„Það var sætari stelpa á ballinu“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. maí 2014 12:58 Pálmi Haraldsson bar vitni í dag. visir/daníel Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. Málið fjallar um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. í júlí 2008 vegna kaupa á Aurum Holding. Spurði sérstakur saksóknari Pálma meðal annars að því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið fram fyrir hönd Pálma hjá Glitni. Því neitaði Pálmi. Hann sagðist sjálfur hafa sóst eftir bréfunum í Glitni og bankinn hefði sömuleiðis viljað laga sína stöðu gagnvart Fons. „Við vissum af þessum aðilum, Damas, sem höfðu áhuga á að koma inn í Aurum og þá var tekinn þessi hefðbundni slagur. Ég vildi fá sem mest og bankinn vildi borga sem minnst,“ sagði Pálmi fyrir dómi í dag. Niðurstaðan hafi verið sá samningur sem allir þekktu nú. Það væri stutta útgáfa sögunnar. Pálmi sagðist hafa viljað fá sex milljarða króna í samningnum og ekki gefið tommu eftir. „Ég veit að ég var mjög erfiður í samningum, starfsmenn bankans voru ekkert svo sáttir. Niðurstaðan, þessir sex milljarðar, stóðst,“ sagði Pálmi Fons hafi gefið út ábyrgð upp á 1750 milljónir króna að hann minnti ef að bankinn færi halloka vegna samningsins. Það hafi verið grófa línan. Aðspurður svaraði Pálmi því til að hann hefði vissulega komið að því hvernig peningunum hefði verið ráðstafað. Pálmi játaði því að umrætt verkefni hefði tengst Stím ehf. því hluti af peningunum hafi farið í að greiða niður skuldir Fons vegna Stím. Hann neitaði því vilyrði hafi verið fyrir því gagnvart Fons að Fons yrði ekki fyrir tjóni vegna þátttöku sinnar í Stím ehf. „Ég man að ég var fúll og reiður en nei, það var ekki til neinn samningur um að Fons kæmi skaðlaust eða yrði bætt tjón.“Jón Ásgeir Jóhannesson var í Héraðsdómi í morgun.visir/daníelÞá spurði sérstakur saksóknari hvort Pálmi myndi eftir eins milljarða króna lánveitingu í febrúar 2008 frá Glitni. „Ég minnist þess ekki,“ sagði Pálmi. Hann neitaði sömuleiðis hvort það lán hefði tengst óuppgerðum viðskiptum við Jón Ásgeir. Saksóknari spurði Pálma hvort hann hefði vitað til þess að Jón Ásgeir hefði þrýst á starfsmenn Glitnis að klára málið. Svaraði Pálmi á þá leið að það hefði ekki verið á sínum vegum. Hins vegar sagði Pálmi að í dag vissi hann sem væri að Glitnir hafi talið betra að eiga viðskipti við fyrrnefndnan Damas. „Ég veit að sjálfsögðu af því í dag að þeir hafi talið að til væri sætari stelpa á ballinu en ég, sem var Damas,“ sagði Pálmi og bætti við að betur hefði hentað Baugi að fá Damas inn.visir/Daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníel Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. Málið fjallar um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. í júlí 2008 vegna kaupa á Aurum Holding. Spurði sérstakur saksóknari Pálma meðal annars að því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið fram fyrir hönd Pálma hjá Glitni. Því neitaði Pálmi. Hann sagðist sjálfur hafa sóst eftir bréfunum í Glitni og bankinn hefði sömuleiðis viljað laga sína stöðu gagnvart Fons. „Við vissum af þessum aðilum, Damas, sem höfðu áhuga á að koma inn í Aurum og þá var tekinn þessi hefðbundni slagur. Ég vildi fá sem mest og bankinn vildi borga sem minnst,“ sagði Pálmi fyrir dómi í dag. Niðurstaðan hafi verið sá samningur sem allir þekktu nú. Það væri stutta útgáfa sögunnar. Pálmi sagðist hafa viljað fá sex milljarða króna í samningnum og ekki gefið tommu eftir. „Ég veit að ég var mjög erfiður í samningum, starfsmenn bankans voru ekkert svo sáttir. Niðurstaðan, þessir sex milljarðar, stóðst,“ sagði Pálmi Fons hafi gefið út ábyrgð upp á 1750 milljónir króna að hann minnti ef að bankinn færi halloka vegna samningsins. Það hafi verið grófa línan. Aðspurður svaraði Pálmi því til að hann hefði vissulega komið að því hvernig peningunum hefði verið ráðstafað. Pálmi játaði því að umrætt verkefni hefði tengst Stím ehf. því hluti af peningunum hafi farið í að greiða niður skuldir Fons vegna Stím. Hann neitaði því vilyrði hafi verið fyrir því gagnvart Fons að Fons yrði ekki fyrir tjóni vegna þátttöku sinnar í Stím ehf. „Ég man að ég var fúll og reiður en nei, það var ekki til neinn samningur um að Fons kæmi skaðlaust eða yrði bætt tjón.“Jón Ásgeir Jóhannesson var í Héraðsdómi í morgun.visir/daníelÞá spurði sérstakur saksóknari hvort Pálmi myndi eftir eins milljarða króna lánveitingu í febrúar 2008 frá Glitni. „Ég minnist þess ekki,“ sagði Pálmi. Hann neitaði sömuleiðis hvort það lán hefði tengst óuppgerðum viðskiptum við Jón Ásgeir. Saksóknari spurði Pálma hvort hann hefði vitað til þess að Jón Ásgeir hefði þrýst á starfsmenn Glitnis að klára málið. Svaraði Pálmi á þá leið að það hefði ekki verið á sínum vegum. Hins vegar sagði Pálmi að í dag vissi hann sem væri að Glitnir hafi talið betra að eiga viðskipti við fyrrnefndnan Damas. „Ég veit að sjálfsögðu af því í dag að þeir hafi talið að til væri sætari stelpa á ballinu en ég, sem var Damas,“ sagði Pálmi og bætti við að betur hefði hentað Baugi að fá Damas inn.visir/Daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníel
Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira