Lífið

Púað á Rússana

Bjarki Ármannsson skrifar
Tolmachevy-systur á sviðinu.
Tolmachevy-systur á sviðinu. Vísir/AFP
Stigagjöf er hafin í Eurovision og það stefnir ekki í að framlag okkar Íslendinga, No Prejudice í flutningi Pollapönks, ríði feitum hesti frá keppninni. Allt getur þó enn gerst.

Athygli vekur að framlag Rússa, lagið Shine í flutningi Tolmachevy systranna, er rækilega púað í B&W höllinni í Kaupmannahöfn í hvert sinn sem það hlýtur einhver stig. Sömuleiðis heyrðist varla í stigakynni Rússa er hún deildi stigum á aðra, meðal annars okkur, fyrir óhljóðum.

Líklegt verður að teljast að óánægju áhorfenda sé ekki beint að söngkonunum tveimur, heldur tengist þetta yfirvöldum í Rússlandi sem hafa ekki vakið mikla lukku á alþjóðagrundvelli undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.