Íslenskt ál í nýjum Mercedes Benz C-Class Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2014 16:06 Hinn nýi Mercedes Benz C-Class, að miklu leiti úr íslensku áli. Nýkominn er til landsins nýjasta gerð C-Class bílsins frá Mercedes Benz. Eins og með svo marga nýja bíla í dag er mikið af áli notað við smíði hans og svo skemmtilega vill til að dágóður hluti þess er framleiddur á Íslandi. Bíllinn er að 50% hluta úr áli, en forveri hans var aðeins byggður að 10% hluta úr áli. Fyrir vikið hefur bíllinn lést um 100 kíló og bæði eyðsla og akstureiginleikar hans hafa batnað til muna. Bílablað Fréttablaðsins hefur rétt lokið við að reynsluaka þessum nýja bíl og léttleiki hans og góðir eiginleikar við akstur sönnuðust í þeim akstri. Bíllinn eyddi aðeins 6 lítrum á hverja 100 km í borgarumferðinni, sem þykir gott fyrir svo stóran bíl með öfluga 2,2 lítra dísilvél. Næsta þriðjudag verður ársfundur Samáls, samtaka álframleiðenda. Þar mun aukin álnotkun bílaframleiðenda bera á góma og Lars Wehmeier framkvæmdastjóri vöruþróunar Mercedes Benz mun þar fjalla um álbyltinguna í bílaframleiðslu. Þessi fundur er opinn öllum og verður hann haldinn í Kaldalóni frá 8-10 um morguninn. Skráning fer fram á samal.is. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent
Nýkominn er til landsins nýjasta gerð C-Class bílsins frá Mercedes Benz. Eins og með svo marga nýja bíla í dag er mikið af áli notað við smíði hans og svo skemmtilega vill til að dágóður hluti þess er framleiddur á Íslandi. Bíllinn er að 50% hluta úr áli, en forveri hans var aðeins byggður að 10% hluta úr áli. Fyrir vikið hefur bíllinn lést um 100 kíló og bæði eyðsla og akstureiginleikar hans hafa batnað til muna. Bílablað Fréttablaðsins hefur rétt lokið við að reynsluaka þessum nýja bíl og léttleiki hans og góðir eiginleikar við akstur sönnuðust í þeim akstri. Bíllinn eyddi aðeins 6 lítrum á hverja 100 km í borgarumferðinni, sem þykir gott fyrir svo stóran bíl með öfluga 2,2 lítra dísilvél. Næsta þriðjudag verður ársfundur Samáls, samtaka álframleiðenda. Þar mun aukin álnotkun bílaframleiðenda bera á góma og Lars Wehmeier framkvæmdastjóri vöruþróunar Mercedes Benz mun þar fjalla um álbyltinguna í bílaframleiðslu. Þessi fundur er opinn öllum og verður hann haldinn í Kaldalóni frá 8-10 um morguninn. Skráning fer fram á samal.is.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent