Ertu sdíbblaður? Rikka skrifar 21. maí 2014 13:29 Mynd/Getty Images Á meðan flestir fagna sumrinu er það þónokkrir sem fyllast kvíða þegar sólin hækkar á lofti og gróðurinn fer í sinn fegursta búning. Kláði í augum, nefrennsli og síendurteknir hnerrar er það sem bíður þeirra á þessu tímabili sem eru haldnir frjókornaofnæmi. Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem Íslendingar eru haldnir og er sökudólgurinn oftast frjókorn frá grastegundum en líka trjám og túnfíflum. Hvað get ég gert?Þú getur skellt þér út í apótek og keypt þér andhistamín lyf. Líkaminn myndar histamín í líkamanum þegar ofnæmi gerir vart við sig og það er histamínið sem veldur einkennunum s.s nefrennsli og hnerra. Andhistamín lyfin koma í veg fyrir að histamínið myndist. Þú getur keypt þér stíflulosandi neflyf en það dregur saman háræðarnar í nefslímhúðinni og losar þannig um stíflur. Ef að ekkert af þessu virkar borgar sig að kíkja til læknis og fá uppáskrifað sterkari lyf svo að þú þurfir ekki að loka þig inni yfir sumartímann.Mynd/Getty ImagesEr hægt að draga úr frjókornaofnæmi með mataræði?Nokkrar rannsóknir benda til þess að með því að styrkja ónæmiskerfi líkamanns þá geturðu minnkað líkurnar á því að fá frjókornaofnæmi. Mælt er með því að þú borðir meira af:Hnetum, en þær eru magnesíumríkar og innihalda einnig E-vítamín, þessi vítamín styrkja öndunarfærin.Epli, appelsínum, tómötum og papríku, en þau eru stútfull af C-vítamíni sem styrkir ónæmiskerfið.Vínberjum og bláberjum, sem eru stútfull af andoxunarefnum sem styrkja frumur líkamans.Feitum fisk, sérstaklega bleikum fisk sem inniheldur Omega-3 fitusýrur í miklu magni en fitusýrurnar draga úr bólgumyndun í líkamanum. Einhverjir vilja svo halda því fram að neysla á mjólkurvörum sé slæm á ofnæmistímabilinu þar sem að það er talið að þær séu slímmyndandi og stífli þannig öndunarveginn enn frekar. Frekari fróðleik um frjókornaofnæmi má finna á doktor.is og heimasíðu astma og ofnæmisfélags Íslands. Heilsa Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Á meðan flestir fagna sumrinu er það þónokkrir sem fyllast kvíða þegar sólin hækkar á lofti og gróðurinn fer í sinn fegursta búning. Kláði í augum, nefrennsli og síendurteknir hnerrar er það sem bíður þeirra á þessu tímabili sem eru haldnir frjókornaofnæmi. Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem Íslendingar eru haldnir og er sökudólgurinn oftast frjókorn frá grastegundum en líka trjám og túnfíflum. Hvað get ég gert?Þú getur skellt þér út í apótek og keypt þér andhistamín lyf. Líkaminn myndar histamín í líkamanum þegar ofnæmi gerir vart við sig og það er histamínið sem veldur einkennunum s.s nefrennsli og hnerra. Andhistamín lyfin koma í veg fyrir að histamínið myndist. Þú getur keypt þér stíflulosandi neflyf en það dregur saman háræðarnar í nefslímhúðinni og losar þannig um stíflur. Ef að ekkert af þessu virkar borgar sig að kíkja til læknis og fá uppáskrifað sterkari lyf svo að þú þurfir ekki að loka þig inni yfir sumartímann.Mynd/Getty ImagesEr hægt að draga úr frjókornaofnæmi með mataræði?Nokkrar rannsóknir benda til þess að með því að styrkja ónæmiskerfi líkamanns þá geturðu minnkað líkurnar á því að fá frjókornaofnæmi. Mælt er með því að þú borðir meira af:Hnetum, en þær eru magnesíumríkar og innihalda einnig E-vítamín, þessi vítamín styrkja öndunarfærin.Epli, appelsínum, tómötum og papríku, en þau eru stútfull af C-vítamíni sem styrkir ónæmiskerfið.Vínberjum og bláberjum, sem eru stútfull af andoxunarefnum sem styrkja frumur líkamans.Feitum fisk, sérstaklega bleikum fisk sem inniheldur Omega-3 fitusýrur í miklu magni en fitusýrurnar draga úr bólgumyndun í líkamanum. Einhverjir vilja svo halda því fram að neysla á mjólkurvörum sé slæm á ofnæmistímabilinu þar sem að það er talið að þær séu slímmyndandi og stífli þannig öndunarveginn enn frekar. Frekari fróðleik um frjókornaofnæmi má finna á doktor.is og heimasíðu astma og ofnæmisfélags Íslands.
Heilsa Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira