Uppskrift - svona steikir þú fisk Ellý Ármanns skrifar 16. maí 2014 11:45 myndir/pjétur Kári Þorsteinsson yfirkokkur á Kol Restaurant við Skólavörðustíg gefur lesendum Lífsins ljúffenga fiskuppskrift sem auðvelt er að matbúa heima og snilldar ráð sem allir ættu að kynna sér. Að sögn Kára leggur eldhúsið á Kol mikið uppúr „comfort“ og „klassísku twisti“ þegar kemur að matnum en þegar kemur að fiskréttum þá lumar Kári á góðum ráðum. mynd/pjétur Uppskrift 400gr þorskhnakkar 200gr nípa* 300gr mjólk 4 stk svartrót 100gr rauð steinlaus vínber 10msk hvítvíns edik 10msk sykur 6msk salt 40gr heslihnetur * Spurður hvað nípa er svarar Kári: „Nípa er grænmeti stundum kallað steinseljurót en það er misskilingur það er annars konar grænmeti.“ Aðferð: Nípa er skræld og skorin í ca 3cm x 3cm teninga svo sett í pott með tvöfalt meiri mjólk en nípu. Soðið þar til meyrt þá sett í blender og maukað þar til fínt, smakkað til með salti og sítrónu djús. Svartrótin er skræld og skolið, þetta þarf að gerast fljótt annars er hætta á að hún oxiterist (verði brún) síðan er hún skorin í helming og sett í pönnu ásamt smá smjöri, vatnið ætti næstum því að hylja svartrótina. Sett yfir á medium hita, þá síður vatnið niður og verður að engu, þá ætti svartrótin að vera elduð og byrjar að brúnast fallega í smjörinu. Vínberin eru pilluð að stilknum og dressuð með salti, sykri og smá ediki og þurrkuð í ofni við 110 gráður í sirka 2 klst. Heslihneturnar eru brúnaðar létt í ofni við 160 gráður í sirka 6 mínútur. Hér útbýr Kári dásamlegan þorskréttinn.mynd/pjétur Mikilvægt að hita pönnuna vel „Þegar steikja skal fisk skaltu hita pönnuna vel, þar til það rýkur úr henni þá er olíu bætt í og krydduðum fisknum. Ef pannan er ekki nógu heit þegar þú setur fiskinn í lækkar hitinn í henni svo mikið að þú nærð ekki að steikja fiskinn stökkan. Fiskurinn skal vera eldaður ca 80% á annari hliðinni, best er að steikja fiskinn á roð-hliðinni til að byrja með þannig helst hann vel saman.“Settu smjör á pönnuna áður en þú snýrð fisknum við „Gott er að bæta smá smjöri í pönnuna rétt áður en fisknum er snúið við. Til að vita hvort fiskurinn sé eldaður er gott að stinga mjóum prjón í hann og ef hann rennur í gegn án fyrirstöðu er hann klár,“ útskýrir Kári og bætir við: „Þegar skal velja skal þorsk eða annan hvítan fisk í fiskborði sem hefur verið roðflettur og beinhreinsaður skal tekið eftir litnum á honum, hann ætti að vera skínandi hvítur og laus við alla slepju, stinnur og nánast lyktarlaus.„ Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Kári Þorsteinsson yfirkokkur á Kol Restaurant við Skólavörðustíg gefur lesendum Lífsins ljúffenga fiskuppskrift sem auðvelt er að matbúa heima og snilldar ráð sem allir ættu að kynna sér. Að sögn Kára leggur eldhúsið á Kol mikið uppúr „comfort“ og „klassísku twisti“ þegar kemur að matnum en þegar kemur að fiskréttum þá lumar Kári á góðum ráðum. mynd/pjétur Uppskrift 400gr þorskhnakkar 200gr nípa* 300gr mjólk 4 stk svartrót 100gr rauð steinlaus vínber 10msk hvítvíns edik 10msk sykur 6msk salt 40gr heslihnetur * Spurður hvað nípa er svarar Kári: „Nípa er grænmeti stundum kallað steinseljurót en það er misskilingur það er annars konar grænmeti.“ Aðferð: Nípa er skræld og skorin í ca 3cm x 3cm teninga svo sett í pott með tvöfalt meiri mjólk en nípu. Soðið þar til meyrt þá sett í blender og maukað þar til fínt, smakkað til með salti og sítrónu djús. Svartrótin er skræld og skolið, þetta þarf að gerast fljótt annars er hætta á að hún oxiterist (verði brún) síðan er hún skorin í helming og sett í pönnu ásamt smá smjöri, vatnið ætti næstum því að hylja svartrótina. Sett yfir á medium hita, þá síður vatnið niður og verður að engu, þá ætti svartrótin að vera elduð og byrjar að brúnast fallega í smjörinu. Vínberin eru pilluð að stilknum og dressuð með salti, sykri og smá ediki og þurrkuð í ofni við 110 gráður í sirka 2 klst. Heslihneturnar eru brúnaðar létt í ofni við 160 gráður í sirka 6 mínútur. Hér útbýr Kári dásamlegan þorskréttinn.mynd/pjétur Mikilvægt að hita pönnuna vel „Þegar steikja skal fisk skaltu hita pönnuna vel, þar til það rýkur úr henni þá er olíu bætt í og krydduðum fisknum. Ef pannan er ekki nógu heit þegar þú setur fiskinn í lækkar hitinn í henni svo mikið að þú nærð ekki að steikja fiskinn stökkan. Fiskurinn skal vera eldaður ca 80% á annari hliðinni, best er að steikja fiskinn á roð-hliðinni til að byrja með þannig helst hann vel saman.“Settu smjör á pönnuna áður en þú snýrð fisknum við „Gott er að bæta smá smjöri í pönnuna rétt áður en fisknum er snúið við. Til að vita hvort fiskurinn sé eldaður er gott að stinga mjóum prjón í hann og ef hann rennur í gegn án fyrirstöðu er hann klár,“ útskýrir Kári og bætir við: „Þegar skal velja skal þorsk eða annan hvítan fisk í fiskborði sem hefur verið roðflettur og beinhreinsaður skal tekið eftir litnum á honum, hann ætti að vera skínandi hvítur og laus við alla slepju, stinnur og nánast lyktarlaus.„
Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira