áður í Mýrinni og vorum ekkert smeykar við að koma hingað. Það skiptir engu máli hvar þetta er,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir leikstjórnandi Vals. „Mér fannst æðislegt að fá þetta fólk hér í dag og vorum kannski pínu svekkt að það væri þetta hús því Valsheimilið býður betur upp á að fá fleira fólk en þetta var æðislegt og læti allan tímann. „Það voru allir Valsmenn rauðir og Stjörnufólkið blátt. Það var frábært," sagði Kristín um steminguna í fullu húsinu í dag en hún var aldrei hrædd þó staðan hafi verið svört á tímabili fyrir Val. „Það er eins og það sé einhver að ofan að stjórna þessu því eins og í síðasta leik þá vorum við farnar að hlægja við Hrabba (Hrafnhildur Skúladóttir) yfir öllum stangarskotunum. Það snýst ekkert um hver er í markinu. Það fóru allir þessir boltar í stöng og við horfum á hvora aðra fjórum mörkum undir og segjum að þetta geti ekki verið að gerast og að við eigum þá ekkert að vinna en við héldum alltaf áfram og unnum og svo var þetta eins í dag. „Það hjálpaði okkur í dag að við vorum búnar að vera undir alla seríuna. Svo þegar okkur hentar og við erum búnar að gíra okkur aðeins upp að þá tökum við þetta. „Það er ótrúlegur karakter innan þessa liðs og við erum svo samstilltar. Við höfum engar áhyggjur. Við horfum ekki einu sinni á klukkuna. Það skiptir ekki máli hver kemur inn, það standa sig allir. „Við erum meiri lið oft heldur en margir. Við erum ekki með skyttu sem skora 10 til 12 mörk í leik. Við erum með lið og skorum þrjú til fimm mörk allar og ég held að það sé mikilvægara en að vera með stórskyttu. Það hefur sýnt sig öll þessi ár, þetta hefur alltaf verið svona,“ sagði Krístin.Vísir/DaníelStefán Arnarson og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfarar Vals, með Íslandsmeistarabikarinn.Vísir/DaníelHrafnhildur Skúladóttir lyftir Íslandsmeistarabikarnum.Vísir/DaníelAnna Úrsúla Guðmundsdóttir spilaði frábærlega í úrslitakeppninni.Vísir/DaníelSkúli Gunnsteinsson og Rakel Dögg Bragadóttir ræðast við á bekknum hjá Stjörnunni.Vísir/DaníelKristín Guðmundsdóttir í leiknum í dag.Vísir/Daníel
Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira