Lífið

Conchita Wurst efst á vinsældarlista í Rússlandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Lag Austurríkis sem sigraði í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva síðastliðinn laugardag er efst á vinsældarlista iTunes í Rússlandi.

Conchita Wurst söng lagið Rise like a Pheonix og vakti hún sérstaka athygli fyrir fallega rödd sína og þéttan skeggvöxt. 

Þrátt fyrir að hafa staðið sig með stakri prýði hefur hún verið töluvert gagnrýnd af stjórnvöldum í Rússlandi. Fjöldinn allur af stjórnmálamönnum hafa látið gagnrýna og harðorða skoðun sína í ljós í garð Conchitu síðastliðna daga.

„Fyrir fimmtíu árum síðan hertóku Sovétmenn Austurríki. Við gerðum mistök þegar við frelsuðum landið,“ sagði þingmaðurinn Vladimir Zjironovskij.

„Þetta eru endalok Evrópu. Hún er orðin villt. Það eru ekki lengur bara menn og konur. Heldur líka „þetta“.“ sagði þingmaðurinn jafnframt.

Mikið var púað á framlag Rússa í keppninni, lagið Shine í flutningi systranna síðastliðinn laugardag. Líklegt verður að teljast að óánægju áhorfenda hafi ekki verið beint að söngkonunum tveimur, heldur tengist þetta yfirvöldum í Rússlandi sem hafa ekki vakið mikla lukku á alþjóðagrundvelli undanfarin ár.


Tengdar fréttir

Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast

Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast. Þetta segir Snæbjörn Ragnarsson bakraddasöngvari Pollapönks sem flytur lagið Enga fordóma í Eurovision í Danmörku í kvöld. Íslensk keppnishópurinn kvartaði formlega yfir hljóðmistökum í dómararennsli í gær.

Púað á Rússana

Stigagjöf til Rússlands vekur ekki mikla lukku á Eurovision-hátíðinni.

Eurovision slær út jólin

Laufey Helga Guðmundsdóttir er stödd í Kaupmannahöfn á sinni fjórðu Eurovision-keppni. Hún segir Pollapönkara hafa upplýst á blaðamannafundi að þeir lumi á trompi uppi í erminni sem mögulega verði lagt á borðið í kvöld.

,,Kallinn er í fáránlegu stuði''

Hraðfréttamaðurinn Benedikt Valsson sagðist vera í fáránlegu stuði er hann tilkynnti Evrópu að Ísland hefði gefið Hollendingum 12 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.