Sport

Hnignun Federer heldur áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Roger Federer féll úr leik á Opna franska meistaramótinu í tennis í dag er hann tapaði fyrir Ernests Gulbis frá Lettlandi.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2004 sem að Federer mistekst að komast áfram í fjórðungsúrslit einliðaleiks karla á Roland Garros.

Gulbis hafði betur í fimm settum, 6-7, 7-6, 6-2, 4-6 og 6-3. Hann mætir Tomas Berdych frá Tékklandi í 8-manna úrslitum.

„Þetta var allt út um allt hjá mér,“ sagði Federer. „Þetta voru mikil vonbrigðin og eftirsjáin mikil. En hann gerði vel og ég óska þess að ég hafi spilað betur.“

Federer er einn besti leikmaður sögunnar og hefur veirð í efsta sæti heimslistans í samtals 302 vikur og unnið sautján stórmót - bæði eru met. Hann glímdi við meiðsli stóran hluta síðasta árs og hefur aðeins unnið eitt stórmót síðan í ársbyrjun 2010. Sá sigur kom á Wimbledon-mótinu árið 2012.

Hann hefur komist í undanúrslit stórmóta í einu af síðustu fjórum stórmótum - á Opna ástralska meistaramótinu í janúar síðastliðnum.

Federer er nú í fjórða sæti heimslistans í einliðaleik karla.


Tengdar fréttir

Vandræðalaust hjá Nadal

Rafael Nadal er kominn áfram í þriðju umferð Opna franska meistaramótsins í tennis eftir auðveldan sigur á Austurríkismanninum Dominic Thiem.

Serena úr leik í París

Serena Williams, ríkjandi meistari á Opna franska meistaramótinu, féll óvænt úr leik í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×