Mikið nýtt frá Loop og Guideline Karl Lúðvíksson skrifar 21. maí 2014 13:10 Thomas hjá Veiðiflugum Langholtsvegi Verslunin Veiðiflugur á Langholtsvegi hefur sérhæft sig í fluguveiðibúnaði fyrir veiðimenn og eru að taka nýjar vörur upp úr kössunum þessa dagana. "Nýjungar hjá okkur í sumar eru nokkrar. Loop eru að koma með nýja jakka og töskur í ýmsum stærðum og gerðum. Það munum við kynna betur þegar við fáum þessar vörur inn á gólf hjá okkur" segir Thomas Zahniser hjá veiðiflugum. Verslunin hefur verið umboðsaðili Guideline um nokkurt skeið en í fyrra bættist Loop inní merkjaflóru verslunarinnar en það merki hefur lengi verið í uppáhalda hjá Íslensum veiðimönnum. Meðal nýjunga Guideline eru nýjar stórar töskur (Duffel bag), þær koma í 85L og 150L útgáfum. Töskurnar eru léttar, sterkar og vatnsfráhrindandi. "Við vorum líka að fá mikið af nýjum fatnaði frá Guideline og þar má t.d. nefna Experience vöðlujakkann sem hefur verið endurhannaður, þetta er þægilegur og góður jakki sem er alveg vatnsheldur við allar aðstæður. Það er að koma nýr primaloft fatnaður með léttri fyllingu, bæði jakki og buxur, þetta er frábær „layer“ fatnaður, primaloft fyllingin er ótrúlega hlý miðað við léttleika" segir Thomas en veiðimenn leggja mikið upp úr gæðum á veiðifatnaði enda er þetta það sem skilur menn að frá náttúruöflunum þegar staðið er við veiðar. Einnig er aukið úrval af fatnaði frá Patagonia sem veiðimenn þekkja vel. Aðspurður að því hvort þeir félagar í Veiðiflugum hafi verið duglegir við veiðar í vor segir Thomas að því miður hafi dagarnir verið færri en þeir vildu, það er búið að vera mikið að gera við að koma nýjum vörum fyrir og undirbúa verslunina fyrir sumarið svo það hefur ekki alltaf verið tími til að grípa í stöngina. Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Verslunin Veiðiflugur á Langholtsvegi hefur sérhæft sig í fluguveiðibúnaði fyrir veiðimenn og eru að taka nýjar vörur upp úr kössunum þessa dagana. "Nýjungar hjá okkur í sumar eru nokkrar. Loop eru að koma með nýja jakka og töskur í ýmsum stærðum og gerðum. Það munum við kynna betur þegar við fáum þessar vörur inn á gólf hjá okkur" segir Thomas Zahniser hjá veiðiflugum. Verslunin hefur verið umboðsaðili Guideline um nokkurt skeið en í fyrra bættist Loop inní merkjaflóru verslunarinnar en það merki hefur lengi verið í uppáhalda hjá Íslensum veiðimönnum. Meðal nýjunga Guideline eru nýjar stórar töskur (Duffel bag), þær koma í 85L og 150L útgáfum. Töskurnar eru léttar, sterkar og vatnsfráhrindandi. "Við vorum líka að fá mikið af nýjum fatnaði frá Guideline og þar má t.d. nefna Experience vöðlujakkann sem hefur verið endurhannaður, þetta er þægilegur og góður jakki sem er alveg vatnsheldur við allar aðstæður. Það er að koma nýr primaloft fatnaður með léttri fyllingu, bæði jakki og buxur, þetta er frábær „layer“ fatnaður, primaloft fyllingin er ótrúlega hlý miðað við léttleika" segir Thomas en veiðimenn leggja mikið upp úr gæðum á veiðifatnaði enda er þetta það sem skilur menn að frá náttúruöflunum þegar staðið er við veiðar. Einnig er aukið úrval af fatnaði frá Patagonia sem veiðimenn þekkja vel. Aðspurður að því hvort þeir félagar í Veiðiflugum hafi verið duglegir við veiðar í vor segir Thomas að því miður hafi dagarnir verið færri en þeir vildu, það er búið að vera mikið að gera við að koma nýjum vörum fyrir og undirbúa verslunina fyrir sumarið svo það hefur ekki alltaf verið tími til að grípa í stöngina.
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði