Munurinn á hveiti og hveiti Rikka skrifar 10. júní 2014 13:30 Hveiti er ekki bara hveiti vísir/Getty Hvort sem að þú ert með glúteinóþol eða langar bara til að breyta til og hvíla hvíta hveitið þá eru hér fimm næringarríkar mjöl- og hveititegundir sem að þú ættir að skoða. Möndlumjöl Möndlumjölið er prótínríkt og inniheldur nauðsynlegar fitusýrur auk þess að innihalda gott magn af E-vítamíni. Það er frábært að nota það eins og nú notar brauðrasp t.d á fiskinn eða í kjötbollurnar. Kínóamjöl Stútfullt af næringarefnum og inniheldur allar nauðsynlegu amínósýrurnar, semsagt frábær uppspretta prótíns. Kínóamjöl er upplagt til að rífa upp næringargildin kökum og kexi og þá sem helmingsmagn á móti venjulegu hveiti. Sojamjöl Inniheldur kalk, trefjar og þrefalt meira magn af prótíni en venjulegt hveiti. Það er upplagt að nota til að þykkja sósur og nota sem 1/3 á móti 2/3 af hveiti í gerlaust brauð. Spelthveiti Er framleitt úr svokölluðu “fornu korntegundinni” spelti. Það hefur örlítið sætara bragð og verða brauðin og kökurnar léttari í sér en þegar notast er við heilhveiti. Gætið þess þó að nota heilkorna spelt en ekki fínmalað því það er nánast á pari við hvítt hveiti. Speltið er frábært að nota við pizzubakstur og brauðgerð. Byggmjöl Er mjög trefjaríkt og hjálpar við að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Það er frábært í pönnukökurnar og brauðið. Heilsa Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Afi og málari Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvort sem að þú ert með glúteinóþol eða langar bara til að breyta til og hvíla hvíta hveitið þá eru hér fimm næringarríkar mjöl- og hveititegundir sem að þú ættir að skoða. Möndlumjöl Möndlumjölið er prótínríkt og inniheldur nauðsynlegar fitusýrur auk þess að innihalda gott magn af E-vítamíni. Það er frábært að nota það eins og nú notar brauðrasp t.d á fiskinn eða í kjötbollurnar. Kínóamjöl Stútfullt af næringarefnum og inniheldur allar nauðsynlegu amínósýrurnar, semsagt frábær uppspretta prótíns. Kínóamjöl er upplagt til að rífa upp næringargildin kökum og kexi og þá sem helmingsmagn á móti venjulegu hveiti. Sojamjöl Inniheldur kalk, trefjar og þrefalt meira magn af prótíni en venjulegt hveiti. Það er upplagt að nota til að þykkja sósur og nota sem 1/3 á móti 2/3 af hveiti í gerlaust brauð. Spelthveiti Er framleitt úr svokölluðu “fornu korntegundinni” spelti. Það hefur örlítið sætara bragð og verða brauðin og kökurnar léttari í sér en þegar notast er við heilhveiti. Gætið þess þó að nota heilkorna spelt en ekki fínmalað því það er nánast á pari við hvítt hveiti. Speltið er frábært að nota við pizzubakstur og brauðgerð. Byggmjöl Er mjög trefjaríkt og hjálpar við að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Það er frábært í pönnukökurnar og brauðið.
Heilsa Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Afi og málari Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira