Viðskipti innlent

Gagnrýnir ákvörðun Seðlabankans um að herða gjaldeyrishöftin

Haraldur Guðmundsson skrifar
Sæmundur St. Magnússon segir vinnubrögð Seðlabankans við útgáfu á nýjum reglum um gjaldeyrislög forkastanleg.
Sæmundur St. Magnússon segir vinnubrögð Seðlabankans við útgáfu á nýjum reglum um gjaldeyrislög forkastanleg.
„Þessi ákvörðun Seðlabankans er klárlega að snerta mörg hundruð aðila og þá bæði fjölskyldur og börn. Mér finnst bankinn vera með þessu að herða gjaldeyris­höftin,“ segir Sæmundur St. Magnússon, framkvæmdastjóri Allra ráðgjafar.

Fyrirtækið hefur milligöngu um söfnun sparnaðar ­erlendis með samningum við erlendu tryggingafélögin Friends Provident og Bayern. Seðlabankinn telur, eins og komið hefur fram, að slíkir samningar brjóti lög um gjaldeyrismál þar sem þeir feli í sér óheimilaðan sparnað eða söfnun erlendis. Bankinn hefur því gefið út nýjar reglur um gjaldeyrismál sem taka gildi í dag.

„Það er forkastanlegt að svona frétt sé lekið í fjölmiðla áður en aðilar sem eru starfandi á ­þessum markaði fá að vita um ákvörðunina,“ segir Sæmundur.

„Ég talaði við lögfræðing okkar í gær og hann sagðist ekki vita til þess að slík vinnubrögð hefðu verið framkvæmd áður í stjórnsýslunni.“

Sæmundur segir það koma fram í umsókn fyrirtækisins til Fjármálaeftirlitsins, um starfsleyfi til vátryggingamiðlunar, að fyrirtækið miðli til erlendu tryggingafélaganna.

„Við sóttum um leyfi til að gera þetta fyrir rétt rúmum ­tveimur árum og þeir gefa það. Hvað hefur þá verið óljóst í þessu?“


Tengdar fréttir

Gjaldeyrisviðskipti tryggingafélaga brjóti gegn lögum

Fjármagnsflutningar á fjórða tug þúsunda Íslendinga í tengslum við sparnað hjá erlendum tryggingafélögum verða stöðvaðir og verður þeim gert skylt að spara í íslenskum krónum á Íslandi í staðinn. Seðlabankinn telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hér á landi brjóti gegn lögum um gjaldeyrismál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×