Bílabúð Benna í Eyjum um helgina Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2014 09:45 Porsche Macan. Það er öruggur vorboði þegar Bílabúð Benna leggur land undir fót og þeytist með nýju bílana sína landshorna á milli. Snæfellsnes var heimsótt um síðustu helgi og nú bruna þeir með bílalestina til Vestmannaeyja og slá upp sýningu bæði laugardag og sunnudag, 17. og 18. maí. Til sýnis verða nýjustu bílarnir frá Chevrolet, en auk þess munu Eyjaskeggjar fá að berja augum nýja sportjeppann Macan frá Porsche, sem frumsýndur var nú á dögunum. Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garðavegi 1, laugardag og sunnudag, frá kl. 12:00 til 16:00 báða dagana. Allir eru hjartanlega velkomnir og hressing á boðstólum. Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður
Það er öruggur vorboði þegar Bílabúð Benna leggur land undir fót og þeytist með nýju bílana sína landshorna á milli. Snæfellsnes var heimsótt um síðustu helgi og nú bruna þeir með bílalestina til Vestmannaeyja og slá upp sýningu bæði laugardag og sunnudag, 17. og 18. maí. Til sýnis verða nýjustu bílarnir frá Chevrolet, en auk þess munu Eyjaskeggjar fá að berja augum nýja sportjeppann Macan frá Porsche, sem frumsýndur var nú á dögunum. Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garðavegi 1, laugardag og sunnudag, frá kl. 12:00 til 16:00 báða dagana. Allir eru hjartanlega velkomnir og hressing á boðstólum.
Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður