Íslenski boltinn

Þriðji sigur Keflvíkinga kom í þrettánda leik í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonas Sandqvist, markvörður Keflvíkinga, hefur haldið marki sínu hreinu í undanförnum tveimur leikjum.
Jonas Sandqvist, markvörður Keflvíkinga, hefur haldið marki sínu hreinu í undanförnum tveimur leikjum. Vísir/Daníel
Keflavíkurliðið er á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta með fullt hús eftir þrjár fyrstu umferðirnar eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í gærkvöldi.

Keflvíkingar unnu þarna sinn þriðja leik í röð og héldu jafnframt marki sínu jafnframt hreinu í annað skiptið í sumar. Þetta er mikil framför frá því á síðustu leiktíð.

Þriðji sigurinn og annað hreina markið kom ekki hús í Keflavíkinni í fyrrasumar fyrr en í þrettánda leik. Þá var kominn 7. ágúst og Verslunarmannahelgin var að baki. Keflvíkingar eru því tíu leikjum á undan í þrjá sigra í ár.

Keflvíkingar hafa aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar og Keflavíkurliðið hefur haldið marki sínu hreinu í síðustu tveimur leikjum eða jafnoft og allt síðasta sumar. Liðið fékk á sig fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum í fyrra.

Fyrstu þrír leikir Keflavíkur 2013

1. 1-2 tap fyrir FH

2. 0-2 tap fyrir KR

3. 3-1 sigur á Víkingi Ó.

Fyrstu þrír leikir Keflavíkur 2014

1. 3-1 sigur á Þór

2. 1-0 sigur á Val

3. 2-0 sigur á Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×