Viðskipti innlent

Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Seðlabankamenn. Greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verða ekki lengur heimilar.
Seðlabankamenn. Greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verða ekki lengur heimilar.
Tryggingafélagið Allianz segir í yfirlýsingu að það hafi í einu og öllu unnið í samráði við og með leyfi Seðlabanka Íslands allt frá því lög um gjaldeyrishöft voru sett.

Í gær var tilkynnt um að bankinn hyggist setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. Þá segir að Seðlabankinn hafi ekki sett sig í samband við né tilkynnt félaginu um þessar breytingar á reglum um gjaldeyrishöft og því komi það félaginu í opna skjöldu ef breyta eigi reglum eftir á. Allianz mun óska eftir fundi með Seðlabankanum og FME til að fara yfir þessa nýju túlkun á reglum um gjaldeyrishöft með hagsmuni viðskiptavina Allianz að leiðarljósi, segir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×