Martin Kaymer sigraði á Players 12. maí 2014 00:31 Kaymer horfir á eftir pútti á lokahringnum í kvöld. AP/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í kvöld á Players meistaramótinu en hann lék hringina fjóra á TPC Sawgrass vellinum á 13 höggum undir pari. Jim Furyk endaði í öðru sæti á 12 undir en Sergio Garcia nældi í þriðja sætið á 11 höggum undir. Hinum tvítuga Jordan Spieth tókst ekki að leika fjórða skollalausa hringinn í röð en hann lék lokahringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari og endaði jafn í fjórða sæti á samtals tíu höggum undir pari. Sigur Kaymer var hans fyrsti á atvinnugolfmóti í tvö og hálft ár en hann var næstum því búinn að klúðra honum á lokaholunum í kvöld. Mótið var stöðvað í rúmlega einn og hálfan klukkutíma vegna eldingahættu og þegar að það var gert var Kaymer á 15 höggum undir pari, þremur á undan næsta manni. Þegar að leikur hófst á ný virtist þó eins og að pásan hefði farið illa í Kaymer en hann fékk tvöfaldan skolla á 15.holu og hafði hann því aðeins eins högga forystu fyrir síðustu þrjár holurnar, sem eru afar erfiðar. Honum tókst þó að fá par á þær allar en á 17.holu setti hann rúmlega 15 metra pútt niður fyrir pari til þess að halda í forystuna.Rory McIlroy náði að rétta úr kútnum á lokahringnum eftir að hafa náð niðurskurðinum með naumindum en hann kom inn á 66 höggum í dag, sex undir pari og hafnaði jafn í sjötta sæti á samtals níu höggum undir. Fyrir sigurinn fær Kaymer rúmlega 200 milljónir króna, 5 ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og nánast tryggir sæti sitt í Ryderliði Evrópu fyrir Ryderbikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í kvöld á Players meistaramótinu en hann lék hringina fjóra á TPC Sawgrass vellinum á 13 höggum undir pari. Jim Furyk endaði í öðru sæti á 12 undir en Sergio Garcia nældi í þriðja sætið á 11 höggum undir. Hinum tvítuga Jordan Spieth tókst ekki að leika fjórða skollalausa hringinn í röð en hann lék lokahringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari og endaði jafn í fjórða sæti á samtals tíu höggum undir pari. Sigur Kaymer var hans fyrsti á atvinnugolfmóti í tvö og hálft ár en hann var næstum því búinn að klúðra honum á lokaholunum í kvöld. Mótið var stöðvað í rúmlega einn og hálfan klukkutíma vegna eldingahættu og þegar að það var gert var Kaymer á 15 höggum undir pari, þremur á undan næsta manni. Þegar að leikur hófst á ný virtist þó eins og að pásan hefði farið illa í Kaymer en hann fékk tvöfaldan skolla á 15.holu og hafði hann því aðeins eins högga forystu fyrir síðustu þrjár holurnar, sem eru afar erfiðar. Honum tókst þó að fá par á þær allar en á 17.holu setti hann rúmlega 15 metra pútt niður fyrir pari til þess að halda í forystuna.Rory McIlroy náði að rétta úr kútnum á lokahringnum eftir að hafa náð niðurskurðinum með naumindum en hann kom inn á 66 höggum í dag, sex undir pari og hafnaði jafn í sjötta sæti á samtals níu höggum undir. Fyrir sigurinn fær Kaymer rúmlega 200 milljónir króna, 5 ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og nánast tryggir sæti sitt í Ryderliði Evrópu fyrir Ryderbikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira