Sport

Ísland tekur við forsæti í Norræna sundsambandinu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hörður tekur við af fráfarandi forseta Finnanum Sami Wahlman
Hörður tekur við af fráfarandi forseta Finnanum Sami Wahlman
Hörður J. Oddfríðarson, formaður sundsambands Íslands, tók í dag við forsæti í Norræna sundsambandinu (NSF). Embættið fylgir formennsku í SSÍ og Ísland mun vera í forsæti til ársins 2018.

Hörður hefur verið í stjórn NSF frá árinu 2005. Megin markmið NSF er að styrkja og byggja upp sundíþróttir meðal þátttökuríkjanna, auka samvinnu þeirra og vera í forystu gagnvart öðru alþjóðlegu starfi í sundíþróttum.

Þing NSF er haldið í Færeyjum núna um helgina. Fyrir Íslands hönd sækja þingið ásamt Herði þau Hlín Ástþórsdóttir varaformaður SSÍ og Emil Örn Harðarson mótastjóri.

Á þinginu voru staðfest ný og uppfærð lög NSF, ásamt töluverðum breytingum á reglum þess sem varða ýmsa keppni á þess vegum. Eistland sækir nú þing NSF í fyrsta skipti sem fullgildur meðlimur sambandsins eftir að hafa verið aukameðlimur í þó nokkur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×