Lífið

Laumuðust inn á Laugardalsvöllinn

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
„Ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð og allir virðast hafa skemmt sér konunglega yfir þessu,“ segir fyrirsætan og þáttastjórnandinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir, en fyrsti þátturinn af Heimi Ísdrottningarinnar var sýndur á Stöð 2 í gær.

Í þættinum hitti Ásdís fyrir stórvinkonu sína, Ósk Norðfjörð, en Ósk gengur nú með sitt sjöunda barn. Í innslaginu hér að ofan skella þær stöllur sér í World Class Laugum og taka vel á því, ásamt því að lauma sér inn á Laugardalsvöllinn þegar erfitt reynist að komast að í tækjasalnum.

„Þátturinn er ekki með þessu hefðbundna og þurra sniði heldur stílum við frekar inn á létta og skemmtilega afþreyingu í raunveruleikaþáttastíl. Það er mjög gaman að geta boðið upp á svona sjónvarpsþætti hér heima eins og eru vinsælir erlendis. Þetta er búið að vera mjgö skemmtilegt og lærdómsríkt fyrir mig. Það er alveg frábært og hæfileikaríkt fólk sem ég er að vinna með að þessu og með hverjum þættinum sjóast ég, svo þetta verður bara betra og betra,“ segir Ásdís Rán.

Í næsta þætti verður Ásdísi fylgt eftir í myndatöku í London og eiga áhorfendur því von á stórskemmtilegu framhaldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.