Handbolti

Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Stefán
Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna.

Þetta þýðir að í fyrsta sinn í tólf og aðeins í annað skiptið frá upphafi úrslitakeppninnar verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn hjá bæði konum og körlum.

Í kvöld leika Haukar og ÍBV hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla á Ásvöllum og á laugardaginn mætast síðan Stjarnan og Valur í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna.

Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu úrslitakeppnanna þar sem eru oddaleikir hjá báðum kynjum á sama tímabili en það gerðist síðast vorið 2002.

KA vann þá útisigur á Val í oddaleik hjá körlunum og Haukakonur unnu heimasigur á Stjörnunni í oddaleik hjá konunum. Valskarlar og Stjörnukonur komust í 2-0 í þessum einvígum en töpuðu þremur síðustu leikjum sínum og urðu því að sætta sig við silfur.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23

Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×