Viðskipti innlent

Síminn rukkar fyrir alla internetnotkun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Síminn kemur til með að rukka fyrir alla internetnotkun, innlenda og erlenda, frá og með 1. september en hingað til hefur erlend internetnotkun einungis verið gjaldfærð. Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú.

Í tilkynningu frá Símanum segir að breytt mæling miði meðal annars að því að mismuna ekki netnotendum eftir því hvar þeir eru og hvert þeir sækja efni á netinu.

Á móti þessum breytingum verður gagnamagnspakki viðskiptavina stækkaður töluvert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×