Handbolti

Bjarki Sigurðsson tekur við HK

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarki Sigurðsson yfirgefur ÍR og þjálfar nú HK.
Bjarki Sigurðsson yfirgefur ÍR og þjálfar nú HK. Vísir/Daníel
Bjarki Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gærkvöldi. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Hann kemur til HK frá ÍR þar sem hann hefur starfað undanfarin fjögur ár en undir stjórn hans tryggði Breiðholtsliðið sér sæti í úrvalsdeildinni á ný og varð bikarmeistari í fyrra.

Bjarki lét af störfum hjá ÍR eftir tímabilið en Bjarni Fritzson, tekur við af honum. Bjarni hefur verið spilandi þjálfari Akureyrar undanfarin ár.

HK verður áfram í Olís-deildinni þrátt fyrir að hafna í neðsta sæti hennar á tímabilinu og vinna aðeins einn leik af 21. Þar sem fjölgað verður um tvö lið í deildinni, úr átta í tíu, á næsta tímabili verður HK áfram á meðal þeirra bestu.

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfaði HK á lokametrunum í deildinni en hann tók við af SamúelÍvariÁrnasyni sem var látinn fara eftir slakt gengi liðsins.

Bjarki Sigurðsson hefur áður þjálfað Aftureldingu en hann á að baki 228 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 575 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×