Viðskipti innlent

Mesti verðbólgustöðugleiki í áratug

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Íslandsbanki.
Íslandsbanki.
Verði verðbólguþróun áfram með sama hætti er framundan mesti verðbólgustöðugleiki í áratug. Það veltur þó á því hvort krónan helst stöðug og hversu hratt húsnæðisverð hækkar næstu misserin .

Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Spáð er áframhaldandi hóflegri verðbólgu á næstunni og hún verði 2,2% í septembermánuði. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að verðbólga verði á svipuðum slóðum, og mælist enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í árslok. Verði þróunin með þessum hætti jafngildir það lengsta tímabili verðbólgu við 2,5% markmið Seðlabankans frá því árin 2003 til 2004 þegar verðbólga mældist við markmið bankans í hálft annað ár.

Í greiningu Íslandsbanka kemur fram að það velti þó á því hvort krónan haldist stöðug og hversu hratt húsnæðisverðs og innlendur kostnaður hækkar næstu misserin.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×