James May fær sér BMW i3 rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 14:39 James May og BMW i3. Jalopnik Þríeykið í Top Gear hefur verið óþreytt í þáttum sínum að tala niður rafmagnsbíla og tvinnbíla og því skýtur kannski skökku við að einn þeirra, James May, hafi nú keypt sér rafmagnsbíl. Varð hinn nýi BMW i3 fyrir valinu. James May hefur þó verið þeirra hógværastur er kemur að því að hæðast að bílum sem ganga fyrir öðru en bensíni, en hinir tveir, Jeremy Clarkson og Richard Hammond virðast drekka bensín með morgunmatnum. Ekki er að efa að þeir tveir muni gera stólpagrín af James May er hann birtist á nýja bílnum sínum og vafalaust mun það skila sér í þáttunum ágætu. Ef til vill endar það með því að þeir verða allir komnir á rafmagnsbíla innan tíðar og hætta að ala á auðævum olífursta. Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður
Þríeykið í Top Gear hefur verið óþreytt í þáttum sínum að tala niður rafmagnsbíla og tvinnbíla og því skýtur kannski skökku við að einn þeirra, James May, hafi nú keypt sér rafmagnsbíl. Varð hinn nýi BMW i3 fyrir valinu. James May hefur þó verið þeirra hógværastur er kemur að því að hæðast að bílum sem ganga fyrir öðru en bensíni, en hinir tveir, Jeremy Clarkson og Richard Hammond virðast drekka bensín með morgunmatnum. Ekki er að efa að þeir tveir muni gera stólpagrín af James May er hann birtist á nýja bílnum sínum og vafalaust mun það skila sér í þáttunum ágætu. Ef til vill endar það með því að þeir verða allir komnir á rafmagnsbíla innan tíðar og hætta að ala á auðævum olífursta.
Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður