Upphitun fyrir UFC Fight Night 42 Guttormur Árni Ársælsson skrifar 6. júní 2014 23:45 Henderson og Khabilov við vigtun í gær. Vísir/Getty Aðfaranótt sunnudags fer fram UFC Fight Night 42 í Alburquerque, Nýju Mexíkó en þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur viðburð í fylkinu. Viðburðurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hann klukkan tvö. Benson Henderson (20-3-0) gegn Rustam Khabilov (17-1-0) - Léttvigt (70kg) Í aðalbardaga kvöldsins eigast við fyrrum meistarinn Benson Henderson og hinn rússneski Rustam Khabilov. Henderson er númer tvö í þyngdarflokknum á meðan Khabilov er númer 11 samkvæmt styrkleikalista UFC. Henderson er stór fyrir þyngdarflokkinn, einstaklega fjölhæfur bardagakappi og reynslumikill.3 atriði til að hafa í hugaHenderson hefur ekki tapað fyrir neinum sem heitir ekki Anthony Pettis síðan 2007.Varði titilinn þrisvar sinnum í einum sterkasta þyngdarflokki UFC.Svart belti í tækvondó og brasilísku jiu-jitsu.Andstæðingur hans, Rustam Khabilov, er frá Dagestan héraðinu í Rússlandi sem hefur alið af sér frábæra Sambó-glímukappa. Khabilov æfir í dag hjá Greg Jackson í Alburquerque, Nýju Mexíkó líkt og margir keppendur á þessu bardagakvöldi.3 atriði til að hafa í hugaÓsigraður í UFC. Aðeins tapað einu sinni á ferlinum og það var gegn andstæðingi sem keppir í léttþungavigt.Khabilov æfir daglega í Alburquerque en borgin er í 1,6km hæð yfir sjávarmáli.Khabilov er gríðarlega góður glímukappi og þekktur fyrir frábær köst.Diego Sanchez (24-7-0) gegn Ross Pearson (15-6-1) - Léttvigt (70kg)Diego Sanchez hóf UFC feril sinn með því að sigra fyrstu seríu The Ultimate Fighter og sigraði fyrstu 17 bardaga sína í MMA. Í seinni tíð hefur þó aðeins hallað undan fæti hjá þessum 32 ára kappa og hefur hann tapað fimm af síðustu átta bardögum sínum. Sanchez æfir, líkt og Rustam Khabilov, hjá Greg Jackson í Alburquereque.3 atriði til að hafa í hugaGlímukappi að upplagi en hefur ekki náð andstæðingi í gólfið síðan 2008.Hefur tapað síðustu tveimur bardögum og þarf því nauðsynlega á sigri að halda.Þykir einstaklega furðulegur náungi og er innganga hans í búrið oft áhugaverð. Andstæðingur hans, hinn breski Ross Pearson, sigraði níundu seríu The Ultimate Fighter. Á meðan Diego Sanchez er í stærri kantinum fyrir léttvigtarmann og hefur áður barist í millivigt og veltivigt, kemur Pearson úr fjaðurvigtinni. Pearson er bæði lágvaxnari og með styttri faðmlengd en Sanchez.3 atriði til að hafa í hugaPearson er mjög fær sparkboxari.Mun reyna að halda bardaganum standandi og klára Sanchez þar.Er með 81% felluvörn í UFC.John Dodson er mjög höggþungur.Vísir/GettyBryan Caraway (18-6-0) gegn Erik Perez (14-5-0) - bantamvigt (61 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er milli Erik Perez og Bryan Caraway. Perez kemur frá Mexíkó en hann hefur unnið fjóra bardaga og tapað einum í UFC á meðan Caraway er með þrjá sigra og eitt tap. Bardaginn gæti orðið þrælskemmtilegur en Perez hefur klárað 11 af 14 sigrum sínum með uppgjafartaki eða rothöggi og Caraway hefur tvisvar fengið frammistöðubónus í UFC. Í því felst að bardagamaðurinn fær bónus fyrir besta bardaga kvöldsins og bónus fyrir besta uppgjafartak kvöldsins.3 atriði til að hafa í hugaErik Perez á fljótasta rothöggið í sögu bantamvigtarinnar en hann rotaði Ken Stone eftir aðeins 17 sekúndur.Bryan Caraway er hvað þekktastur fyrir að vera unnusti bardagakonunnar Miesha Tate16 af 18 sigrum Caraway hafa komið eftir uppgjafartakJohn Dodson (15-6-0) gegn John Moraga (14-2-0) - Fluguvigt (56kg) Fluguvigtin er léttasti þyngdarflokkurinn í UFC og hefur ekki átt upp á pallborðið hjá aðdáendum í sama mæli og aðrir þyngdarflokkar. Það er mikil synd því bardagar í þessum þyngdarflokki eru oftar en ekki æsispennandi.John Dodson er enn einn kappinn á þessu bardagakvöldi sem æfir undir leiðsögn Greg Jackson. Dodson sigraði The Ultimate Figther 14 þar sem hann rotaði núverandi bantamvigtarmeistara UFC, T.J. Dillashaw, í úrslitunum og það er því ljóst að Dodson hefur alla burði til að gera atlögu að titlinum.Þrjú atriði til að hafa í hugaSigraði Moraga í bardaga árið 2010.Barðist um titilinn í fluguvigtinni þar sem hann tapaði eftir dómaraákvörðun í jöfnum bardaga.Gífurlega snöggur og góður íþróttamaður.John Moraga hefur aðeins tapað tvisvar á ferlinum, einu sinni gegn núverandi meistara, Demetrious Johnson og einu sinni gegn Dodson. Í bardaga sínum gegn meistaranum leit hann vel út á köflum en Johnson sigraði á reynslunni þegar hann tók Moraga í gólfið í síðustu lotum bardagans. Moraga hefur lýst því yfir að hann telji Dodson vera hættulegasta bardagakappann í fluguvigtinni, hættulegri en meistarann sjálfann.3 atriði til að hafa í hugaHefur sigrað átta af síðustu níu bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Demetrious Johnson.Glímdi í efstu deild í bandarísku háskólaglímunni þar sem hann komst tvisvar á topp 8 á All-American listanum.Númer fimm í fluguvigtinni samkvæmt styrkleikalista UFC.Rafael dos Anjos (20-7-0) gegn Jason High (18-4-0) - léttvigt (70 kg) Þessi bardagi gæti orðið áhugaverður fyrir þær sakir að báðir eru góðir glímumenn en þó með ólíka stíla. Rafael dos Anjos er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu á meðan Jason High er bandarískur glímumaður. Baráttan um toppstöðuna í gólfinu verður því áhugaverð en samanlagt hafa þeir sigrað 16 bardaga eftir uppgjafartak.3 atriði til að hafa í hugaFyrsti bardagi High í léttvigtinni en hann hefur hingað til barist í veltivigt.High starfaði lengi vel sem sjúkraflutningamaður meðfram bardagaferlinum.Dos Anjos kjálkabrotnaði í bardaga gegn Clay Guida og er með títaníum í kjálkanum í dag..Yves Edwards (42-20-1) gegn Piotr Hallmann (14-2-0) - léttvigt (70 kg) Bandaríkjamaðurinn Yves Edwards er gríðarlega reynslumikill en hann á 64 bardaga að baki í MMA. Hinn pólski Piotr Hallmann er ekki eins reynslumikill en af 14 sigrum hans fór aðeins einn bardagi á borð dómarana. Hallmann er í pólska sjóhernum og starfar þar meðfram bardagaferlinum. Edwards er betri þegar staðið er og með fremur óvenjulegan stíl en slakt gengi undanfarið hefur vakið spurningar hversu mikið er eftir á tankinum hjá honum. Hann hefur aðeins unnið tvo sigra í síðustu sjö bardögum.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannFyrsti bardagi Edwards í UFC kom á UFC 33 árið 2002.Hallmann var 10 ára þegar Edwards tók sinn fyrsta MMA bardaga.Hallmann ætti að reyna að taka bardagann í gólfið þar sem hann er líklegri til sigurs. MMA Tengdar fréttir Rússneski tígurinn fær sína stærstu prófraun á laugardaginn Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. 5. júní 2014 22:45 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Fleiri fréttir „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Sjá meira
