Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - KR 2-1 | Þriðja tap KR Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 11. júní 2014 12:29 Stjarnan vann frábæran sigur, 2-1, á KR í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum og eru Stjörnumenn enn taplausir. Íslandsmeistararnir töpuðu því sínum þriðja leik á tímabilinu. KR-ingar byrjuðu leikinn virkilega vel og pressuðu strax stíft í bakið á Stjörnumönnum. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Kjartan Henry Finnbogason laglegt mark sem var dæmt af vegna rangstæðu. KR-ingar voru síðan aftur mættir þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Grétar Sigfinnur Sigurðsson skoraði laglegt mark. Haukur Heiðar renndi boltanum út í teiginn á Grétar sem lagði boltanum laglega í netið framhjá Ingvari. Rétt áður hafði Egill Jónsson farið meiddur af velli í liði KR og þrátt fyrir mark KR-ingar fór að halla undir miðjuspilinu hjá KR eftir að Egill var farinn af velli. Stjörnumenn efldust töluvert eftir markiði hjá KR-ingum og náðu að jafna metinn á 38. mínútu þegar Ólafur Karl Finsen skoraði fínt mark. Laglega gert hjá Ólafi sem fékk laglega sendingu inn í teiginn frá Pablo Punyed og stýrði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Stefán Loga í markinu hjá KR. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn síðan að komast yfir. Framherjinn Jeppe Hansen skoraði þá virkilega fallegt mark. Hann snéri þá boltanum vel framhjá Stefáni Loga í markinu eftir að hafa keyrt upp miðjuna sjálfur. Frábært mark hjá Jeppe og þvílíkur viðsnúningur á einum leik. Stjörnumenn voru heldur betur komnir í gang. Staðan var 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði einnig með miklum látum og fengu heimamenn strax algjört dauðafæri. Stjörnumenn voru betri aðilinn fyrstu tuttugu mínútur síðari hálfleiksins en liðið náðu ekki að skapa sér almennileg færi. KR-ingar lögðu mikið kapp á sóknarleikinn út leiktímann og voru mikið í boltanum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Kjartan Henry Finnbogason sitt annað gula spjald og því raut. Kjartan togaði niður varnarmenn Stjörnunnar rétt áður en hann slapp einn í gegn um vörn heimamenna. Ótrúlega mikið kæruleysi og KR-ingar sáu aldrei til sólar eftir það. Niðurstaðan því 2-1 sigur Stjörnunnar. Stjarnan er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar og KR-ingar í því sjötta með 10 stig. Baldur: Þurfum allir að hugsa okkar gangvisir/daníel„Það er voðalega erfitt að setja fingur á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur í kvöld,“ segir Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einhvern veginn alltaf skrefi á eftir Stjörnumönnum í dag. Það má samt ekki taka það af okkur að við byrjuðum rosalega vel en um leið og við skorum fyrsta markið þá er eins og menn hætti bara að hlaupa.“ Baldur segir að KR liðið hafi samt sem áður heldur betur fengið færin til að jafna leikinn undir lokin. Egill Jónasson, leikmaður KR, fór meiddur af velli á 17. mínútu. „Mér fannst það ekki hafa áhrif á miðjuspilið sérstaklega hjá okkur en á þeim tímapunkti hrundi samt leikur okkar.“ Baldur segir að það þýðir ekkert að fara í felur með það að KR liðið er ekki á þeim stað sem þeir vilja vera á. „Núna þurfa allir nálægt liðinu að setjast niður og sjá hvað er að fara úrskeiðis.“ Atli: Náðum verðskuldað að komast yfirvisir/daníel„Þetta var frábær leikur milli tveggja jafnra liða,“ segir Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þeir byrja leikinn betur en við náum að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá fannst mér við ná verðskuldað forystunni og þá þurftu þeir að koma framar á völlinn.“ Atli segir að góður varnarleikur hafi skilað stigunum þremur í kvöld. „Við fengum síðan flott færi undir lokin til að skora fleiri mörk en það hófst ekki.“ Hann segir að Stjörnumenn ætli sér að vera áfram í toppbaráttunni og alveg til loka. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur, 2-1, á KR í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum og eru Stjörnumenn enn taplausir. Íslandsmeistararnir töpuðu því sínum þriðja leik á tímabilinu. KR-ingar byrjuðu leikinn virkilega vel og pressuðu strax stíft í bakið á Stjörnumönnum. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Kjartan Henry Finnbogason laglegt mark sem var dæmt af vegna rangstæðu. KR-ingar voru síðan aftur mættir þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Grétar Sigfinnur Sigurðsson skoraði laglegt mark. Haukur Heiðar renndi boltanum út í teiginn á Grétar sem lagði boltanum laglega í netið framhjá Ingvari. Rétt áður hafði Egill Jónsson farið meiddur af velli í liði KR og þrátt fyrir mark KR-ingar fór að halla undir miðjuspilinu hjá KR eftir að Egill var farinn af velli. Stjörnumenn efldust töluvert eftir markiði hjá KR-ingum og náðu að jafna metinn á 38. mínútu þegar Ólafur Karl Finsen skoraði fínt mark. Laglega gert hjá Ólafi sem fékk laglega sendingu inn í teiginn frá Pablo Punyed og stýrði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Stefán Loga í markinu hjá KR. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn síðan að komast yfir. Framherjinn Jeppe Hansen skoraði þá virkilega fallegt mark. Hann snéri þá boltanum vel framhjá Stefáni Loga í markinu eftir að hafa keyrt upp miðjuna sjálfur. Frábært mark hjá Jeppe og þvílíkur viðsnúningur á einum leik. Stjörnumenn voru heldur betur komnir í gang. Staðan var 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði einnig með miklum látum og fengu heimamenn strax algjört dauðafæri. Stjörnumenn voru betri aðilinn fyrstu tuttugu mínútur síðari hálfleiksins en liðið náðu ekki að skapa sér almennileg færi. KR-ingar lögðu mikið kapp á sóknarleikinn út leiktímann og voru mikið í boltanum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Kjartan Henry Finnbogason sitt annað gula spjald og því raut. Kjartan togaði niður varnarmenn Stjörnunnar rétt áður en hann slapp einn í gegn um vörn heimamenna. Ótrúlega mikið kæruleysi og KR-ingar sáu aldrei til sólar eftir það. Niðurstaðan því 2-1 sigur Stjörnunnar. Stjarnan er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar og KR-ingar í því sjötta með 10 stig. Baldur: Þurfum allir að hugsa okkar gangvisir/daníel„Það er voðalega erfitt að setja fingur á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur í kvöld,“ segir Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einhvern veginn alltaf skrefi á eftir Stjörnumönnum í dag. Það má samt ekki taka það af okkur að við byrjuðum rosalega vel en um leið og við skorum fyrsta markið þá er eins og menn hætti bara að hlaupa.“ Baldur segir að KR liðið hafi samt sem áður heldur betur fengið færin til að jafna leikinn undir lokin. Egill Jónasson, leikmaður KR, fór meiddur af velli á 17. mínútu. „Mér fannst það ekki hafa áhrif á miðjuspilið sérstaklega hjá okkur en á þeim tímapunkti hrundi samt leikur okkar.“ Baldur segir að það þýðir ekkert að fara í felur með það að KR liðið er ekki á þeim stað sem þeir vilja vera á. „Núna þurfa allir nálægt liðinu að setjast niður og sjá hvað er að fara úrskeiðis.“ Atli: Náðum verðskuldað að komast yfirvisir/daníel„Þetta var frábær leikur milli tveggja jafnra liða,“ segir Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þeir byrja leikinn betur en við náum að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá fannst mér við ná verðskuldað forystunni og þá þurftu þeir að koma framar á völlinn.“ Atli segir að góður varnarleikur hafi skilað stigunum þremur í kvöld. „Við fengum síðan flott færi undir lokin til að skora fleiri mörk en það hófst ekki.“ Hann segir að Stjörnumenn ætli sér að vera áfram í toppbaráttunni og alveg til loka.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira