Hafragrautur með Nutella í morgunmat Rikka skrifar 5. júní 2014 09:00 María Ögn Guðmundsdóttir Mynd/Facebook María Ögn Guðmundsdóttir er án efa besta hjólreiðakona landsins. Hún á að baki sér nokkra Íslandsmeistaratitla og hefur oftar en ekki skellt í nokkur Íslandsmet svona í leiðinni. Sumarið er undirlagt af æfingum utandyra og keppnum um land allt en veturna nýtir hún til undirbúnings fyrir næsta sumar. Nutella í morgunmatMaría vaknar klukkan sjö á morgnana, hefur sig til fyrir vinnuna og skellir í sig morgunmat.„Ég fæ mér oftast hafragraut með Nutella en þegar ég er á hraðferð þá er það banani og Hleðsla. Ég gúlla líka alltaf í mig rauðrófusafa og tek Krillo omega töflur.” Segir María Ögn. Að loknum morgunmat er einkadótturinni komið í skólann og svo eru það heimilisþrifin. „Ég er alltaf svo upptekin á kvöldin svo að þetta er eini tíminn til að sjæna aðeins heima.”Mynd/facebookSkiptir árinu upp í æfingatímabilÞar sem að María keppir í hjólreiðum yfir sumartímann skiptir hún árinu upp í æfingatímabil. „Frá nóvember til janúar legg ég áherslu á styrktaraæfingar bæði í sal og á hjólinu. Frá janúar og fram í mars er áherslan á langar æfingar og best er að komast erlendis því þessar æfingar eru í kringum 4 tíma langar að meðaltali. Frá mars til maí er meira um styttri og hraðari æfingar. Svo byrjar keppnistímabilið í maí og er það til í lok ágúst, á keppnistímabilinu æfi ég eftir því hvaða mót eru framundan og passa upp á hvíldina því ég er að taka um 22 mót á 19 vikum. Á haustin hvílir María algerlega hjólin en fer þess í stað í skemmtilegar fjallaferðir eða eitthvað allt annað. „Síðasta haust fór ég sem dæmi á dansnámskeið í Kramhúsinu og á Taekwondo æfingar hjá Einherja, hljóp á Esjuna og fór í Boot Camp.”Að hjóla og hjóla er ekki það samaMaría hefur haldið vinsæl götu- og fjallahjólanámskeið enda margt sem þarf að hafa í huga þegar að íþróttinni kemur. ,,Ég kenni fólki að hjóla, þú lærir að hjóla 4 ára en það að hjóla og hjóla er nefninlega ekki það sama. Á námskeiðunum fer ég í tækniæfingar og kenni fólki að nota líkamann til að vera öruggara á hjólinu í ýmsum aðstæðum. Ég kenni fólki hvernig á að nota gírana, hjóla í vindi, í kjölsogi, upp og niður brekkur og svo framvegis. Á námskeiðinu fer ég líka yfir allar bendingar og óskrifaðar reglur hjólreiðanna auk þess hvernig á að haga sér í umferðinni, á stígunum og þegar hjólað er í hóp.”María er margfaldur meistariMynd/SkjáskotÍ draumastarfinuAnnasamasti tími ársins er genginn í garð hjá Maríu og að mörgu að huga ef vel á að vera að verki staðið. ,,Ég væri ekki á móti því að hafa 30 klukkustundir í sólahringnum hjá mér þessa dagana. Næstu helgar eru undirlagðar keppnum, meðal annars er það Bláa lóns þrautin og Jökulmílan. Svo er það frábæra vinnan mín en ég er verkefnastjóri WOW Cyclothon, 24-27.júní, þar sem hjólað er hringinn í kringum landið og áheitum safnað. Að þessu sinni verður safnað fyrir bæklunardeild Landspítalans og eru um 500 þáttakendur skráðir til leiks sem er metþáttaka.”Verum kurteisÞað er ekki komið að tómum kofanum þegar María er spurð að góðum ráðleggingum um hjólreiðar enda af nægu að taka. ,,Sniðugast af öllu og algjört forgangsatriði er að nota hjálm. Hnakkurinn á hjóli á ekki að þurfa að vera óþægilegur, oft eru þetta stillingaratriði. Notið alla gírana, til þess eru þeir. Færið rassinn aftar á hnakkinn þegar þið farið niður brekku og farið framar á hjólið með líkamann þegar þið farið upp brekku. Að lokum er svo rétt að árétta það að vera kurteis hvort við annað, það er nóg pláss á Íslandi, við getum öll verið saman á stígunum og í umferðinni þó við séum að ganga í gegnum vaxtaverki hjólreiðanna einmitt núna. Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
