Viðskipti innlent

Hæstiréttur staðfestir milljónar sekt á lögmenn

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Lögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar Hall.
Lögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar Hall. Vísir/PJetur
Hæstiréttur hefur staðfest réttarfarssekt sem lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall var gert að greiða vegna Al-Thani málsins svokallaða. Þeim var báðum gert að greiða eina milljón króna í sekt í ríkissjóð.

Í dómi Hæstaréttar segir að lögmönnunum hafi borið að mæta til þings við aðalmeðferð málsins og eftir atvikkum viðhafa andmæli við málsmeðferðina eftir því sem efni hefðu staðið til.

„Háttsemi varnaraðila var að þessu leyti hvorki í þágu skjólstæðinga þeirra né annarra ákærðu,“ segir í dómnum.

Þá hafi yfirlýsingar þeirra um að þeir létu af verjendastörfum falið í sér gróft brot á starfsskyldum þeirra sem verjendur í sakamáli.

Ragnar var upphaflega verjandi fjárfestisins Ólafs Ólafssonar í málinu og Gestur Jónsson, var verjandi Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings.


Tengdar fréttir

Ragnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins

Lögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson fengu eina milljón króna í réttarfarsekt hvor fyrir að segja sig af tilnefnislausu frá Al-Thani málinu sem verjendur sakborninga við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi í dag.

Gestur segir réttarfarssekt "óskiljanlega“ - hafa báðir áfrýjað

Lögmennirnir Ragnar Hall og Gestur Jónsson sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá málinu á fyrri stigum og fyrir að misbjóða virðingu Héraðsdóms Reykjavíkur hafa þegar áfrýjað þeirri refsingu sem þeir fengu í dómnum til Hæstaréttar.

Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum

Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár.

Deilt um réttarfarssekt lögmanna

Aðalmeðferð fór fram í máli ákæruvaldsins gegn lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall í dag en þeir voru dæmdir til að greiða eina milljón í réttarfarssekt fyrir að segja sig frá Al-Thani málinu í apríl í fyrra af tilefnislausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×