Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 0-1 | FH vann stórveldaslaginn Henry Birgir Gunnarsson í Laugardal skrifar 12. maí 2014 13:55 Kristján Gauti Emilsson skoraði sigurmark FH í kvöld. Vísir/Stefán FH-ingar byrja Íslandsmótið mjög vel og þeir unnu afar sætan sigur á Íslandsmeisturum KR á gervigrasinu í Laugardal í kvöld. Kristján Gauti Emilsson skoraði eina mark leiksins. Það er löngu orðið landsfrægt er KR-ingar kvörtuðu yfir því að hafa tapað hlutkestinu gegn Val og hefðu því þurft að leika gegn sólu í fyrri hálfleik. Baldur fyrirliði brosti því er hann vann hlutkestið í kvöld. Það bros átti ekki eftir að vera lengi á andliti hans en KR-ingar gátu ekkert þó svo þeir léku undan sólu í fyrri hálfleik. Nánast ekkert gerðist fyrstu 25 mínútur leiksins. Liðunum gekk illa að fóta sig og ná einhverjum takti í sinn leik. Það kom síðan hjá FH-ingum á meðan KR-ingar voru ítrekað að reyna langar sendingar upp völlinn sem engu skiluðu. Kantmenn þeirra komust síðan ekkert áleiðis. FH-ingar voru duglegir að byggja upp sóknir en færin létu á sér standa. FH-ingar þó líklegri og Kristján Gauti hefði átt að skora um miðjan hálfleikinn. Hann bætti fyrir það síðar er hann fékk annað skallafæri og stangaði boltann af miklu öryggi í netið. Fullkomlega sanngjarnt hjá liðinu sem var komið með öll tök á leiknum. Þetta mark skildi liðin að í hálfleik. FH-ingar tóku skynsemina fram yfir fegurðina í síðari hálfleik. Þeir lögðu "rútunni" fyrir framan teiginn hjá sér og leyfðu KR-ingum að sprikla fyrir framan teiginn. Sú taktík gekk fullkomlega upp. KR skapaði nánast ekki neitt og vörn FH algjörlega frábær. KR átti aðeins tvö skot á markið í leiknum og voru þau ekki hættuleg. KR-ingar spiluðu síðustu tíu mínúturnar manni færri eftir að hafa misst Hauk Heiðar af velli með rautt spjald. Þeir seldu sig samt dýrt en höfðu ekki erindi sem erfiði. KR er nú búið að tapa sex stigum í þrem umferðum og koma þau öll á "heimavelli". Laugardalurinn er ekki sama gryfja og KR-völlurinn og stigin eru dýr. Það er þó ekki völlurinn sem er að fella KR. Liðið hefur einfaldlega ekki verið nógu gott. Valur vann sanngjarnan sigur á KR og sigur FH í kvöld var líka sanngjarn. KR gengur illa að skapa sér færi og sóknarleikur liðsins er ekki nógu beittur. Miðjuspilið oft ekki nógu gott og eðlilega tala menn um að liðið sé leiðtogalaust. Bjarni Guðjónsson skildi vissulega eftir sig stórt skarð en KR hefur gæðaleikmenn sem eiga að geta leyst það. Baldur Sigurðsson er maðurinn sem þarf að stíga upp sem leiðtogi. Leiða með góðu fordæmi á vellinum og líka stýra liðinu og láta í sér heyra. Hann á vel að ráða við það. Það hefur verið stígandi í leik Zato og hann var besti maður KR í kvöld. Kantmenn liðsins eru að valda vonbrigðum en Almarr hefur varla hafið mótið og þeir Atli, Emil og Þorsteinn Már geta mikið betur. Óskar Örn á líka meira inni en hann gerir þetta ekki upp á eigin spýtur. FH-ingar líta mjög vel út í upphafi móts og ættu í raun að vera með fullt hús en þeir voru með yfirburði gegn Blikum en nældu þá aðeins í stig. Kassim er gríðarlega öflugur í vörninni og átti sinn besta leik í kvöld enda reyndi loksins eitthvað á vörnina. Böðvar kom frábærlega inn í bakvörðinn. Snýtti Almari og lagði upp sigurmarkið. Frábær innkoma. Það var vissulega sérstakt að sjá FH detta svona aftarlega eins og liðið gerði í kvöld en það gerði það vel. Davíð Þór batt liðið saman og Hólmar einnig mjög kröftugur. Við leikinn verður síðan ekki skilið án þess að minnast á dómarann Garðar Örn Hinriksson sem átti frábæran leik að mínu mati.Rúnar: Áttum að fá meira út úr þessum leik "Það er sárt að tapa því við vorum gríðarlega sterkir í dag. Sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar. FH átti góðan kafla í lok fyrri hálfleiks en við vorum mun betri í síðari hálfleik," sagði þjálfari KR, Rúnar Kristinsson, eftir leikinn. "Það var eðlilegt að FH skildi verja markið sitt í síðari hálfleik en við spiluðum samt vel og áttum að fá meira út úr þessum leik." KR kom boltanum yfir línuna seint í leiknum en aðstoðardómarinn flaggaði markið af. "Það er alltaf skrítið þegar aðstoðardómarinn flaggar á eitthvað sem gerist á marklínu í miðju markinu. Hann var ekki til í að flagga víti þegar tveir okkar manna eru teknir niður í teignum. Það var jafn langt færi þar fyrir aðstoðardómarann. Ég vona að hann hafi gert rétt sem ég efast ekkert um að hann hafi verið að reyna að gera," sagði Rúnar en hann var ekki sáttur við dómgæsluna í leiknum. "Mér fannst heilt yfir halla á okkur í dómgæslunni. Öll vafaatriði duttu þeirra megin. Það er samt ekki það sem skiptir máli í þessu. Við náðum ekki að skora mark en þeir skoruðu. Þetta var ekki þannig dómgæsla að hún eyðilagði eitthvað fyrir okkur. Ég vildi samt fá spjald á hafsentinn þeirra (Kassim, innsk. blm) en hann hoppaði upp á bakið á mönnum allan leikinn. Hann hoppar upp á bakið á Kjartani í miðjum vítateignum en við fáum ekki vítið." Þó svo Rúnar sé ósáttur við einhver atriði í dómgæslunni þá verður ekki fram hjá því litið að hans lið skapaði varla færi í leiknum. "Það er rétt að við sköpuðum mjög lítið. Við áttum fullt af fyrirgjöfum og hreyfðum vörnina þeirra mikið en við náðum ekki að opna þá. Það er erfitt þegar þeir eru með svona marga menn nánast inn í vítateig megnið af síðari hálfleik og meira að segja þegar við erum einum færri." Rúnar veit sem er að þessi töpuðu stig í Laugardalnum eru dýr enda heimavallarstig. "Það þykir öllum gaman að koma á KR-völlinn og spila en ég held að flestir hræðist það líka. Við töpuðum tveimur stigum á KR-vellinum í fyrra og erum búnir að tapa sex hérna núna."Heimir: Fínt að láta menn heyra það aðeins "Mér fannst við spila mjög skynsamlega. Við vitum að KR er með mjög öflugt sóknarlið. Mér fannst við leysa vel það sem þeir voru að henda í okkur. Þegar leið a fyrri hálfleik opnuðum við þá. Við hefðum svo getað skorað fleiri mörk í seinni hálfleik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, glaðbeittur. "Markið var gott. Við erum alltaf hættulegir er við förum út á vængina. Böddi átti frábæra fyrirgjöf og Kristján mætir á réttum tíma. Það hefur vantað í síðustu leikjum að menn mættu á réttum tíma þegar góðir boltar koma og við höfum verið að vinna í því. Það skilaði sér í þessu marki." Rúnar kollegi Heimis hjá KR var ósáttur við einhverja dóma og fannst halla á KR-liðið í leiknum. "Þeir