María Ögn Guðmundsdóttir er án efa besta hjólreiðakona landsins. Hún á að baki sér nokkra Íslandsmeistaratitla og hefur oftar en ekki skellt í nokkur Íslandsmet svona í leiðinni. Sumarið er undirlagt af æfingum utandyra og keppnum um land allt en veturna nýtir hún til undirbúnings fyrir næsta sumar. Nutella í morgunmatMaría vaknar klukkan sjö á morgnana, hefur sig til fyrir vinnuna og skellir í sig morgunmat.„Ég fæ mér oftast hafragraut með Nutella en þegar ég er á hraðferð þá er það banani og Hleðsla. Ég gúlla líka alltaf í mig rauðrófusafa og tek Krillo omega töflur.” Segir María Ögn. Að loknum morgunmat er einkadótturinni komið í skólann og svo eru það heimilisþrifin. „Ég er alltaf svo upptekin á kvöldin svo að þetta er eini tíminn til að sjæna aðeins heima.”Mynd/facebookSkiptir árinu upp í æfingatímabilÞar sem að María keppir í hjólreiðum yfir sumartímann skiptir hún árinu upp í æfingatímabil. „Frá nóvember til janúar legg ég áherslu á styrktaraæfingar bæði í sal og á hjólinu. Frá janúar og fram í mars er áherslan á langar æfingar og best er að komast erlendis því þessar æfingar eru í kringum 4 tíma langar að meðaltali. Frá mars til maí er meira um styttri og hraðari æfingar. Svo byrjar keppnistímabilið í maí og er það til í lok ágúst, á keppnistímabilinu æfi ég eftir því hvaða mót eru framundan og passa upp á hvíldina því ég er að taka um 22 mót á 19 vikum. Á haustin hvílir María algerlega hjólin en fer þess í stað í skemmtilegar fjallaferðir eða eitthvað allt annað. „Síðasta haust fór ég sem dæmi á dansnámskeið í Kramhúsinu og á Taekwondo æfingar hjá Einherja, hljóp á Esjuna og fór í Boot Camp.”Að hjóla og hjóla er ekki það samaMaría hefur haldið vinsæl götu- og fjallahjólanámskeið enda margt sem þarf að hafa í huga þegar að íþróttinni kemur. ,,Ég kenni fólki að hjóla, þú lærir að hjóla 4 ára en það að hjóla og hjóla er nefninlega ekki það sama. Á námskeiðunum fer ég í tækniæfingar og kenni fólki að nota líkamann til að vera öruggara á hjólinu í ýmsum aðstæðum. Ég kenni fólki hvernig á að nota gírana, hjóla í vindi, í kjölsogi, upp og niður brekkur og svo framvegis. Á námskeiðinu fer ég líka yfir allar bendingar og óskrifaðar reglur hjólreiðanna auk þess hvernig á að haga sér í umferðinni, á stígunum og þegar hjólað er í hóp.”María er margfaldur meistariMynd/SkjáskotÍ draumastarfinuAnnasamasti tími ársins er genginn í garð hjá Maríu og að mörgu að huga ef vel á að vera að verki staðið. ,,Ég væri ekki á móti því að hafa 30 klukkustundir í sólahringnum hjá mér þessa dagana. Næstu helgar eru undirlagðar keppnum, meðal annars er það Bláa lóns þrautin og Jökulmílan. Svo er það frábæra vinnan mín en ég er verkefnastjóri WOW Cyclothon, 24-27.júní, þar sem hjólað er hringinn í kringum landið og áheitum safnað. Að þessu sinni verður safnað fyrir bæklunardeild Landspítalans og eru um 500 þáttakendur skráðir til leiks sem er metþáttaka.”Verum kurteisÞað er ekki komið að tómum kofanum þegar María er spurð að góðum ráðleggingum um hjólreiðar enda af nægu að taka. ,,Sniðugast af öllu og algjört forgangsatriði er að nota hjálm. Hnakkurinn á hjóli á ekki að þurfa að vera óþægilegur, oft eru þetta stillingaratriði. Notið alla gírana, til þess eru þeir. Færið rassinn aftar á hnakkinn þegar þið farið niður brekku og farið framar á hjólið með líkamann þegar þið farið upp brekku. Að lokum er svo rétt að árétta það að vera kurteis hvort við annað, það er nóg pláss á Íslandi, við getum öll verið saman á stígunum og í umferðinni þó við séum að ganga í gegnum vaxtaverki hjólreiðanna einmitt núna.
Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira