Golf

Tiger byrjaður að slá af fullum krafti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ágætar líkur eru á að Tiger Woods spili með á Opna breska meistaramótinu miðað við nýjustu tíðindi af kappanum.

Tiger hefur ekki spilað síðan í mars en hann fór þá í aðgerð vegna bakmeiðsla. Hann er þó byrjaður að æfa á nýjan leik og getur sett fullan kraft í sveifluna sína.

„Honum líður betur með hverjum deginum og getur tekið fulla sveiflu,“ sagði umboðsmaður hans, Mark Steinberg, í viðtali á heimasíðu PGA-mótaraðarinnar.

Tiger hefur fagnað sigri á mótinu þrívegis, síðast árið 2006 aðeins tveimur mánuðum eftir að faðir hans, Earl, lést.

Tiger hefur aðeins einu sinni misst af Opna breska síðan hann keppti þar fyrst árið 1995. Mótið hefst þann 17. júlí og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni, líkt og öll risamót ársins.


Tengdar fréttir

Tiger missir af öðru risamóti

Tiger Woods tilkynnti í gærkvöldi að hann yrði ekki meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í næsta mánuði.

Tiger hætti á 13. flöt

Tiger Woods dró sig úr keppni á lokadeginum á The Honda Classic golfmótinu í Flórída sem er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Woods var á 13. flöt þegar hann hætti leik og yfirgaf völlinn.

Tiger ekki með á Bay Hill

Tiger Woods, efsti maður heimslistans, tilkynnti í kvöld að hann verður ekki með á boðsmóti Arnold Palmer á Bay Hill vellinum í Orlando um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×