James May fær sér BMW i3 rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 14:39 James May og BMW i3. Jalopnik Þríeykið í Top Gear hefur verið óþreytt í þáttum sínum að tala niður rafmagnsbíla og tvinnbíla og því skýtur kannski skökku við að einn þeirra, James May, hafi nú keypt sér rafmagnsbíl. Varð hinn nýi BMW i3 fyrir valinu. James May hefur þó verið þeirra hógværastur er kemur að því að hæðast að bílum sem ganga fyrir öðru en bensíni, en hinir tveir, Jeremy Clarkson og Richard Hammond virðast drekka bensín með morgunmatnum. Ekki er að efa að þeir tveir muni gera stólpagrín af James May er hann birtist á nýja bílnum sínum og vafalaust mun það skila sér í þáttunum ágætu. Ef til vill endar það með því að þeir verða allir komnir á rafmagnsbíla innan tíðar og hætta að ala á auðævum olífursta. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent
Þríeykið í Top Gear hefur verið óþreytt í þáttum sínum að tala niður rafmagnsbíla og tvinnbíla og því skýtur kannski skökku við að einn þeirra, James May, hafi nú keypt sér rafmagnsbíl. Varð hinn nýi BMW i3 fyrir valinu. James May hefur þó verið þeirra hógværastur er kemur að því að hæðast að bílum sem ganga fyrir öðru en bensíni, en hinir tveir, Jeremy Clarkson og Richard Hammond virðast drekka bensín með morgunmatnum. Ekki er að efa að þeir tveir muni gera stólpagrín af James May er hann birtist á nýja bílnum sínum og vafalaust mun það skila sér í þáttunum ágætu. Ef til vill endar það með því að þeir verða allir komnir á rafmagnsbíla innan tíðar og hætta að ala á auðævum olífursta.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent