Handbolti

Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson.
Sigurbergur Sveinsson. Vísir/Vilhelm
Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta.

Haukar og ÍBV mætast í kvöld í fimmta leiknum sem er jafnframt hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn.

Sigurbergur hefur skorað 22 mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem er tveimur mörkum meira en Eyjamaðurinn Agnar Smári Jónsson. Sigurbergur hefur skorað mörkin sín úr 42  skotum en 11 þeirra hafa komið af vítalínunni

Agnar Smári er markahæstur í Eyjaliðinu með 20 mörk úr 35 skotum (57 prósent skotnýting) en Róbert Aron Hostert hefur skorað 18 mörk í leikjunum fjórum.

Markahæstu leikmenn í úrslitaeinvígi karla 2014:

Sigurbergur Sveinsson, Haukum 22

Agnar Smári Jónsson, ÍBV 20

Róbert Aron Hostert, ÍBV 18

Grétar Þór Eyþórsson, ÍBV 14

Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV 13

Árni Steinn Steinþórsson, Haukum     13

Elías Már Halldórsson, Haukum     12

Einar Pétur Pétursson, Haukum     12

Adam Haukur Baumruk, Haukum     10

Guðni Ingvarsson, ÍBV 9

Magnús Stefánsson, ÍBV 8

Andri Heimir Friðriksson, ÍBV 8

Tjörvi Þorgeirsson, Haukum 8




Fleiri fréttir

Sjá meira


×