vildu fá víti en ég sá það ekki nógu vel. Svo voru KR-ingarnir að henda sér niður í teignum og það var ekki víti þá." Heimir og Rúnar eru vinir og gamlir félagar úr KR. Þeir tóku eina hraustlega rimmu á línunni þar sem Heimir lét vel í sér heyra. "Ég er að eldast og hef alltaf verið svo rólegur. Maður mildast með aldrinum en þarf samt að æsa sig annað slagið. Það var fínt að láta menn heyra það aðeins," sagði Heimir sposkur. Guðjón Árni Antoníusson gat ekki spilað með FH í kvöld en Heimir sagði að hann væri meiddur. Þjálfarinn vildi að öðru leyti ekkert tjá sig meira um málið að svo stöddu.Baldur: Ég átti að fá víti Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, var að vonum svekktur eftir annað tap KR í deildinni. "Þetta var hörkuleikur. Það er hægt að benda eflaust á margt en það var bara eitt mark sem skildi að," sagði Baldur en hann vildi fá víti í leiknum en fékk ekki. "Ég átti klárlega að fá víti. Ég var tekinn niður og mér fannst þetta vera víti." KR-ingar voru með boltann megnið af leiknum en sköpuðu sér lítið sem ekkert. "Við byrjuðum leikinn vel. Settum þá undir pressu eins og við ætluðum að gera. Svo byrjar að slitna hjá okkur og við missum pressuna. Þá komast þeir inn í leikinn og skora. Svo þróast leikurinn í þá átt að þeir fara að halda forskotinu. Þá þarf eitthvað aukalega til þess að skora gegn sterku varnarliði eins og FH. "Við ætlum ekkert að afsaka okkur með að við séum að spila á þessum velli en að sjálfsögðu söknum við þess að vera ekki að spila í Frostaskjólinu. Samt engar afsakanir. Við höfum ekki verið að spila nógu vel og eigum ekkert meira en þessi þrjú stig skilin." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
FH-ingar byrja Íslandsmótið mjög vel og þeir unnu afar sætan sigur á Íslandsmeisturum KR á gervigrasinu í Laugardal í kvöld. Kristján Gauti Emilsson skoraði eina mark leiksins. Það er löngu orðið landsfrægt er KR-ingar kvörtuðu yfir því að hafa tapað hlutkestinu gegn Val og hefðu því þurft að leika gegn sólu í fyrri hálfleik. Baldur fyrirliði brosti því er hann vann hlutkestið í kvöld. Það bros átti ekki eftir að vera lengi á andliti hans en KR-ingar gátu ekkert þó svo þeir léku undan sólu í fyrri hálfleik. Nánast ekkert gerðist fyrstu 25 mínútur leiksins. Liðunum gekk illa að fóta sig og ná einhverjum takti í sinn leik. Það kom síðan hjá FH-ingum á meðan KR-ingar voru ítrekað að reyna langar sendingar upp völlinn sem engu skiluðu. Kantmenn þeirra komust síðan ekkert áleiðis. FH-ingar voru duglegir að byggja upp sóknir en færin létu á sér standa. FH-ingar þó líklegri og Kristján Gauti hefði átt að skora um miðjan hálfleikinn. Hann bætti fyrir það síðar er hann fékk annað skallafæri og stangaði boltann af miklu öryggi í netið. Fullkomlega sanngjarnt hjá liðinu sem var komið með öll tök á leiknum. Þetta mark skildi liðin að í hálfleik. FH-ingar tóku skynsemina fram yfir fegurðina í síðari hálfleik. Þeir lögðu "rútunni" fyrir framan teiginn hjá sér og leyfðu KR-ingum að sprikla fyrir framan teiginn. Sú taktík gekk fullkomlega upp. KR skapaði nánast ekki neitt og vörn FH algjörlega frábær. KR átti aðeins tvö skot á markið í leiknum og voru þau ekki