Lífið

Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi

Baldvin Þormóðsson skrifar
Lee Ranaldo og Leah Singer hafa unnið saman síðan 1991.
Lee Ranaldo og Leah Singer hafa unnið saman síðan 1991. mynd/einkasafn
Bandaríski listamaðurinn Lee Ranaldo er best þekktur sem einn af stofnendum og gítarleikari hljómsveitarinnar Sonic Youth en hann er á leið til Íslands með eiginkonu sinni, listakonunni Leah Singer þar sem þau munu setja upp sýninguna Sight Unseen.

Sýningin er samvinnuverkefni hjónanna þar sem tónlist og myndbandsverk fléttast saman. Ranaldo og Singer hafa unnið saman síðan 1991 með myndbandsverk og tónlist í lifandi umhverfi en myndefni og hljóð eru fengin úr hversdagsleikanum og býður verkið upp á persónulega túlkun áhorfenda.

Gítar hangir úr miðju lofti 

Titillinn Sight Unseen vitnar í þá hversdagslegu hluti sem maður leiðir oft hjá sér og hvernig nánari skoðun leiðir ýmislegt í ljós. Markmið verksins er að skapa aðstæður þar sem flytjendur og áhorfendur upplifa saman tónlist og mynd.

Verkið samanstendur af gítar sem hangir úr miðju lofti og er magnaður upp þráðlaust sem Ranaldo leikur á umkringdur myndefninu á skjám.

Hjónin bjóða oft tónlistarfólkii frá því landi sem þau eru stödd að taka þátt og þar sem það er ekkert svið þá hverfa mörkin á milli áhorfenda og flytjenda enn frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.