Aðfaranótt sunnudags fer fram UFC Fight Night 42 í Alburquerque, Nýju Mexíkó en þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur viðburð í fylkinu. Viðburðurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hann klukkan tvö. Benson Henderson (20-3-0) gegn Rustam Khabilov (17-1-0) - Léttvigt (70kg) Í aðalbardaga kvöldsins eigast við fyrrum meistarinn Benson Henderson og hinn rússneski Rustam Khabilov. Henderson er númer tvö í þyngdarflokknum á meðan Khabilov er númer 11 samkvæmt styrkleikalista UFC. Henderson er stór fyrir þyngdarflokkinn, einstaklega fjölhæfur bardagakappi og reynslumikill.3 atriði til að hafa í hugaHenderson hefur ekki tapað fyrir neinum sem heitir ekki Anthony Pettis síðan 2007.Varði titilinn þrisvar sinnum í einum sterkasta þyngdarflokki UFC.Svart belti í tækvondó og brasilísku jiu-jitsu.Andstæðingur hans, Rustam Khabilov, er frá Dagestan héraðinu í Rússlandi sem hefur alið af sér frábæra Sambó-glímukappa. Khabilov æfir í dag hjá Greg Jackson í Alburquerque, Nýju Mexíkó líkt og margir keppendur á þessu bardagakvöldi.3 atriði til að hafa í hugaÓsigraður í UFC. Aðeins tapað einu sinni á ferlinum og það var gegn andstæðingi sem keppir í léttþungavigt.Khabilov æfir daglega í Alburquerque en borgin er í 1,6km hæð yfir sjávarmáli.Khabilov er gríðarlega góður glímukappi og þekktur fyrir frábær köst.Diego Sanchez (24-7-0) gegn Ross Pearson (15-6-1) - Léttvigt (70kg)Diego Sanchez hóf UFC feril sinn með því að sigra fyrstu seríu The Ultimate Fighter og sigraði fyrstu 17 bardaga sína í MMA. Í seinni tíð hefur þó aðeins hallað undan fæti hjá þessum 32 ára kappa og hefur hann tapað fimm af síðustu átta bardögum sínum. Sanchez æfir, líkt og Rustam Khabilov, hjá Greg Jackson í Alburquereque.3 atriði til að hafa í hugaGlímukappi að upplagi en hefur ekki náð andstæðingi í gólfið síðan 2008.Hefur tapað síðustu tveimur bardögum og þarf því nauðsynlega á sigri að halda.Þykir einstaklega furðulegur náungi og er innganga hans í búrið oft áhugaverð. Andstæðingur hans, hinn breski Ross Pearson, sigraði níundu seríu The Ultimate Fighter. Á meðan Diego Sanchez er í stærri kantinum fyrir léttvigtarmann og hefur áður barist í millivigt og veltivigt, kemur Pearson úr fjaðurvigtinni. Pearson er bæði lágvaxnari og með styttri faðmlengd en Sanchez.3 atriði til að hafa í hugaPearson er mjög fær sparkboxari.Mun reyna að halda bardaganum standandi og klára Sanchez þar.Er með 81% felluvörn í UFC.John Dodson er mjög höggþungur.Vísir/GettyBryan Caraway (18-6-0) gegn Erik Perez (14-5-0) - bantamvigt (61 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er milli Erik Perez og Bryan Caraway. Perez kemur frá Mexíkó en hann hefur unnið fjóra bardaga og tapað einum í UFC á meðan Caraway er með þrjá sigra og eitt tap. Bardaginn gæti orðið þrælskemmtilegur en Perez hefur klárað 11 af 14 sigrum sínum með uppgjafartaki eða rothöggi og Caraway hefur tvisvar fengið frammistöðubónus í UFC. Í því felst að bardagamaðurinn fær bónus fyrir besta bardaga kvöldsins og bónus fyrir besta uppgjafartak kvöldsins.3 atriði til að hafa í hugaErik Perez á fljótasta rothöggið í sögu bantamvigtarinnar en hann rotaði Ken Stone eftir aðeins 17 sekúndur.Bryan Caraway er hvað þekktastur fyrir að vera unnusti bardagakonunnar Miesha Tate16 af 18 sigrum Caraway hafa komið eftir uppgjafartakJohn Dodson (15-6-0) gegn John Moraga (14-2-0) - Fluguvigt (56kg) Fluguvigtin er léttasti þyngdarflokkurinn í UFC og hefur ekki átt upp á pallborðið hjá aðdáendum í sama mæli og aðrir þyngdarflokkar. Það er mikil synd því bardagar í þessum þyngdarflokki eru oftar en ekki æsispennandi.John Dodson er enn einn kappinn á þessu bardagakvöldi sem æfir undir leiðsögn Greg Jackson. Dodson sigraði The Ultimate Figther 14 þar sem hann rotaði núverandi bantamvigtarmeistara UFC, T.J. Dillashaw, í úrslitunum og það er því ljóst að Dodson hefur alla burði til að gera atlögu að titlinum.Þrjú atriði til að hafa í hugaSigraði Moraga í bardaga árið 2010.Barðist um titilinn í fluguvigtinni þar sem hann tapaði eftir dómaraákvörðun í jöfnum bardaga.Gífurlega snöggur og góður íþróttamaður.John Moraga hefur aðeins tapað tvisvar á ferlinum, einu sinni gegn núverandi meistara, Demetrious Johnson og einu sinni gegn Dodson. Í bardaga sínum gegn meistaranum leit hann vel út á köflum en Johnson sigraði á reynslunni þegar hann tók Moraga í gólfið í síðustu lotum bardagans. Moraga hefur lýst því yfir að hann telji Dodson vera hættulegasta bardagakappann í fluguvigtinni, hættulegri en meistarann sjálfann.3 atriði til að hafa í hugaHefur sigrað átta af síðustu níu bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Demetrious Johnson.Glímdi í efstu deild í bandarísku háskólaglímunni þar sem hann komst tvisvar á topp 8 á All-American listanum.Númer fimm í fluguvigtinni samkvæmt styrkleikalista UFC.Rafael dos Anjos (20-7-0) gegn Jason High (18-4-0) - léttvigt (70 kg) Þessi bardagi gæti orðið áhugaverður fyrir þær sakir að báðir eru góðir glímumenn en þó með ólíka stíla. Rafael dos Anjos er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu á meðan Jason High er bandarískur glímumaður. Baráttan um toppstöðuna í gólfinu verður því áhugaverð en samanlagt hafa þeir sigrað 16 bardaga eftir uppgjafartak.3 atriði til að hafa í hugaFyrsti bardagi High í léttvigtinni en hann hefur hingað til barist í veltivigt.High starfaði lengi vel sem sjúkraflutningamaður meðfram bardagaferlinum.Dos Anjos kjálkabrotnaði í bardaga gegn Clay Guida og er með títaníum í kjálkanum í dag..Yves Edwards (42-20-1) gegn Piotr Hallmann (14-2-0) - léttvigt (70 kg) Bandaríkjamaðurinn Yves Edwards er gríðarlega reynslumikill en hann á 64 bardaga að baki í MMA. Hinn pólski Piotr Hallmann er ekki eins reynslumikill en af 14 sigrum hans fór aðeins einn bardagi á borð dómarana. Hallmann er í pólska sjóhernum og starfar þar meðfram bardagaferlinum. Edwards er betri þegar staðið er og með fremur óvenjulegan stíl en slakt gengi undanfarið hefur vakið spurningar hversu mikið er eftir á tankinum hjá honum. Hann hefur aðeins unnið tvo sigra í síðustu sjö bardögum.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannFyrsti bardagi Edwards í UFC kom á UFC 33 árið 2002.Hallmann var 10 ára þegar Edwards tók sinn fyrsta MMA bardaga.Hallmann ætti að reyna að taka bardagann í gólfið þar sem hann er líklegri til sigurs.
MMA Tengdar fréttir Rússneski tígurinn fær sína stærstu prófraun á laugardaginn Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. 5. júní 2014 22:45 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Fleiri fréttir „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Sjá meira
Rússneski tígurinn fær sína stærstu prófraun á laugardaginn Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. 5. júní 2014 22:45