hættuleg. KR-ingar spiluðu síðustu tíu mínúturnar manni færri eftir að hafa misst Hauk Heiðar af velli með rautt spjald. Þeir seldu sig samt dýrt en höfðu ekki erindi sem erfiði. KR er nú búið að tapa sex stigum í þrem umferðum og koma þau öll á "heimavelli". Laugardalurinn er ekki sama gryfja og KR-völlurinn og stigin eru dýr. Það er þó ekki völlurinn sem er að fella KR. Liðið hefur einfaldlega ekki verið nógu gott. Valur vann sanngjarnan sigur á KR og sigur FH í kvöld var líka sanngjarn. KR gengur illa að skapa sér færi og sóknarleikur liðsins er ekki nógu beittur. Miðjuspilið oft ekki nógu gott og eðlilega tala menn um að liðið sé leiðtogalaust. Bjarni Guðjónsson skildi vissulega eftir sig stórt skarð en KR hefur gæðaleikmenn sem eiga að geta leyst það. Baldur Sigurðsson er maðurinn sem þarf að stíga upp sem leiðtogi. Leiða með góðu fordæmi á vellinum og líka stýra liðinu og láta í sér heyra. Hann á vel að ráða við það. Það hefur verið stígandi í leik Zato og hann var besti maður KR í kvöld. Kantmenn liðsins eru að valda vonbrigðum en Almarr hefur varla hafið mótið og þeir Atli, Emil og Þorsteinn Már geta mikið betur. Óskar Örn á líka meira inni en hann gerir þetta ekki upp á eigin spýtur. FH-ingar líta mjög vel út í upphafi móts og ættu í raun að vera með fullt hús en þeir voru með yfirburði gegn Blikum en nældu þá aðeins í stig. Kassim er gríðarlega öflugur í vörninni og átti sinn besta leik í kvöld enda reyndi loksins eitthvað á vörnina. Böðvar kom frábærlega inn í bakvörðinn. Snýtti Almari og lagði upp sigurmarkið. Frábær innkoma. Það var vissulega sérstakt að sjá FH detta svona aftarlega eins og liðið gerði í kvöld en það gerði það vel. Davíð Þór batt liðið saman og Hólmar einnig mjög kröftugur. Við leikinn verður síðan ekki skilið án þess að minnast á dómarann Garðar Örn Hinriksson sem átti frábæran leik að mínu mati.Rúnar: Áttum að fá meira út úr þessum leik "Það er sárt að tapa því við vorum gríðarlega sterkir í dag. Sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar. FH átti góðan kafla í lok fyrri hálfleiks en við vorum mun betri í síðari hálfleik," sagði þjálfari KR, Rúnar Kristinsson, eftir leikinn. "Það var eðlilegt að FH skildi verja markið sitt í síðari hálfleik en við spiluðum samt vel og áttum að fá meira út úr þessum leik." KR kom boltanum yfir línuna seint í leiknum en aðstoðardómarinn flaggaði markið af. "Það er alltaf skrítið þegar aðstoðardómarinn flaggar á eitthvað sem gerist á marklínu í miðju markinu. Hann var ekki til í að flagga víti þegar tveir okkar manna eru teknir niður í teignum. Það var jafn langt færi þar fyrir aðstoðardómarann. Ég vona að hann hafi gert rétt sem ég efast ekkert um að hann hafi verið að reyna að gera," sagði Rúnar en hann var ekki sáttur við dómgæsluna í leiknum. "Mér fannst heilt yfir halla á okkur í dómgæslunni. Öll vafaatriði duttu þeirra megin. Það er samt ekki það sem skiptir máli í þessu. Við náðum ekki að skora mark en þeir skoruðu. Þetta var ekki þannig dómgæsla að hún eyðilagði eitthvað fyrir okkur. Ég vildi samt fá spjald á hafsentinn þeirra (Kassim, innsk. blm) en hann hoppaði upp á bakið á mönnum allan leikinn. Hann hoppar upp á bakið á Kjartani í miðjum vítateignum en við fáum ekki vítið." Þó svo Rúnar sé ósáttur við einhver atriði í dómgæslunni þá verður ekki fram hjá því litið að hans lið skapaði varla færi í leiknum. "Það er rétt að við sköpuðum mjög lítið. Við áttum fullt af fyrirgjöfum og hreyfðum vörnina þeirra mikið en við náðum ekki að opna þá. Það er erfitt þegar þeir eru með svona marga menn nánast inn í vítateig megnið af síðari hálfleik og meira að segja þegar við erum einum færri." Rúnar veit sem er að þessi töpuðu stig í Laugardalnum eru dýr enda heimavallarstig. "Það þykir öllum gaman að koma á KR-völlinn og spila en ég held að flestir hræðist það líka. Við töpuðum tveimur stigum á KR-vellinum í fyrra og erum búnir að tapa sex hérna núna."Heimir: Fínt að láta menn heyra það aðeins "Mér fannst við spila mjög skynsamlega. Við vitum að KR er með mjög öflugt sóknarlið. Mér fannst við leysa vel það sem þeir voru að henda í okkur. Þegar leið a fyrri hálfleik opnuðum við þá. Við hefðum svo getað skorað fleiri mörk í seinni hálfleik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, glaðbeittur. "Markið var gott. Við erum alltaf hættulegir er við förum út á vængina. Böddi átti frábæra fyrirgjöf og Kristján mætir á réttum tíma. Það hefur vantað í síðustu leikjum að menn mættu á réttum tíma þegar góðir boltar koma og við höfum verið að vinna í því. Það skilaði sér í þessu marki." Rúnar kollegi Heimis hjá KR var ósáttur við einhverja dóma og fannst halla á KR-liðið í leiknum. "Þeir vildu fá víti en ég sá það ekki nógu vel. Svo voru KR-ingarnir að henda sér niður í teignum og það var ekki víti þá." Heimir og Rúnar eru vinir og gamlir félagar úr KR. Þeir tóku eina hraustlega rimmu á línunni þar sem Heimir lét vel í sér heyra. "Ég er að eldast og hef alltaf verið svo rólegur. Maður mildast með aldrinum en þarf samt að æsa sig annað slagið. Það var fínt að láta menn heyra það aðeins," sagði Heimir sposkur. Guðjón Árni Antoníusson gat ekki spilað með FH í kvöld en Heimir sagði að hann væri meiddur. Þjálfarinn vildi að öðru leyti ekkert tjá sig meira um málið að svo stöddu.Baldur: Ég átti að fá víti Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, var að vonum svekktur eftir annað tap KR í deildinni. "Þetta var hörkuleikur. Það er hægt að benda eflaust á margt en það var bara eitt mark sem skildi að," sagði Baldur en hann vildi fá víti í leiknum en fékk ekki. "Ég átti klárlega að fá víti. Ég var tekinn niður og mér fannst þetta vera víti." KR-ingar voru með boltann megnið af leiknum en sköpuðu sér lítið sem ekkert. "Við byrjuðum leikinn vel. Settum þá undir pressu eins og við ætluðum að gera. Svo byrjar að slitna hjá okkur og við missum pressuna. Þá komast þeir inn í leikinn og skora. Svo þróast leikurinn í þá átt að þeir fara að halda forskotinu. Þá þarf eitthvað aukalega til þess að skora gegn sterku varnarliði eins og FH. "Við ætlum ekkert að afsaka okkur með að við séum að spila á þessum velli en að sjálfsögðu söknum við þess að vera ekki að spila í Frostaskjólinu. Samt engar afsakanir. Við höfum ekki verið að spila nógu vel og eigum ekkert meira en þessi þrjú stig skilin."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira